Hætta að birta heildartölur um látna og smitaða í Brasilíu Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2020 09:43 Starfsmenn kirkjugarðs í Ríó de Janeiro í hlífðarbúningi grafa kistu manns sem lést úr kórónuveirunni. Fjöldi látinna í faraldrinum er talinn í tugum þúsunda í Brasilíu. AP/Leo Correa Brasilísk stjórnvöld eru nú sökuð um að reyna að fela raunverulegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins eftir að þau ákváðu að hætta að birta heildartölur yfir fjölda látinna og smitaðra. Opinber vefsíða með upplýsingunum var tekin niður á föstudag. Síðustu tölur sem lágu fyrir bentu til þess að 34.000 hefðu látist í faraldrinum og að dauðsföll í landinu væru þau þriðju flestu í heiminum. Næstflest smit hafa jafnframt greinst í Brasilíu, rúmlega 640.000 staðfest tilfelli. Sérfræðingar hafa þó lengi deilt á opinberar tölur sem þeir telja ónákvæmar. Í sumum tilfellum telja þeir að átt hafi verið við tölurnar. Ómögulegt sé því að fá raunsanna mynd af alvarleika faraldursins í Brasilíu. Líklegt er að mun fleiri hafi smitast en opinberar tölur segja til um vegna þess hversu lítil skimun hefur átt sér stað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Heilbrigðisráðuneytið fjarlægði á föstudag vefsíðu þar sem haldið var utan um heildarfjölda yfir smit og dauðsföll í öllum ríkjum Brasilíu eftir dögum, vikum og mánuðum. Þegar síðan fór aftur í loftið í gær var aðeins hægt að finna sólarhringstölur á síðunni, ekki uppsafnaðan fjölda frá upphafi faraldursins, að sögn AP-fréttastofunnar. Jair Bolsonaro, forseti, tísti í gær að heildartölurnar gæfu ekki „rétta mynd“ af ástandinu í landinu. Bandamenn forsetans halda því fram að tölurnar sem ríkin hafa gefið upp hafi í einhverjum tilfellum verið ýktar og að alríkisstjórnin ætlaði að endurskoða þær. Heilbrigðisráðherrar ríkjanna segjast ætla að berjast gegn breytingum alríkisstjórnarinnar á bókhaldinu. Bolsonaro hefur grafið undan aðgerðum til að berjast gegn faraldrinum og gert lítið úr alvarleika hans. Þá hótaði forsetinn í síðustu viku að feta í fótspor Donalds Trump Bandaríkjaforseta og segja upp aðild Brasilíu að Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Brasilía nú í þriðja sæti yfir fjölda dauðsfalla Tæplega 1.500 manns létust síðasta sólarhringinn í Brasilíu og staðfestum smitum fjölgaði um rúmlega 30 þúsund. 5. júní 2020 08:00 Fleiri en 300.000 smitaðir í Rússlandi og aldrei fleiri dauðsföll í Brasilíu Fjöldi smitaðra af nýju afbrigði kórónuveiru fór yfir 300.000 í Rússlandi í dag. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir ástandið þó að verða stöðugt þar. Í Brasilíu létust fleiri í gær en hafa áður gert á einum degi frá því að faraldurinn hóf innreið sína þar. 20. maí 2020 11:16 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira
Brasilísk stjórnvöld eru nú sökuð um að reyna að fela raunverulegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins eftir að þau ákváðu að hætta að birta heildartölur yfir fjölda látinna og smitaðra. Opinber vefsíða með upplýsingunum var tekin niður á föstudag. Síðustu tölur sem lágu fyrir bentu til þess að 34.000 hefðu látist í faraldrinum og að dauðsföll í landinu væru þau þriðju flestu í heiminum. Næstflest smit hafa jafnframt greinst í Brasilíu, rúmlega 640.000 staðfest tilfelli. Sérfræðingar hafa þó lengi deilt á opinberar tölur sem þeir telja ónákvæmar. Í sumum tilfellum telja þeir að átt hafi verið við tölurnar. Ómögulegt sé því að fá raunsanna mynd af alvarleika faraldursins í Brasilíu. Líklegt er að mun fleiri hafi smitast en opinberar tölur segja til um vegna þess hversu lítil skimun hefur átt sér stað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Heilbrigðisráðuneytið fjarlægði á föstudag vefsíðu þar sem haldið var utan um heildarfjölda yfir smit og dauðsföll í öllum ríkjum Brasilíu eftir dögum, vikum og mánuðum. Þegar síðan fór aftur í loftið í gær var aðeins hægt að finna sólarhringstölur á síðunni, ekki uppsafnaðan fjölda frá upphafi faraldursins, að sögn AP-fréttastofunnar. Jair Bolsonaro, forseti, tísti í gær að heildartölurnar gæfu ekki „rétta mynd“ af ástandinu í landinu. Bandamenn forsetans halda því fram að tölurnar sem ríkin hafa gefið upp hafi í einhverjum tilfellum verið ýktar og að alríkisstjórnin ætlaði að endurskoða þær. Heilbrigðisráðherrar ríkjanna segjast ætla að berjast gegn breytingum alríkisstjórnarinnar á bókhaldinu. Bolsonaro hefur grafið undan aðgerðum til að berjast gegn faraldrinum og gert lítið úr alvarleika hans. Þá hótaði forsetinn í síðustu viku að feta í fótspor Donalds Trump Bandaríkjaforseta og segja upp aðild Brasilíu að Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Brasilía nú í þriðja sæti yfir fjölda dauðsfalla Tæplega 1.500 manns létust síðasta sólarhringinn í Brasilíu og staðfestum smitum fjölgaði um rúmlega 30 þúsund. 5. júní 2020 08:00 Fleiri en 300.000 smitaðir í Rússlandi og aldrei fleiri dauðsföll í Brasilíu Fjöldi smitaðra af nýju afbrigði kórónuveiru fór yfir 300.000 í Rússlandi í dag. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir ástandið þó að verða stöðugt þar. Í Brasilíu létust fleiri í gær en hafa áður gert á einum degi frá því að faraldurinn hóf innreið sína þar. 20. maí 2020 11:16 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira
Brasilía nú í þriðja sæti yfir fjölda dauðsfalla Tæplega 1.500 manns létust síðasta sólarhringinn í Brasilíu og staðfestum smitum fjölgaði um rúmlega 30 þúsund. 5. júní 2020 08:00
Fleiri en 300.000 smitaðir í Rússlandi og aldrei fleiri dauðsföll í Brasilíu Fjöldi smitaðra af nýju afbrigði kórónuveiru fór yfir 300.000 í Rússlandi í dag. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir ástandið þó að verða stöðugt þar. Í Brasilíu létust fleiri í gær en hafa áður gert á einum degi frá því að faraldurinn hóf innreið sína þar. 20. maí 2020 11:16