Aron Elís skoraði og gaf stoðsendingu | Jón Dagur lagði einnig upp mark Anton Ingi Leifsson skrifar 7. júní 2020 16:54 Aron Elís og Jón Dagur lögðu báðir upp mark í dag. vísir/getty Íslendingarnir gerðu margir hverjir góða hluti í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar sem fór fram í dag en deildinni verður nú skipt upp í þrjá hluta; úrslitakeppni og svo tvo fallbaráttu-riðla. Aron Elís Þrándarson skoraði eitt og lagði upp annað er OB vann 3-1 sigur á Esbjerg. Hann lagði upp fyrsta markið á 23. mínútu og skoraði þriðja markið á 44. mínútu með laglegu skoti. OB endar í 9. sæti deildarkeppninnar og eru því á leið í fallriðlanna en þeir eru afar langt frá fallinu. Vinni þeir hins vegar riðil sinn, gætu þeir komist í umspil um Evrópusæti. Aron spilaði allan leikinn. 45 3-0Vi skylder en GIF fra Arons mål. Den kommer nu #stribetforlivet #obdk #obefb pic.twitter.com/gkepzdpzAI— Odense Boldklub LIVE (@OdenseBK_LIVE) June 7, 2020 Jón Dagur Þorsteinsson lagði upp fyrsta mark AGF er liðið vann 3-2 sigur á Álaborg en AGF endar í 3. sæti deildarkeppninnar. Jón Dagur spilaði fyrsta klukkutímann fyrir Árósar-liðið. Vi fører i Aalborg som 2. halvleg er ved at gå i gang KSDH! #aabagf #ksdh pic.twitter.com/gcPRuqv8iD— AGF (@AGFFodbold) June 7, 2020 Mikael Anderson spilaði síðasta stundarfjórðunginn er topplið Midtjylland vann 1-0 sigur á Nordsjælland á útivelli og hélt níu stiga forskoti á FCK sem vann Randers 2-1 á heimavelli. Hjörtur Hermannsson og félagar í Bröndby töpuðu 3-2 fyrir Horsens á útivelli. Bröndby endar í 4. sæti deildakeppninnar og fer því í úrslitakeppni sex efstu liðanna. Eggert Gunnþór Jónsson spilaði í 80 mínútur er SönderjyskE gerði 2-2 jafntefli við Silkeborg. SönderjyskE er með 27 stig í 11. sætinu og á enn tölfræðilegan möguleika á því að falla úr deildinni er farið er inn í riðlana tvo. Öll úrslit dagsins: AaB - AGF 2-3 FCK - Randers 2-1 Hobro - Lyngby 1-2 Horsens - Bröndby 3-2 Nordsjælland - Midtjylland 0-1 Odense - Esbjerg 3-1 SönderjyskE - Silkeborg 2-2 Danski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Íslendingarnir gerðu margir hverjir góða hluti í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar sem fór fram í dag en deildinni verður nú skipt upp í þrjá hluta; úrslitakeppni og svo tvo fallbaráttu-riðla. Aron Elís Þrándarson skoraði eitt og lagði upp annað er OB vann 3-1 sigur á Esbjerg. Hann lagði upp fyrsta markið á 23. mínútu og skoraði þriðja markið á 44. mínútu með laglegu skoti. OB endar í 9. sæti deildarkeppninnar og eru því á leið í fallriðlanna en þeir eru afar langt frá fallinu. Vinni þeir hins vegar riðil sinn, gætu þeir komist í umspil um Evrópusæti. Aron spilaði allan leikinn. 45 3-0Vi skylder en GIF fra Arons mål. Den kommer nu #stribetforlivet #obdk #obefb pic.twitter.com/gkepzdpzAI— Odense Boldklub LIVE (@OdenseBK_LIVE) June 7, 2020 Jón Dagur Þorsteinsson lagði upp fyrsta mark AGF er liðið vann 3-2 sigur á Álaborg en AGF endar í 3. sæti deildarkeppninnar. Jón Dagur spilaði fyrsta klukkutímann fyrir Árósar-liðið. Vi fører i Aalborg som 2. halvleg er ved at gå i gang KSDH! #aabagf #ksdh pic.twitter.com/gcPRuqv8iD— AGF (@AGFFodbold) June 7, 2020 Mikael Anderson spilaði síðasta stundarfjórðunginn er topplið Midtjylland vann 1-0 sigur á Nordsjælland á útivelli og hélt níu stiga forskoti á FCK sem vann Randers 2-1 á heimavelli. Hjörtur Hermannsson og félagar í Bröndby töpuðu 3-2 fyrir Horsens á útivelli. Bröndby endar í 4. sæti deildakeppninnar og fer því í úrslitakeppni sex efstu liðanna. Eggert Gunnþór Jónsson spilaði í 80 mínútur er SönderjyskE gerði 2-2 jafntefli við Silkeborg. SönderjyskE er með 27 stig í 11. sætinu og á enn tölfræðilegan möguleika á því að falla úr deildinni er farið er inn í riðlana tvo. Öll úrslit dagsins: AaB - AGF 2-3 FCK - Randers 2-1 Hobro - Lyngby 1-2 Horsens - Bröndby 3-2 Nordsjælland - Midtjylland 0-1 Odense - Esbjerg 3-1 SönderjyskE - Silkeborg 2-2
Danski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira