WHO leiðréttir „misskilning“ um einkennalausa smitbera Kjartan Kjartansson skrifar 9. júní 2020 20:22 Margir ráku upp stór augu þegar Maria van Kerkhove sagði einkennalaus smit „afar fátíð“ á blaðamannafundi í gær. WHO boðaði til annars blaðamannafundar í dag þar sem hún bar það til baka. Vísir/EPA Enn er margt á huldu um einkennalausa smitbera nýs afbrigðis kórónuveirunnar og hversu algeng slík tilfelli eru, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Orð eins yfirmanna stofnunarinnar um að einkennalaus smit væru „mjög sjaldgæf“ ollu töluverðu fjaðrafoki og segir stofnunin að um misskilning hafi verið að ræða. Maria van Kerkhove, yfirmaður deildar WHO sem bregst við nýjum farsóttum og dýrasjúkdómum, segir að orð hennar á blaðamannafundi í gær hafi verið misskilin. Hún hafi ekki lýst nýrri stefnu stofnunarinnar. „Við vitum að sumt fólk sem sýnir ekki einkenni, eða sumt fólk sem er ekki með einkenni, getur borið veiruna áfram,“ sagði van Kerkhove á öðrum blaðamannafundi sem blásið var til í dag. Mike Ryan, yfirmaður neyðarviðbragða WHO, sagði að enn væri of margt á huldu um veiruna og hvernig hún smitast. Upphafleg ummæli van Kerkhove vöktu töluverða athygli, ekki síst hjá íhaldsmönnum víða um heim sem eru andsnúnir aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar. Notuðu þeir ummælin til að færa rök fyrir því að óþarfi væri fyrir fólk að ganga með grímur eða huga að félagsforðun. Þannig vísaði Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, meðal annars til orða van Kerkhove þegar hann ræddi við fréttamenn í dag. Bolsonaro hefur ítrekað gert lítið úr alvarleika faraldursins og beitt sér gegn takmörkunum vegna hans. Washington Post segir að það sé þekkt að einkennalausir einstaklingar smiti aðra af veirunni en að ekki sé vitað hversu algengt það er. Rannsóknir og líkön bendi til þess að margir sem smitast af veirunni sýni aldrei einkenni og að það sé opin spurning hvort að þeir einstaklingar eigi stóran þátt í að breiða veiruna út. Málið þykir það vandræðalegasta fyrir WHO. Eric Topol, prófessor í sameindalæknisfræði við Scripps-rannsóknastofnunina, segir það algert klúður. „Ég veit ekki af hverju þau myndu segja að einkennalaus smit séu mjög sjaldgæf þegar sannleikurinn er að við vitum einfaldlega ekki hversu tíð þau eru. Það breytir heldur ekki staðreyndunum sem við vitum að þessi veira er mjög smitandi og það er mjög erfitt að eiga við hana,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira
Enn er margt á huldu um einkennalausa smitbera nýs afbrigðis kórónuveirunnar og hversu algeng slík tilfelli eru, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Orð eins yfirmanna stofnunarinnar um að einkennalaus smit væru „mjög sjaldgæf“ ollu töluverðu fjaðrafoki og segir stofnunin að um misskilning hafi verið að ræða. Maria van Kerkhove, yfirmaður deildar WHO sem bregst við nýjum farsóttum og dýrasjúkdómum, segir að orð hennar á blaðamannafundi í gær hafi verið misskilin. Hún hafi ekki lýst nýrri stefnu stofnunarinnar. „Við vitum að sumt fólk sem sýnir ekki einkenni, eða sumt fólk sem er ekki með einkenni, getur borið veiruna áfram,“ sagði van Kerkhove á öðrum blaðamannafundi sem blásið var til í dag. Mike Ryan, yfirmaður neyðarviðbragða WHO, sagði að enn væri of margt á huldu um veiruna og hvernig hún smitast. Upphafleg ummæli van Kerkhove vöktu töluverða athygli, ekki síst hjá íhaldsmönnum víða um heim sem eru andsnúnir aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar. Notuðu þeir ummælin til að færa rök fyrir því að óþarfi væri fyrir fólk að ganga með grímur eða huga að félagsforðun. Þannig vísaði Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, meðal annars til orða van Kerkhove þegar hann ræddi við fréttamenn í dag. Bolsonaro hefur ítrekað gert lítið úr alvarleika faraldursins og beitt sér gegn takmörkunum vegna hans. Washington Post segir að það sé þekkt að einkennalausir einstaklingar smiti aðra af veirunni en að ekki sé vitað hversu algengt það er. Rannsóknir og líkön bendi til þess að margir sem smitast af veirunni sýni aldrei einkenni og að það sé opin spurning hvort að þeir einstaklingar eigi stóran þátt í að breiða veiruna út. Málið þykir það vandræðalegasta fyrir WHO. Eric Topol, prófessor í sameindalæknisfræði við Scripps-rannsóknastofnunina, segir það algert klúður. „Ég veit ekki af hverju þau myndu segja að einkennalaus smit séu mjög sjaldgæf þegar sannleikurinn er að við vitum einfaldlega ekki hversu tíð þau eru. Það breytir heldur ekki staðreyndunum sem við vitum að þessi veira er mjög smitandi og það er mjög erfitt að eiga við hana,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira