Vantreysta lögreglunni og óttast hana Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. júní 2020 13:38 Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur við Háskólann á Akureyri. Vísir/Vilhelm Doktor í afbrotafræði segir að svart fólk í Bandaríkjunum verði ekki eingöngu fyrir óhóflegri valdbeitingu af hendi lögreglunnar heldur teygi misréttið anga sína til réttarkerfisins. Rannsóknir sýni að svart fólk treystir ekki lögreglunni í Bandaríkjunum og óttast hana. Dr. Margrét Valdimarsdóttir, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, nam afbrotafræði við borgarháskólann í New York, þar sem hún dvaldi í fimm ár. Doktorsverkefni Margrétar fjallaði um samskipti lögreglu og borgara í Bandaríkjunum með áherslu á minnihlutahópa. Margrét segir að kynþáttahyggja í Bandaríkjunum hafi viðgengist í aldanna rás, mótmælin sem eigi sér stað í Bandaríkjunum nú þurfi að skoða í samhengi við lengri sögu. „Það að lögreglan í Bandaríkjunum verði einhverjum að bana, þetta er bara eitthvað sem gerist í Bandaríkjunum. Það hafa síðustu ár þúsund manns látist af hendi bandarísku lögreglunnar á ári hverju en þetta myndband, það er auðvitað erfitt að horfa á það,“ segir hún. Margrét vísar þarna til myndskeiðs sem náðist af því þegar hvítur lögreglumaður varð George Floyd, óvopnuðum blökkumanni, að bana með því að halda hné sínu á hálsi hans í nærri því níu mínútur vegna grunsemda um að Floyd hefði framvísað fölsuðum tuttugu dollara seðli. Lögreglumaðurinn og þrír félagar hans sem stóðu hjá hafa verið ákærðir fyrir morð. Raunveruleg mismunun sem á sér stað Samskipti lögreglunnar og svarts fólks í Bandaríkjunum hafa sögulega verið erfið, sérstaklega í hverfum þar sem mikil fátækt er til staðar, að sögn Margrétar. „Rannsóknir sýna það að svart fólk í Bandaríkjunum treystir ekki lögreglunni. Það óttast lögregluna og lögreglan í Bandaríkjunum upplifir meiri ógn af svörtu fólki heldur en hvítu og þetta gerir öll samskipti flókin og erfið,“ segir hún. Þetta verður til þess að þegar lögreglan stöðvar svart fólk er líklegra að hún grípi til einhvers konar valdbeitingar en þegar hvítur einstaklingur er stöðvaður. Þannig deyja hlutfallslega mun fleiri blökkumenn í samskiptum við lögreglu en hvítir. „Það er auðvitað sorglegt og það bendir allt til þess að það sé raunveruleg mismunun, ekki bara í aðgerðum lögreglu heldur í réttarkefinu öllu í Bandaríkjunum,“ segir Margrét. Frá mótmælum gegn lögregluofbeldi og misrétti í Washington-borg í gær. Talið er að mótmælin þar hafi verið þau fjölmennustu til þessa.Vísir/EPA Óljóst hver áhrifin verða Bent hafi verið á að tíðni afbrota á meðal blökkumanna í Bandaríkjunum sé hærri en á meðal hvítra og að það skýri hvers vegna lögreglan stöðvar þá frekar, handtekur og beitir frekar hörku. Margrét segir það rétt að einhverju leyti en skýri þó ekki að fullu mismunun sem á sér stað í löggæslu og réttarkerfinu. Spurð að því hvað hún telji að taki við í Bandaríkjunum nú segist Margrét ekki viss um hvort að dauði Floyd leiði til breytinga þrátt fyrir alla athyglina. Atvik af þessu tagi hafi verið svo mörg á undanförnum árum. Vísbendinar eru um að einstök mál eins og þetta hafi í einhverjum tilfellu leitt til breytinga til batnaðar hvað varðar mismunun og kynþáttafordóma. „Maður vonar það að þetta atvik muni leiða af sér allsherjar breytingar í löggæslu, í samskiptum lögreglu við minnihlutahópa og réttarkerfinu í heild,“ segir Margrét. Telur forsetann gera illt verra Mótmælaalda hefur gengið yfir Bandaríkin vegna dauða Floyd í tæpar tvær vikur og er talið að þau fjölmennustu hafi farið fram í Washington-borg í gær. