Sport

Conor nýtur lífsins á sæþotu eftir á­kvörðun helgarinnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Conor McGregor er hættur að berjast, ef marka má hans orð.
Conor McGregor er hættur að berjast, ef marka má hans orð. vísir/getty

Conor McGregor tilkynnti um helgina að hann væri hættur að berjast í UFC. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem hann tilkynnir slíkt því þetta er þriðja tilkynningin á síðustu fjórum árum en það virðist þó fara vel um Conor eftir tilkynninguna.

Þegar flestir aðdáendur Conors voru að rumska við sér eftir nætursvefninn á sunnudag beið þeirra tilkynning að Írinn væri hættur. Það eru þó ekki allir sem trúa því að hann sé hættur og að við munum sjá Írann aftur, eftir ekki svo langan tíma á nýjan leik í búrinu.

Conor virðist þó vera njóta lífsins eftir ákvörðunina. Hann sást leika sér á sæþotu (e. jet ski) fyrir utan strendur írska smábæjarins, Dun Laoghaire, þar sem hann virtist njóta lífsins.

Talið er að Conor hafi þénað um 100 milljónir dollara á sínum UFC ferli en hann sagði í viðtali við ESPN á dögunum að hann hafi misst áhugann og þetta væri bara endalaus bið eftir bardögum. Því hafi hann ákveðið að hætta.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×