Deilan langvinna á milli Sigmars og Skúla send aftur til Landsréttar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júní 2020 10:15 Sigmar Vilhjámsson í héraðsdómi þegar málið var tekið fyrir þar á sínum tíma. Vísir/Vilhelm Deilan langvinna á milli Sigmars Vilhjálmssonar og Skúla Gunnars Sigfússonar um lóðarréttindi á Hvolsvelli hefur verið send aftur til meðferðar Landsréttar. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í málinu í morgun. Málið má rekja til þess að Skúli og Sigmar unnu að því frá árinu 2013 að hrinda í framkvæmd hugmynd um eldfjallasetur á Hvolsvelli. Ágreiningur þeirra á milli um hvernig staðið yrði að fasteignahluta verkefnisins magnaðist hins vegar á árinu 2015 en þá voru strax uppi hugmyndir um að Sigmar yrði keyptur út úr þeim hluta. Á hluthafafundi í maí 2016 var lagt til að lóðirnar yrðu seldar Fox ehf, sem Sigmar mótmælti og benti svo á ítrekað fyrir dómi að Pálmar Harðarson, eigandi Fox ehf., og Skúli væru góðir vinir. Sá síðarnefndi mótmælti því ekki. Samþykkt var á fundinum að Fox ehf. greiddi samtals 40 milljónir fyrir lóðirnar. Um þessa ákvörðun hafa Sigmar og Skúli deilt fyrir dómstólum. Árið 2018 hafði Sigmar betur í héraðsdómi þegar ákvörðun hluthafafundar Stemmu þar sem samþykkt var að selja fyrirtækinu Fox ehf. lóðaréttindi að Austurvegi 12 og 14 á Hvolsvelli þar sem byggt var Lava-eldfjallasetrið, auk stofnkostnaðar og annarra réttinda tengdra þeim, var ógilt. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms varðandi lóð númer 12 en Skúli var sýknaður vegna lóðar 14. Bæði Sigmar og Skúli áfrýjuðu til Hæstaréttar sem ákvað að taka málið fyrir, og nú liggur niðurstaðan fyrir. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að Landsréttur hafi dæmt málið á röngum grundvelli. Samkvæmt skýru orðalagi í lögum um hlutafélög sé það forsenda þess að dómstóll geti breytt ákvörðun hluthafafundar að breytingar sé krafist af málsaðila. Segir í dómi Hæstaréttar að hvorugur aðila hafi á nokkru stigi meðferðar málsins krafist breytingar á ákvörðun hluthafafundarins með þeim hætti sem gert var í hinum áfrýjaða dómi. Niðurstaða Landsréttar hafi því verið í andstöðu við lög um hlutafélög og lög um meðferð einkamála. Málið hafi því verið dæmt á röngum grundvelli. Var málinu því vísað aftur til Landsréttar til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Dómsmál Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Deilan langvinna á milli Sigmars Vilhjálmssonar og Skúla Gunnars Sigfússonar um lóðarréttindi á Hvolsvelli hefur verið send aftur til meðferðar Landsréttar. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í málinu í morgun. Málið má rekja til þess að Skúli og Sigmar unnu að því frá árinu 2013 að hrinda í framkvæmd hugmynd um eldfjallasetur á Hvolsvelli. Ágreiningur þeirra á milli um hvernig staðið yrði að fasteignahluta verkefnisins magnaðist hins vegar á árinu 2015 en þá voru strax uppi hugmyndir um að Sigmar yrði keyptur út úr þeim hluta. Á hluthafafundi í maí 2016 var lagt til að lóðirnar yrðu seldar Fox ehf, sem Sigmar mótmælti og benti svo á ítrekað fyrir dómi að Pálmar Harðarson, eigandi Fox ehf., og Skúli væru góðir vinir. Sá síðarnefndi mótmælti því ekki. Samþykkt var á fundinum að Fox ehf. greiddi samtals 40 milljónir fyrir lóðirnar. Um þessa ákvörðun hafa Sigmar og Skúli deilt fyrir dómstólum. Árið 2018 hafði Sigmar betur í héraðsdómi þegar ákvörðun hluthafafundar Stemmu þar sem samþykkt var að selja fyrirtækinu Fox ehf. lóðaréttindi að Austurvegi 12 og 14 á Hvolsvelli þar sem byggt var Lava-eldfjallasetrið, auk stofnkostnaðar og annarra réttinda tengdra þeim, var ógilt. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms varðandi lóð númer 12 en Skúli var sýknaður vegna lóðar 14. Bæði Sigmar og Skúli áfrýjuðu til Hæstaréttar sem ákvað að taka málið fyrir, og nú liggur niðurstaðan fyrir. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að Landsréttur hafi dæmt málið á röngum grundvelli. Samkvæmt skýru orðalagi í lögum um hlutafélög sé það forsenda þess að dómstóll geti breytt ákvörðun hluthafafundar að breytingar sé krafist af málsaðila. Segir í dómi Hæstaréttar að hvorugur aðila hafi á nokkru stigi meðferðar málsins krafist breytingar á ákvörðun hluthafafundarins með þeim hætti sem gert var í hinum áfrýjaða dómi. Niðurstaða Landsréttar hafi því verið í andstöðu við lög um hlutafélög og lög um meðferð einkamála. Málið hafi því verið dæmt á röngum grundvelli. Var málinu því vísað aftur til Landsréttar til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Dómsmál Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira