Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 32,2 milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins 2020, 32,2 milljarðar teljast 4,8% af vergri landsframleiðslu ársfjórðungsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands í dag.
Tekjur hins opinbera drógust saman um 5,3% frá fyrsta ársfjórðungi síðasta árs en áætlað er að heildarútgjöld hafi aukist á tímabilinu um 4,1% þar mun launakostnaður vega þyngst en hann telst 34,3% af heildarútgjöldum hins opinbera.

Heildartekjur hins opinbera á fyrsta ársfjórðungi ársins 2020 voru 268,1 milljarður króna miðað við 283,1 milljarð árið 2019.
Heildarútgjöld jukust eins og áður segir um 4,1% en áætlað er að félagslegar tilfærslur til heimila hafi aukist um rúm 20% og þangað má rekja stóran hluta aukinna útgjalda en á tímabilinu voru þau 300,3 milljarðar króna samanborið við 288,6 ,milljarða útgjöld árið 2019.