Tilfinningaþrunginn dagur fyrir Svía Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. júní 2020 19:00 Sænskir saksóknarar telja að Stig Engström, hinn svokallaði Skandia-maður, hafi orðið Olof Palme forsætisráðherra að bana þann 28. febrúar 1986. Rannsóknin á morðinu á Palme er sú umfangsmesta í sögu Svíþjóðar. Engström var upphaflega vitni í málinu en á blaðamannafundi í morgun sagði Krister Petersson saksóknari að vitnisburður Engström og lýsingar hans á framvindunni hafi ekki passað við frásagnir allra annarra sem voru á vettvangi. Hann hafi haft aðgang að vopni sem gæti hafa verið notað. Eitt er þó víst, Engström verður ekki ákærður enda stytti hann sér aldur árið 2000. „Þar sem Stig Engström er látinn get ég ekki sótt hann til saka né yfirheyrt. Því hef ég ákveðið að rannsókninni sé nú lokið, enda sá grunaði látinn,“ sagði Petersson. Joakim Palme, sonur þeirra Olof og Lisbet forsætisráðherrahjóna, segist viss um að Engström sé sá seki. „Mér þykir saksóknarar hafa nýtt sönnunargögnin af vettvangi eins vel og hægt er og það dugar til að sannfæra mig um það hver sá seki er,“ sagði Joakim Palme. Stefan Löfven, núverandi forsætisráðherra, boðaði til blaðamannafundar og sagði þetta afar tilfinningaþrunginn dag. „Í réttarríki er ekki ríkisstjórnarinnar að fella dóm né byggja ákvarðanir á niðurstöðu saksóknara. En sem manneskja og sem leiðtogi sama flokks og Olof Palme get ég sagt að þetta er afar tilfinningaþrunginn dagur. Besta leiðin til að binda endi á þetta hefði auðvitað verið að fá sakfellingu.“ Morðið á Olof Palme Svíþjóð Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Sænskir saksóknarar telja að Stig Engström, hinn svokallaði Skandia-maður, hafi orðið Olof Palme forsætisráðherra að bana þann 28. febrúar 1986. Rannsóknin á morðinu á Palme er sú umfangsmesta í sögu Svíþjóðar. Engström var upphaflega vitni í málinu en á blaðamannafundi í morgun sagði Krister Petersson saksóknari að vitnisburður Engström og lýsingar hans á framvindunni hafi ekki passað við frásagnir allra annarra sem voru á vettvangi. Hann hafi haft aðgang að vopni sem gæti hafa verið notað. Eitt er þó víst, Engström verður ekki ákærður enda stytti hann sér aldur árið 2000. „Þar sem Stig Engström er látinn get ég ekki sótt hann til saka né yfirheyrt. Því hef ég ákveðið að rannsókninni sé nú lokið, enda sá grunaði látinn,“ sagði Petersson. Joakim Palme, sonur þeirra Olof og Lisbet forsætisráðherrahjóna, segist viss um að Engström sé sá seki. „Mér þykir saksóknarar hafa nýtt sönnunargögnin af vettvangi eins vel og hægt er og það dugar til að sannfæra mig um það hver sá seki er,“ sagði Joakim Palme. Stefan Löfven, núverandi forsætisráðherra, boðaði til blaðamannafundar og sagði þetta afar tilfinningaþrunginn dag. „Í réttarríki er ekki ríkisstjórnarinnar að fella dóm né byggja ákvarðanir á niðurstöðu saksóknara. En sem manneskja og sem leiðtogi sama flokks og Olof Palme get ég sagt að þetta er afar tilfinningaþrunginn dagur. Besta leiðin til að binda endi á þetta hefði auðvitað verið að fá sakfellingu.“
Morðið á Olof Palme Svíþjóð Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira