Tugum milljóna veðjað á 1. umferð bikarsins Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2020 23:00 Leikur Álftaness og Fram var meðal þeirra sem veðjað var á um helgina en þar fóru Framarar með sigur af hólmi. VÍSIR/HAG Getspakir, og minna getspakir, fótboltaáhugamenn veðjuðu samtals fyrir að minnsta kosti um 20 milljónir króna á leiki í 1. umferð Mjólkurbikarsins í fótbolta. Veðmálasíðan Coolbet greinir frá því á Twitter að heildarvelta vegna bikarleikjanna í 1. umferð, þegar einum leik var ólokið, hafi verið 18.132.000 krónur. Þá eru ótaldar þær krónur sem veðjað hefur verið á leikina á öðrum erlendum veðmálasíðum á borð við Bwin og William Hill, og ljóst að minnsta kosti að um tugi milljóna er að ræða. Hjá Coolbet var mestu veðjað á leik Selfoss og Snæfells, þar sem í boði var bæði að veðja á úrslit sem og markafjölda í leiknum og úrslit með forgjöf. Tipparar græddu hins vegar samtals mest á leik Mídasar og KM. Mjólkurbikarinn 1.umferð Heildarvelta: 18.132.000 ISK Mest veðjað á: Selfoss - SnæfellMest veðjað á í beinni: Léttir - Reynir S.Við greiddum mest til baka á: Mídas - KMVið greiddum minnst til baka á: Dalvík/Reynir - KF pic.twitter.com/eROCMYwgCY— Coolbet Ísland (@CoolbetIsland) June 8, 2020 Kallað hefur verið eftir því að erlend veðmálafyrirtæki, sem hagnast á leikjum íslenskra liða án þess að króna skili sér í íslenska íþróttahagkerfið, fái að auglýsa á Íslandi. Ljóst er að fyrirtækin hafa mikinn áhuga á því en Jóhann Már Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Vals, sagði í Sportinu í dag í apríl að tvö veðmálafyrirtæki hefðu til að mynda viljað kaupa nafnið á heimavelli Vals fyrir nokkrum árum. Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, sagði við Vísi í síðasta mánuði að samtökin myndu fagna því að geta sótt styrki til erlendra veðmálafyrirtækja en minnti á að Íslensk getspá skilaði umtalsverðum fjármunum til íslenskra íþróttafélaga. „Þessi umræða hefur komið upp áður en það er regluverk á Íslandi sem tekur á þessum hlutum. Öll félög á Íslandi fá umtalsverða fjármuni frá Íslenskri getspá en ef þessi fyrirtæki mættu auglýsa myndi það bara fjölga þeim fyrirtækjum sem félög geta sótt sér styrki til. Þetta er í öllum nágrannalöndum, þar eru þessi fyrirtæki mjög áberandi styrkaraðilar íþróttafélaga,“ sagði Birgir. Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Fjárhættuspil Tengdar fréttir Búbót fyrir félögin ef áfengis- og veðmálaauglýsingar yrðu leyfðar á íþróttaviðburðum Möguleikum íslenskra íþróttafélaga til að sækja sér styrki myndi fjölga ef áfengis- og veðmálaauglýsingar yrðu heimilar á íslenskum íþróttaviðburðum. 1. maí 2020 10:57 Veðmálafyrirtæki vildu kaupa nafnið á Valsvellinum Þegar Valur var að leita að styrktaraðila til að kaupa nafnið á heimavelli félagsins bönkuðu tvö veðmálafyrirtæki upp á. Slíkum fyrirtækjum er óheimilt að auglýsa á íþróttaviðburðum á Íslandi. 28. apríl 2020 16:15 Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sjá meira
Getspakir, og minna getspakir, fótboltaáhugamenn veðjuðu samtals fyrir að minnsta kosti um 20 milljónir króna á leiki í 1. umferð Mjólkurbikarsins í fótbolta. Veðmálasíðan Coolbet greinir frá því á Twitter að heildarvelta vegna bikarleikjanna í 1. umferð, þegar einum leik var ólokið, hafi verið 18.132.000 krónur. Þá eru ótaldar þær krónur sem veðjað hefur verið á leikina á öðrum erlendum veðmálasíðum á borð við Bwin og William Hill, og ljóst að minnsta kosti að um tugi milljóna er að ræða. Hjá Coolbet var mestu veðjað á leik Selfoss og Snæfells, þar sem í boði var bæði að veðja á úrslit sem og markafjölda í leiknum og úrslit með forgjöf. Tipparar græddu hins vegar samtals mest á leik Mídasar og KM. Mjólkurbikarinn 1.umferð Heildarvelta: 18.132.000 ISK Mest veðjað á: Selfoss - SnæfellMest veðjað á í beinni: Léttir - Reynir S.Við greiddum mest til baka á: Mídas - KMVið greiddum minnst til baka á: Dalvík/Reynir - KF pic.twitter.com/eROCMYwgCY— Coolbet Ísland (@CoolbetIsland) June 8, 2020 Kallað hefur verið eftir því að erlend veðmálafyrirtæki, sem hagnast á leikjum íslenskra liða án þess að króna skili sér í íslenska íþróttahagkerfið, fái að auglýsa á Íslandi. Ljóst er að fyrirtækin hafa mikinn áhuga á því en Jóhann Már Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Vals, sagði í Sportinu í dag í apríl að tvö veðmálafyrirtæki hefðu til að mynda viljað kaupa nafnið á heimavelli Vals fyrir nokkrum árum. Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, sagði við Vísi í síðasta mánuði að samtökin myndu fagna því að geta sótt styrki til erlendra veðmálafyrirtækja en minnti á að Íslensk getspá skilaði umtalsverðum fjármunum til íslenskra íþróttafélaga. „Þessi umræða hefur komið upp áður en það er regluverk á Íslandi sem tekur á þessum hlutum. Öll félög á Íslandi fá umtalsverða fjármuni frá Íslenskri getspá en ef þessi fyrirtæki mættu auglýsa myndi það bara fjölga þeim fyrirtækjum sem félög geta sótt sér styrki til. Þetta er í öllum nágrannalöndum, þar eru þessi fyrirtæki mjög áberandi styrkaraðilar íþróttafélaga,“ sagði Birgir.
Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Fjárhættuspil Tengdar fréttir Búbót fyrir félögin ef áfengis- og veðmálaauglýsingar yrðu leyfðar á íþróttaviðburðum Möguleikum íslenskra íþróttafélaga til að sækja sér styrki myndi fjölga ef áfengis- og veðmálaauglýsingar yrðu heimilar á íslenskum íþróttaviðburðum. 1. maí 2020 10:57 Veðmálafyrirtæki vildu kaupa nafnið á Valsvellinum Þegar Valur var að leita að styrktaraðila til að kaupa nafnið á heimavelli félagsins bönkuðu tvö veðmálafyrirtæki upp á. Slíkum fyrirtækjum er óheimilt að auglýsa á íþróttaviðburðum á Íslandi. 28. apríl 2020 16:15 Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sjá meira
Búbót fyrir félögin ef áfengis- og veðmálaauglýsingar yrðu leyfðar á íþróttaviðburðum Möguleikum íslenskra íþróttafélaga til að sækja sér styrki myndi fjölga ef áfengis- og veðmálaauglýsingar yrðu heimilar á íslenskum íþróttaviðburðum. 1. maí 2020 10:57
Veðmálafyrirtæki vildu kaupa nafnið á Valsvellinum Þegar Valur var að leita að styrktaraðila til að kaupa nafnið á heimavelli félagsins bönkuðu tvö veðmálafyrirtæki upp á. Slíkum fyrirtækjum er óheimilt að auglýsa á íþróttaviðburðum á Íslandi. 28. apríl 2020 16:15