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur brugðist hart við og hótaði á mánudag að beita hernum til að kveða mótmælin niður. Hann hefur ítrekað sagt ríkisstjórum að beita meiri hörku gegn mótmælendum. Margrét telur að forsetinn hafi ýtt undir erfiðleikana og mótmælin með því að ala á sundrung í stað þess að reyna að sameina þjóðina. „Það að tala um að bregðast við mótmælum af fullri hörku og hervæða lögregluna held ég að geti verið hættulegt og séu mistök. Af því að það gerir þetta allt miklu erfiðara,“ segir hún. Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Fjölmennustu mótmælin í Washington-borg til þessa Mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju héldu áfram í mörgum borgum Bandaríkjanna í gær. Þau eru sögð hafa farið að mestu friðsamlega fram. Í Washington-borg mótmælu um tíu þúsund manns í stærstu mótmælunum í borginni til þessa. 7. júní 2020 08:08 Búast við fjölmennum mótmælum í Washington Yfirvöld í Washington-borg búa sig undir fjölmenn mótmæli þar í dag á sama tíma og ákveðið hefur verið að afvopna þjóðvarðliða og senda hermenn heim frá borginni. Samstöðumótmæli vegna dauða óvopnaðs blökkumanns í haldi lögreglu fóru fram í Ástralíu og Asíu í dag. 6. júní 2020 11:33 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Doktor í afbrotafræði segir að svart fólk í Bandaríkjunum verði ekki eingöngu fyrir óhóflegri valdbeitingu af hendi lögreglunnar heldur teygi misréttið anga sína til réttarkerfisins. Rannsóknir sýni að svart fólk treystir ekki lögreglunni í Bandaríkjunum og óttast hana. Dr. Margrét Valdimarsdóttir, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, nam afbrotafræði við borgarháskólann í New York, þar sem hún dvaldi í fimm ár. Doktorsverkefni Margrétar fjallaði um samskipti lögreglu og borgara í Bandaríkjunum með áherslu á minnihlutahópa. Margrét segir að kynþáttahyggja í Bandaríkjunum hafi viðgengist í aldanna rás, mótmælin sem eigi sér stað í Bandaríkjunum nú þurfi að skoða í samhengi við lengri sögu. „Það að lögreglan í Bandaríkjunum verði einhverjum að bana, þetta er bara eitthvað sem gerist í Bandaríkjunum. Það hafa síðustu ár þúsund manns látist af hendi bandarísku lögreglunnar á ári hverju en þetta myndband, það er auðvitað erfitt að horfa á það,“ segir hún. Margrét vísar þarna til myndskeiðs sem náðist af því þegar hvítur lögreglumaður varð George Floyd, óvopnuðum blökkumanni, að bana með því að halda hné sínu á hálsi hans í nærri því níu mínútur vegna grunsemda um að Floyd hefði framvísað fölsuðum tuttugu dollara seðli. Lögreglumaðurinn og þrír félagar hans sem stóðu hjá hafa verið ákærðir fyrir morð. Raunveruleg mismunun sem á sér stað Samskipti lögreglunnar og svarts fólks í Bandaríkjunum hafa sögulega verið erfið, sérstaklega í hverfum þar sem mikil fátækt er til staðar, að sögn Margrétar. „Rannsóknir sýna það að svart fólk í Bandaríkjunum treystir ekki lögreglunni. Það óttast lögregluna og lögreglan í Bandaríkjunum upplifir meiri ógn af svörtu fólki heldur en hvítu og þetta gerir öll samskipti flókin og erfið,“ segir hún. Þetta verður til þess að þegar lögreglan stöðvar svart fólk er líklegra að hún grípi til einhvers konar valdbeitingar en þegar hvítur einstaklingur er stöðvaður. Þannig deyja hlutfallslega mun fleiri blökkumenn í samskiptum við lögreglu en hvítir. „Það er auðvitað sorglegt og það bendir allt til þess að það sé raunveruleg mismunun, ekki bara í aðgerðum lögreglu heldur í réttarkefinu öllu í Bandaríkjunum,“ segir Margrét. Frá mótmælum gegn lögregluofbeldi og misrétti í Washington-borg í gær. Talið er að mótmælin þar hafi verið þau fjölmennustu til þessa.Vísir/EPA Óljóst hver áhrifin verða Bent hafi verið á að tíðni afbrota á meðal blökkumanna í Bandaríkjunum sé hærri en á meðal hvítra og að það skýri hvers vegna lögreglan stöðvar þá frekar, handtekur og beitir frekar hörku. Margrét segir það rétt að einhverju leyti en skýri þó ekki að fullu mismunun sem á sér stað í löggæslu og réttarkerfinu. Spurð að því hvað hún telji að taki við í Bandaríkjunum nú segist Margrét ekki viss um hvort að dauði Floyd leiði til breytinga þrátt fyrir alla athyglina. Atvik af þessu tagi hafi verið svo mörg á undanförnum árum. Vísbendinar eru um að einstök mál eins og þetta hafi í einhverjum tilfellu leitt til breytinga til batnaðar hvað varðar mismunun og kynþáttafordóma. „Maður vonar það að þetta atvik muni leiða af sér allsherjar breytingar í löggæslu, í samskiptum lögreglu við minnihlutahópa og réttarkerfinu í heild,“ segir Margrét. Telur forsetann gera illt verra Mótmælaalda hefur gengið yfir Bandaríkin vegna dauða Floyd í tæpar tvær vikur og er talið að þau fjölmennustu hafi farið fram í Washington-borg í gær. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur brugðist hart við og hótaði á mánudag að beita hernum til að kveða mótmælin niður. Hann hefur ítrekað sagt ríkisstjórum að beita meiri hörku gegn mótmælendum. Margrét telur að forsetinn hafi ýtt undir erfiðleikana og mótmælin með því að ala á sundrung í stað þess að reyna að sameina þjóðina. „Það að tala um að bregðast við mótmælum af fullri hörku og hervæða lögregluna held ég að geti verið hættulegt og séu mistök. Af því að það gerir þetta allt miklu erfiðara,“ segir hún.
Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Fjölmennustu mótmælin í Washington-borg til þessa Mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju héldu áfram í mörgum borgum Bandaríkjanna í gær. Þau eru sögð hafa farið að mestu friðsamlega fram. Í Washington-borg mótmælu um tíu þúsund manns í stærstu mótmælunum í borginni til þessa. 7. júní 2020 08:08 Búast við fjölmennum mótmælum í Washington Yfirvöld í Washington-borg búa sig undir fjölmenn mótmæli þar í dag á sama tíma og ákveðið hefur verið að afvopna þjóðvarðliða og senda hermenn heim frá borginni. Samstöðumótmæli vegna dauða óvopnaðs blökkumanns í haldi lögreglu fóru fram í Ástralíu og Asíu í dag. 6. júní 2020 11:33 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Fjölmennustu mótmælin í Washington-borg til þessa Mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju héldu áfram í mörgum borgum Bandaríkjanna í gær. Þau eru sögð hafa farið að mestu friðsamlega fram. Í Washington-borg mótmælu um tíu þúsund manns í stærstu mótmælunum í borginni til þessa. 7. júní 2020 08:08
Búast við fjölmennum mótmælum í Washington Yfirvöld í Washington-borg búa sig undir fjölmenn mótmæli þar í dag á sama tíma og ákveðið hefur verið að afvopna þjóðvarðliða og senda hermenn heim frá borginni. Samstöðumótmæli vegna dauða óvopnaðs blökkumanns í haldi lögreglu fóru fram í Ástralíu og Asíu í dag. 6. júní 2020 11:33