Hervald til heimabrúks í vestrænu lýðræðisríki Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 5. júní 2020 15:00 Í upphafi vikunnar hótaði Bandaríkjaforseti að beita her landsins til að bæla niður mótmælin sem hafa brutist út víðsvegar um landið gegn rasisma og lögregluofbeldi eftir að lögregluþjónn varð blökkumanninum George Floyd að bana í Minneapolis í síðustu viku. Það er alvanalegt að einræðisherrar hóti að beita mótmælendur heima fyrir hervaldi, í ríkjum þar sem hvers kyns andóf gegn ríkjandi stjórnvöldum er barið niður af mikilli hörku. Að forseti lýðræðisríkis, og það Bandaríkjanna, leiðtogaríkis hins vestræna heims, hóti slíku eru hins vegar stórtíðindi og mikið áhyggjuefni fyrir framtíð lýðræðislegra gilda á heimsvísu. Löggjöfin sem Trump hótar að beita er frá árinu 1807. Á síðastliðnum 50 árum hefur henni tvisvar verið beitt, síðast fyrir 28 árum, og í báðum tilvikum að beiðni ríkisstjóra sem töldu sig ekki ráða við aðstæður í heimaríkjum sínum. Í hvorugu tilfelli var um að ræða að mestu friðsöm mótmæli heldur miklu alvarlegri óeirðir, átök og/eða gripdeildir og eignaspjöll. Þegar herinn er kominn í spilið er enginn greinarmunur gerður á friðsömum og ófriðsömum mótmælendum. Markmið hersins verður að brjóta á bak mótmælin með öllum ráðum. Þess vegna er umræddu úrræði svona sjaldan beitt og þess vegna er stór hluti almennings í Bandaríkjunum með miklar áhyggjur af því að þessi stefna Trumps raungerist. Að beita hervaldi mundi enn fremur fyrirgera öllu því trausti sem þó hefur verið byggt upp milli lögregluyfirvalda og minnihlutahópa í Bandaríkjunum síðastliðna áratugi, auka enn á sundrungu meðal bandarísku þjóðarinnar og rýra traust almennings og allrar heimsbyggðarinnar á lýðræði, frelsi og grundvallarmannréttindum í Bandaríkjunum. Afleiðingar þessa gætu orðið afdrifaríkar fyrir öll ríki sem aðhyllast og berjast fyrir lýðræðislegum gildum, þar á meðal okkar eigið. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilborg Ása Guðjónsdóttir Dauði George Floyd Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Sjá meira
Í upphafi vikunnar hótaði Bandaríkjaforseti að beita her landsins til að bæla niður mótmælin sem hafa brutist út víðsvegar um landið gegn rasisma og lögregluofbeldi eftir að lögregluþjónn varð blökkumanninum George Floyd að bana í Minneapolis í síðustu viku. Það er alvanalegt að einræðisherrar hóti að beita mótmælendur heima fyrir hervaldi, í ríkjum þar sem hvers kyns andóf gegn ríkjandi stjórnvöldum er barið niður af mikilli hörku. Að forseti lýðræðisríkis, og það Bandaríkjanna, leiðtogaríkis hins vestræna heims, hóti slíku eru hins vegar stórtíðindi og mikið áhyggjuefni fyrir framtíð lýðræðislegra gilda á heimsvísu. Löggjöfin sem Trump hótar að beita er frá árinu 1807. Á síðastliðnum 50 árum hefur henni tvisvar verið beitt, síðast fyrir 28 árum, og í báðum tilvikum að beiðni ríkisstjóra sem töldu sig ekki ráða við aðstæður í heimaríkjum sínum. Í hvorugu tilfelli var um að ræða að mestu friðsöm mótmæli heldur miklu alvarlegri óeirðir, átök og/eða gripdeildir og eignaspjöll. Þegar herinn er kominn í spilið er enginn greinarmunur gerður á friðsömum og ófriðsömum mótmælendum. Markmið hersins verður að brjóta á bak mótmælin með öllum ráðum. Þess vegna er umræddu úrræði svona sjaldan beitt og þess vegna er stór hluti almennings í Bandaríkjunum með miklar áhyggjur af því að þessi stefna Trumps raungerist. Að beita hervaldi mundi enn fremur fyrirgera öllu því trausti sem þó hefur verið byggt upp milli lögregluyfirvalda og minnihlutahópa í Bandaríkjunum síðastliðna áratugi, auka enn á sundrungu meðal bandarísku þjóðarinnar og rýra traust almennings og allrar heimsbyggðarinnar á lýðræði, frelsi og grundvallarmannréttindum í Bandaríkjunum. Afleiðingar þessa gætu orðið afdrifaríkar fyrir öll ríki sem aðhyllast og berjast fyrir lýðræðislegum gildum, þar á meðal okkar eigið. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun