Ágúst og félagar samþykktu launalækkun Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2020 21:30 Ágúst Elí Björgvinsson gerði samning til tveggja ára við KIF Kolding en hann kemur til félagsins frá Sävehof í Svíþjóð í sumar. mynd/hsí Það virðist vera að rofa aðeins til hjá hinu sigursæla danska handknattleiksfélagi KIF Kolding sem glímir við mikla fjárhagserfiðleika. Ný stjórn félagsins hefur nú náð samkomulagi við leikmenn, þar á meðal markvörðinn Ágúst Elí Björgvinsson sem er nýr leikmaður liðsins, um lækkun launa. Fyrri stjórn hafði ekki erindi sem erfiði þegar hún reyndi að fá leikmenn til að taka á sig 40% launalækkun en ekki er ljóst hve mikið laun þeirra lækka. „Við höfum átt í mjög góðum viðræðum við leikmannahópinn, og við erum samtaka í því með leikmönnum að inna fleiri leiðir til sparnaðar,“ sagði Gunnar Fogt, nýr stjórnarformaður. Fram hefur komið að KIF Kolding þurfi að að safna jafnvirði 100-120 milljóna íslenskra króna til að tryggja framtíð sína. Jens Svane Peschardt, fulltrúi leikmanna, segir í yfirlýsingu að þeir séu ánægðir. „Sem leikmaður er ég virkilega ánægður með að sjá hvað við erum samheldinn hópur sem náð hefur saman við stjórnina. Ég hlakka líka til að taka þátt í að tryggja að við búum til sjálfbæra framtíð fyrir KIF Kolding, og ég hlakka gríðarlega til þess að við förum að sjá handbolta spilaðan á fullu í Sydbank Arena í Kolding,“ sagði Peschardt. Arnar Freyr Theodórsson, umboðsmaður Ágústs, sagði við Vísi í síðustu viku ljóst að hann væri með plön í huga ef að Kolding næði ekki að rétta úr kútnum. „Það er vinnan mín, að vera með plan ef þetta klikkar. En hann er með gildan samning þar til félagið verður lýst gjaldþrota eða einhver úr stjórn lýsir yfir vilja að leysa hann undan samningi. Við erum í biðstöðu en ég er með plön ef þetta dettur upp fyrir og er búinn að vinna í nokkrum málum sem verða vonandi enn til staðar þegar, eða ef, þetta losnar,“ sagði Arnar. Danski handboltinn Tengdar fréttir Mál Ágústar Elís í biðstöðu Mál Ágústar Elís Björgvinssonar eru í biðstöðu vegna fjárhagsvandræða KIF Kolding, danska félagsins sem hann var búinn að semja við. 3. júní 2020 14:00 Þurfa að safna fimm til sex milljónum danskra króna til að bjarga liðinu frá gjaldþroti Danska úrvalsdeildarfélagið KIF Kolding þarf að safna fimm til sex milljónum danskra króna ef liðið ætlar sér að spila í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Ágúst Elí Björgvinsson er samningsbundinn liðinu. 2. júní 2020 18:00 Félag Ágústs í alvarlegri krísu – Leikmenn höfnuðu launalækkun Handboltamarkvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson skrifaði í vetur undir samning til tveggja ára við danska félagið KIF Kolding sem nú á í miklum fjárhagserfiðleikum. 12. maí 2020 21:00 Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira
Það virðist vera að rofa aðeins til hjá hinu sigursæla danska handknattleiksfélagi KIF Kolding sem glímir við mikla fjárhagserfiðleika. Ný stjórn félagsins hefur nú náð samkomulagi við leikmenn, þar á meðal markvörðinn Ágúst Elí Björgvinsson sem er nýr leikmaður liðsins, um lækkun launa. Fyrri stjórn hafði ekki erindi sem erfiði þegar hún reyndi að fá leikmenn til að taka á sig 40% launalækkun en ekki er ljóst hve mikið laun þeirra lækka. „Við höfum átt í mjög góðum viðræðum við leikmannahópinn, og við erum samtaka í því með leikmönnum að inna fleiri leiðir til sparnaðar,“ sagði Gunnar Fogt, nýr stjórnarformaður. Fram hefur komið að KIF Kolding þurfi að að safna jafnvirði 100-120 milljóna íslenskra króna til að tryggja framtíð sína. Jens Svane Peschardt, fulltrúi leikmanna, segir í yfirlýsingu að þeir séu ánægðir. „Sem leikmaður er ég virkilega ánægður með að sjá hvað við erum samheldinn hópur sem náð hefur saman við stjórnina. Ég hlakka líka til að taka þátt í að tryggja að við búum til sjálfbæra framtíð fyrir KIF Kolding, og ég hlakka gríðarlega til þess að við förum að sjá handbolta spilaðan á fullu í Sydbank Arena í Kolding,“ sagði Peschardt. Arnar Freyr Theodórsson, umboðsmaður Ágústs, sagði við Vísi í síðustu viku ljóst að hann væri með plön í huga ef að Kolding næði ekki að rétta úr kútnum. „Það er vinnan mín, að vera með plan ef þetta klikkar. En hann er með gildan samning þar til félagið verður lýst gjaldþrota eða einhver úr stjórn lýsir yfir vilja að leysa hann undan samningi. Við erum í biðstöðu en ég er með plön ef þetta dettur upp fyrir og er búinn að vinna í nokkrum málum sem verða vonandi enn til staðar þegar, eða ef, þetta losnar,“ sagði Arnar.
Danski handboltinn Tengdar fréttir Mál Ágústar Elís í biðstöðu Mál Ágústar Elís Björgvinssonar eru í biðstöðu vegna fjárhagsvandræða KIF Kolding, danska félagsins sem hann var búinn að semja við. 3. júní 2020 14:00 Þurfa að safna fimm til sex milljónum danskra króna til að bjarga liðinu frá gjaldþroti Danska úrvalsdeildarfélagið KIF Kolding þarf að safna fimm til sex milljónum danskra króna ef liðið ætlar sér að spila í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Ágúst Elí Björgvinsson er samningsbundinn liðinu. 2. júní 2020 18:00 Félag Ágústs í alvarlegri krísu – Leikmenn höfnuðu launalækkun Handboltamarkvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson skrifaði í vetur undir samning til tveggja ára við danska félagið KIF Kolding sem nú á í miklum fjárhagserfiðleikum. 12. maí 2020 21:00 Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira
Mál Ágústar Elís í biðstöðu Mál Ágústar Elís Björgvinssonar eru í biðstöðu vegna fjárhagsvandræða KIF Kolding, danska félagsins sem hann var búinn að semja við. 3. júní 2020 14:00
Þurfa að safna fimm til sex milljónum danskra króna til að bjarga liðinu frá gjaldþroti Danska úrvalsdeildarfélagið KIF Kolding þarf að safna fimm til sex milljónum danskra króna ef liðið ætlar sér að spila í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Ágúst Elí Björgvinsson er samningsbundinn liðinu. 2. júní 2020 18:00
Félag Ágústs í alvarlegri krísu – Leikmenn höfnuðu launalækkun Handboltamarkvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson skrifaði í vetur undir samning til tveggja ára við danska félagið KIF Kolding sem nú á í miklum fjárhagserfiðleikum. 12. maí 2020 21:00