Höfðu ekki lesið og vildu ekki lesa tíst Trump Samúel Karl Ólason skrifar 10. júní 2020 09:13 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, neitaði ítrekað í gær að tjá sig um nýjasta umdeilda tíst forsetans. AP/Susan Walsh Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa nú í nokkur ár forðast það af mikilli færni að tjá sig um umdeild tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Tístin hafa verið margskonar. Í þeim hefur forsetinn til dæmis gagnrýnt tiltekna þingmenn og sagt þeldökkum þingkonum að „fara aftur“ til ríkja sem þær komu frá. Þegar blaðamenn hafa leitað viðbragða þingmanna við umdeildustu tístunum hafa svörin yfirleitt verið sú sömu. Þingmenn hafa margsinnis sagst vera of seinir á einhvern fund eða viðburð en oftast segjast þeir ekki hafa séð umrætt tíst og að þeir séu of uppteknir til að lesa tíst forsetans. Blaðamenn gripu því til nýrra ráða í gær eftir að forsetinn tísti samsæriskenningu um að 75 ára maður sem slasaðist alvarlega þegar lögregluþjónar hrintu honum í jörðina væri mögulega útsendari Antifa og atvikið sviðsett, og prentuðu tístið út til að sýna öldungadeildarþingmönnum. Sú aðferð skilaði þó takmörkuðum árangri, eins og aðrar sem gripið hefur verið til á undanförnum árum. Þingmennirnir læddust með veggjum í þinghúsinu og virtust neita að mæta augnaráði blaðamanna. Þegar þeir voru spurðir svöruðu þeir lítið sem ekkert og sögðust þá ekki hafa séð tístið eða að þeir vildu ekki ræða það. Öldungadeildarþingmaðurinn Pat Roberts sagðist ekki hafa lesið „bölvað tístið“. Þegar blaðamenn sögðu honum að þeir væru með það útprentað og hann gæti lesið það, svaraði hann: „Ég veit“ og gekk á brott. Sen. Pat Roberts on Trump's tweet about Buffalo protestor: "I haven't read the damn thing."Told we could show it to him, he said: "I know" and walked away. pic.twitter.com/qd7xmhR41M— Manu Raju (@mkraju) June 10, 2020 Lisa Markowski tjáði sig og spurði af hverju forsetinn væri að sletta olíu á eldinn. Hún sagðist ekki ætla að tjá sig að öðru leyti. Þá sagði þingmaðurinn John Thune að ásökun forsetans væri alvarleg og slíkum ásökunum ætti ekki að vera varpað fram án staðreynda og sannanna. Hann hefði ekki séð neitt slíkt. Thune sagði þingmenn ekki vilja tjá sig um tíst Trump. Það væri dagleg æfing. Hann sagðist þó hafa séð tístið og myndbandið af því þegar manninum var hrint. „Þetta er alvarleg ásökun,“ sagði Thune. Mark Meadows, fyrrverandi þingmaður og núverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, neitaði einni að tjá sig um tístið í gær. „Ég lærði fyrir löngu síðan að tjá mig ekki um tíst,“ sagði Meadows. Það er þó erfitt fyrir þingmenn að hunsa Twittersíðu Trump, eins og þeir segjast margir gera. Þar hefur forsetinn tilkynnt ýmsar aðgerðir sínar á undanförnum árum. Hann hefur meðal annars rekið hátt setta embættismenn á Twitter, tilkynnt tolla á vörur frá öðrum ríkjum og opinberað að ríkisstjórn hans myndi viðurkenna innlimun Ísrael á Gólanhæðum. Hér að neðan má sjá nokkur af viðbrögðum þingmanna sem AP fréttaveitan hefur tekið saman. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa nú í nokkur ár forðast það af mikilli færni að tjá sig um umdeild tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Tístin hafa verið margskonar. Í þeim hefur forsetinn til dæmis gagnrýnt tiltekna þingmenn og sagt þeldökkum þingkonum að „fara aftur“ til ríkja sem þær komu frá. Þegar blaðamenn hafa leitað viðbragða þingmanna við umdeildustu tístunum hafa svörin yfirleitt verið sú sömu. Þingmenn hafa margsinnis sagst vera of seinir á einhvern fund eða viðburð en oftast segjast þeir ekki hafa séð umrætt tíst og að þeir séu of uppteknir til að lesa tíst forsetans. Blaðamenn gripu því til nýrra ráða í gær eftir að forsetinn tísti samsæriskenningu um að 75 ára maður sem slasaðist alvarlega þegar lögregluþjónar hrintu honum í jörðina væri mögulega útsendari Antifa og atvikið sviðsett, og prentuðu tístið út til að sýna öldungadeildarþingmönnum. Sú aðferð skilaði þó takmörkuðum árangri, eins og aðrar sem gripið hefur verið til á undanförnum árum. Þingmennirnir læddust með veggjum í þinghúsinu og virtust neita að mæta augnaráði blaðamanna. Þegar þeir voru spurðir svöruðu þeir lítið sem ekkert og sögðust þá ekki hafa séð tístið eða að þeir vildu ekki ræða það. Öldungadeildarþingmaðurinn Pat Roberts sagðist ekki hafa lesið „bölvað tístið“. Þegar blaðamenn sögðu honum að þeir væru með það útprentað og hann gæti lesið það, svaraði hann: „Ég veit“ og gekk á brott. Sen. Pat Roberts on Trump's tweet about Buffalo protestor: "I haven't read the damn thing."Told we could show it to him, he said: "I know" and walked away. pic.twitter.com/qd7xmhR41M— Manu Raju (@mkraju) June 10, 2020 Lisa Markowski tjáði sig og spurði af hverju forsetinn væri að sletta olíu á eldinn. Hún sagðist ekki ætla að tjá sig að öðru leyti. Þá sagði þingmaðurinn John Thune að ásökun forsetans væri alvarleg og slíkum ásökunum ætti ekki að vera varpað fram án staðreynda og sannanna. Hann hefði ekki séð neitt slíkt. Thune sagði þingmenn ekki vilja tjá sig um tíst Trump. Það væri dagleg æfing. Hann sagðist þó hafa séð tístið og myndbandið af því þegar manninum var hrint. „Þetta er alvarleg ásökun,“ sagði Thune. Mark Meadows, fyrrverandi þingmaður og núverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, neitaði einni að tjá sig um tístið í gær. „Ég lærði fyrir löngu síðan að tjá mig ekki um tíst,“ sagði Meadows. Það er þó erfitt fyrir þingmenn að hunsa Twittersíðu Trump, eins og þeir segjast margir gera. Þar hefur forsetinn tilkynnt ýmsar aðgerðir sínar á undanförnum árum. Hann hefur meðal annars rekið hátt setta embættismenn á Twitter, tilkynnt tolla á vörur frá öðrum ríkjum og opinberað að ríkisstjórn hans myndi viðurkenna innlimun Ísrael á Gólanhæðum. Hér að neðan má sjá nokkur af viðbrögðum þingmanna sem AP fréttaveitan hefur tekið saman.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent