5 dagar í Pepsi Max: Sautján ár síðan KR vann titilinn eftir að hafa verið spáð honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2020 12:10 Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR, lyfti Íslandsbikarnum í fyrrahaust og byrjaði þetta tímabil á því að taka við bikarnum fyrir sigur í Meistarakeppni KSÍ. Vísir/Haraldur Guðjónsson Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 5 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. KR-ingar eiga að titil að verja í Pepsi Max deild karla í sumar eftir sannfærandi stórsigur sinn á Íslandsmótinu í fyrra. Það verður fróðlegt að sjá hvar fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn spá KR-liðinu á fundinum í vikunni því það gæti hreinlega skipt sköpum fyrir Vesturbæinga ef marka má síðustu ár. Það þarf nefnilega að fara heil sautján ára aftur í tímann til að finna Íslandsmeistaratitil hjá KR þar sem liðinu var spáð titlinum fyrir mót. Rúnar Kristinsson hefur stýrt KR-liðinu á tveimur tímabilum þar sem liðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum og í bæði skiptin var um titilvörn að verja. KR náði bara 4. sætinu sumarið 2012 en 3. sætinu sumarið 2014. KR-liðinu var einnig spáð Íslandsmeistaratitlinum sumarið 2010 en það endaði með að félagið skipti þjálfaranum Loga Ólafssyni út fyrir Rúnar Kristinsson á miðju sumri. KR endaði í 4. sæti í deildinni en komst í bikarúrslitaleikinn. KR náði síðan aðeins sjötta sætinu þegar KR-liðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum árið 2004. Willum Þór Þórsson þjálfaði þá KR-liðið og hafði þarna gert það að Íslandsmeisturum tvö ár í röð. Willum Þór er einmitt síðasti þjálfari KR sem stóðst pressuna og gerði KR að Íslandsmeisturum á tímabili þar sem liðinu var spáð titlinum. Það gerðist sumarið 2003. Aðrir sem hafa náð því eru Atli Eðvaldsson 1999 og Pétur Pétursson 2000. Enginn annar þjálfari KR hefur unnið titilinn á ári sem liðinu hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum. KR hefur alls verið fjórtán sinnum spáð titlinum og hefur endað mun oftar í fimmta sæti og neðar (5) en liðið hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn (3). Hér fyrir neðan má sjá öll tímabilin sem KR hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum. Íslandsmót þar sem KR hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum: 1991 - Endaði í 3. sæti 1993 - Endaði í 5. sæti 1994 - Endaði í 5. sæti 1995 - Endaði í 2. sæti 1996 - Endaði í 2. sæti 1997 - Endaði í 5. sæti 1999 - Íslandsmeistari 2000 - Íslandsmeistari 2001 - Endaði í 5. sæti 2003 - Íslandsmeistari 2004 - Endaði í 6. sæti 2010 - Endaði í 4. sæti 2012 - Endaði í 4. sæti 2014 - Endaði í 3. sætiSamantekt: Íslandsmeistari - 3 sinnum (21 prósent) Ekki Íslandsmeistaeri - 11 sinnum (79 prósent) Í 4. sæti eða neðar - 7 sinnum (50 prósent) Í 5. sæti eða neðar - 5 sinnum (36 prósent) Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... KR Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Í beinni: Fram - Haukar | Útlit fyrir blóðugt uppgjör Handbolti „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 5 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. KR-ingar eiga að titil að verja í Pepsi Max deild karla í sumar eftir sannfærandi stórsigur sinn á Íslandsmótinu í fyrra. Það verður fróðlegt að sjá hvar fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn spá KR-liðinu á fundinum í vikunni því það gæti hreinlega skipt sköpum fyrir Vesturbæinga ef marka má síðustu ár. Það þarf nefnilega að fara heil sautján ára aftur í tímann til að finna Íslandsmeistaratitil hjá KR þar sem liðinu var spáð titlinum fyrir mót. Rúnar Kristinsson hefur stýrt KR-liðinu á tveimur tímabilum þar sem liðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum og í bæði skiptin var um titilvörn að verja. KR náði bara 4. sætinu sumarið 2012 en 3. sætinu sumarið 2014. KR-liðinu var einnig spáð Íslandsmeistaratitlinum sumarið 2010 en það endaði með að félagið skipti þjálfaranum Loga Ólafssyni út fyrir Rúnar Kristinsson á miðju sumri. KR endaði í 4. sæti í deildinni en komst í bikarúrslitaleikinn. KR náði síðan aðeins sjötta sætinu þegar KR-liðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum árið 2004. Willum Þór Þórsson þjálfaði þá KR-liðið og hafði þarna gert það að Íslandsmeisturum tvö ár í röð. Willum Þór er einmitt síðasti þjálfari KR sem stóðst pressuna og gerði KR að Íslandsmeisturum á tímabili þar sem liðinu var spáð titlinum. Það gerðist sumarið 2003. Aðrir sem hafa náð því eru Atli Eðvaldsson 1999 og Pétur Pétursson 2000. Enginn annar þjálfari KR hefur unnið titilinn á ári sem liðinu hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum. KR hefur alls verið fjórtán sinnum spáð titlinum og hefur endað mun oftar í fimmta sæti og neðar (5) en liðið hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn (3). Hér fyrir neðan má sjá öll tímabilin sem KR hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum. Íslandsmót þar sem KR hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum: 1991 - Endaði í 3. sæti 1993 - Endaði í 5. sæti 1994 - Endaði í 5. sæti 1995 - Endaði í 2. sæti 1996 - Endaði í 2. sæti 1997 - Endaði í 5. sæti 1999 - Íslandsmeistari 2000 - Íslandsmeistari 2001 - Endaði í 5. sæti 2003 - Íslandsmeistari 2004 - Endaði í 6. sæti 2010 - Endaði í 4. sæti 2012 - Endaði í 4. sæti 2014 - Endaði í 3. sætiSamantekt: Íslandsmeistari - 3 sinnum (21 prósent) Ekki Íslandsmeistaeri - 11 sinnum (79 prósent) Í 4. sæti eða neðar - 7 sinnum (50 prósent) Í 5. sæti eða neðar - 5 sinnum (36 prósent)
Íslandsmót þar sem KR hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum: 1991 - Endaði í 3. sæti 1993 - Endaði í 5. sæti 1994 - Endaði í 5. sæti 1995 - Endaði í 2. sæti 1996 - Endaði í 2. sæti 1997 - Endaði í 5. sæti 1999 - Íslandsmeistari 2000 - Íslandsmeistari 2001 - Endaði í 5. sæti 2003 - Íslandsmeistari 2004 - Endaði í 6. sæti 2010 - Endaði í 4. sæti 2012 - Endaði í 4. sæti 2014 - Endaði í 3. sætiSamantekt: Íslandsmeistari - 3 sinnum (21 prósent) Ekki Íslandsmeistaeri - 11 sinnum (79 prósent) Í 4. sæti eða neðar - 7 sinnum (50 prósent) Í 5. sæti eða neðar - 5 sinnum (36 prósent)
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... KR Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Í beinni: Fram - Haukar | Útlit fyrir blóðugt uppgjör Handbolti „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira