Eiganda 66°Norður dæmdar 172 milljónir í bætur af Hæstarétti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2020 18:34 Eiganda 66°Norður voru dæmdar 172 milljónir króna í máli sem rekja má aftur til ársins 2011. Vísir/66°norður Hæstiréttur hefur dæmt félagið Molden Enterprises Ltd. til að greiða 66North holding Lux S.Á.R.L. móðurfélagið 66°Norður 172 milljónir króna. Er það vegna kaupréttar fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins sem gerður var upp. Félagið Molden Enterprises er staðsett á Möltu en 66North holding Lux í Lúxemborg og er það eignarhaldsfélag sem á Sjóklæðagerðina hf., móðurfélag 66°Norður. Ágreining málsins má rekja til kaupsamnings sem gerður var 9. ágúst 2011 þegar SF II slhf. keypti 51% hlutafé í Sjóklæðagerðinni af Egus Inc. SF II varð síðar BH Holding og framseldi kröfur sínar og réttindi til 66North Holding en Egus varð að Molden Enterprises. Mbl.is greindi fyrst frá þessu. Sigurjón Sighvatsson var eigandi Egusar en hjónin Helgi Rúnar Óskarsson og Bjarney Harðardóttir eru eigendur 66°Norður. SF II var þá árið 2011 í eigu sjóða Stefnis, sem selt var Helga og Bjarney árið 2012. Þá seldi Sigurjón 49% hlut sem hann átti eftir til Helga og Bjarneyjar árið 2013. Í kaupsamningi við söluna árið 2011 var ákvæði í kaupsamningnum sem kvað á um að seljandinn skyldi ábyrgjast að kaupréttur fyrrverandi forstjóra félagsins væri fallinn úr gildi og að nefndur forstjóri ætti ekki kröfur á hendur félaginu. Með dómi hæstaréttar sem kveðinn var í september 2014 var komist að þeirri niðurstöðu að kauprétturinn hefði ekki verið fallinn úr gildi og að Sjóklæðagerðinni hf. skyldi gert að greiða í samræmi við það. Því var Sjóklæðagerðinni gert að greiða Halldóri Gunnari Eyjólfssyni, fyrrverandi forstjóra félagsins, 110 milljónir. Sjóklæðagerðin greiddi kröfu fyrrverandi forstjóra félagsins að fullu og höfðaði í kjölfarið mál á hendur félagsins sem þá bar nafnið Molden um endurgreiðslu á grundvelli ákvæðisins í kaupsamningnum um að seljandi skyldi ábyrgjast kauprétt fyrrverandi forstjóra félagsins. Málinu var vísað frá dómi í mars 2017 og var þar tekið fram að Sjóklæðagerðin hefði ekki verið aðili að kaupsamningnum þótt samningurinn hafi varðað hagsmuni félagsins. Í kjölfar þess höfðaði 66North Holding nýtt mál vegna kostnaðarins við uppgjör kaupréttarsamningsins sem fallið höfðu á félagið. Féllust dómstólar þá á greiðsluskyldu Molden gagnvart 66North Holdings. Dómsmál Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt félagið Molden Enterprises Ltd. til að greiða 66North holding Lux S.Á.R.L. móðurfélagið 66°Norður 172 milljónir króna. Er það vegna kaupréttar fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins sem gerður var upp. Félagið Molden Enterprises er staðsett á Möltu en 66North holding Lux í Lúxemborg og er það eignarhaldsfélag sem á Sjóklæðagerðina hf., móðurfélag 66°Norður. Ágreining málsins má rekja til kaupsamnings sem gerður var 9. ágúst 2011 þegar SF II slhf. keypti 51% hlutafé í Sjóklæðagerðinni af Egus Inc. SF II varð síðar BH Holding og framseldi kröfur sínar og réttindi til 66North Holding en Egus varð að Molden Enterprises. Mbl.is greindi fyrst frá þessu. Sigurjón Sighvatsson var eigandi Egusar en hjónin Helgi Rúnar Óskarsson og Bjarney Harðardóttir eru eigendur 66°Norður. SF II var þá árið 2011 í eigu sjóða Stefnis, sem selt var Helga og Bjarney árið 2012. Þá seldi Sigurjón 49% hlut sem hann átti eftir til Helga og Bjarneyjar árið 2013. Í kaupsamningi við söluna árið 2011 var ákvæði í kaupsamningnum sem kvað á um að seljandinn skyldi ábyrgjast að kaupréttur fyrrverandi forstjóra félagsins væri fallinn úr gildi og að nefndur forstjóri ætti ekki kröfur á hendur félaginu. Með dómi hæstaréttar sem kveðinn var í september 2014 var komist að þeirri niðurstöðu að kauprétturinn hefði ekki verið fallinn úr gildi og að Sjóklæðagerðinni hf. skyldi gert að greiða í samræmi við það. Því var Sjóklæðagerðinni gert að greiða Halldóri Gunnari Eyjólfssyni, fyrrverandi forstjóra félagsins, 110 milljónir. Sjóklæðagerðin greiddi kröfu fyrrverandi forstjóra félagsins að fullu og höfðaði í kjölfarið mál á hendur félagsins sem þá bar nafnið Molden um endurgreiðslu á grundvelli ákvæðisins í kaupsamningnum um að seljandi skyldi ábyrgjast kauprétt fyrrverandi forstjóra félagsins. Málinu var vísað frá dómi í mars 2017 og var þar tekið fram að Sjóklæðagerðin hefði ekki verið aðili að kaupsamningnum þótt samningurinn hafi varðað hagsmuni félagsins. Í kjölfar þess höfðaði 66North Holding nýtt mál vegna kostnaðarins við uppgjör kaupréttarsamningsins sem fallið höfðu á félagið. Féllust dómstólar þá á greiðsluskyldu Molden gagnvart 66North Holdings.
Dómsmál Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira