Heimi spáð titli í fyrstu tilraun - Engar sérstakar áhyggjur þrátt fyrir langt stopp Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2020 19:00 Heimir Guðjónsson var að sjálfsögðu á kynningarfundi KSÍ í Laugardalnum í dag þar sem árleg spá fyrir Íslandsmótið var kynnt. mynd/stöð 2 Heimir Guðjónsson gerir Val að Íslandsmeistara í fótbolta í fyrstu tilraun ef marka má spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna í Pepsi Max-deild karla. Íslandsmeisturum KR var spáð 2. sæti og Breiðablik 3. sæti, en aðeins einu stigi munaði á liðunum í spánni. Valsmenn fengu hins vegar góða kosningu í efsta sætið, en þeir mæta KR í fyrsta leik á laugardagskvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Ég er ánægður með að menn hafa lagt hart að sér og ég tel að við séum búnir að æfa vel, og svo kemur í ljós á laugardaginn hverju það skilar,“ sagði Heimir Guðjónsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Hléið langa vegna kórónuveirufaraldursins setti þjálfara og leikmenn í áður óþekkta stöðu en Heimir er brattur nú þegar hægt hefur verið að æfa með eðlilegum hætti síðustu vikur og spila æfingaleiki. „Auðvitað er það alltaf þannig að þegar það er langt stopp þá koma einhverjar áhyggjur. En ég hef engar sérstakar áhyggjur. Við höfum náð að æfa vel eftir að allt liðið gat verið saman, og spilað æfingaleiki sem hafa að sjálfsögðu, eins og gerist á undirbúningstímabili, verið misjafnlega góðir. Heilt yfir hefur þetta verið allt í lagi. Það er líka fínt að spila þessa leiki og þá sér maður hvað má bæta og hvað við höfum verið að gera vel. Það kemur í ljós á laugardaginn,“ sagði Heimir. Pepsi Max-deild karla Valur Sportpakkinn Tengdar fréttir Val og Breiðabliki spáð Íslandsmeistaratitlunum Karlalið Vals og kvennalið Breiðabliks endurheimta Íslandsmeistaratitlana rætist spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Pepsi Max deildunum. 11. júní 2020 12:50 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Heimir Guðjónsson gerir Val að Íslandsmeistara í fótbolta í fyrstu tilraun ef marka má spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna í Pepsi Max-deild karla. Íslandsmeisturum KR var spáð 2. sæti og Breiðablik 3. sæti, en aðeins einu stigi munaði á liðunum í spánni. Valsmenn fengu hins vegar góða kosningu í efsta sætið, en þeir mæta KR í fyrsta leik á laugardagskvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Ég er ánægður með að menn hafa lagt hart að sér og ég tel að við séum búnir að æfa vel, og svo kemur í ljós á laugardaginn hverju það skilar,“ sagði Heimir Guðjónsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Hléið langa vegna kórónuveirufaraldursins setti þjálfara og leikmenn í áður óþekkta stöðu en Heimir er brattur nú þegar hægt hefur verið að æfa með eðlilegum hætti síðustu vikur og spila æfingaleiki. „Auðvitað er það alltaf þannig að þegar það er langt stopp þá koma einhverjar áhyggjur. En ég hef engar sérstakar áhyggjur. Við höfum náð að æfa vel eftir að allt liðið gat verið saman, og spilað æfingaleiki sem hafa að sjálfsögðu, eins og gerist á undirbúningstímabili, verið misjafnlega góðir. Heilt yfir hefur þetta verið allt í lagi. Það er líka fínt að spila þessa leiki og þá sér maður hvað má bæta og hvað við höfum verið að gera vel. Það kemur í ljós á laugardaginn,“ sagði Heimir.
Pepsi Max-deild karla Valur Sportpakkinn Tengdar fréttir Val og Breiðabliki spáð Íslandsmeistaratitlunum Karlalið Vals og kvennalið Breiðabliks endurheimta Íslandsmeistaratitlana rætist spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Pepsi Max deildunum. 11. júní 2020 12:50 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Val og Breiðabliki spáð Íslandsmeistaratitlunum Karlalið Vals og kvennalið Breiðabliks endurheimta Íslandsmeistaratitlana rætist spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Pepsi Max deildunum. 11. júní 2020 12:50