Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2020 09:13 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Patrick Semansky Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. Bréfið er skrifað af John Dowd, fyrrverandi lögmanni Trump, og virðist hafa verið sent Jim Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem gagnrýnt hefur forsetann á undanförnum dögum. Mattis gagnrýndi Trump sérstaklega fyrir að hóta því að siga hernum á mótmælendur í Bandaríkjunum og fyrir það að láta reka friðsama mótmælendur frá Lafayettetorgi við Hvíta húsið svo hann gæti haldið myndatöku þar. Mattis sagði Trump vera vísvitandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. „Donald Trump er fyrsti forsetinn í minni lífstíð sem reynir ekki að sameina bandarísku þjóðina, þykist ekki einu sinni reyna það. Í staðinn reynir hann að sundra okkur. Við erum að verða vitni að afleiðingum þriggja ára þessara meðvituðu tilrauna. Við erum að verða vitni að afleiðingum þriggja ára án þroskaðrar forystu,“ skrifaði Mattis í yfirlýsingu. Mattis sagði af sér sem varnarmálaráðherra í desember 2018 í mótmælaskyni, eftir að Trump ætlaði að draga herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi og yfirgefa sýrlenska Kúrda, bandamenn þeirra gegn Íslamska ríkinu. Þrátt fyrir að Mattis hafi hætt, hefur Trump ítrekað haldið því fram á undanförnum dögum að hann hafi rekið hershöfðingjann. Sjá einnig: Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni Í bréfi Dowd gagnrýnir hann Mattis, sem er fyrrverandi herforingi í Landgönguliði Bandaríkjanna, fyrir að láta ömurlega stjórnmálamenn nota sig og orðspor hans, sem hann hafi unnið sér inn með blóði og innyflum ungra landgönguliða. Hann segir að mótmælendurnir á Lafayettetorgi hafi ekki verið friðsamir mótmælendur. Þeir séu hryðjuverkamenn sem noti haturfsulla og aðgerðarlausa nemendur til að brenna og eyðileggja. Þá hafi þeir verið að vanvirða og veitast að lögregluþjónum þegar þeir voru að undirbúa útgöngubann. Um 30 mínútur voru í að útgöngubann tæki gildi þegar mótmælendurnir voru reknir á brott. Dowd vísar einnig til þess að George Bush eldri, hafi boðað út herinn vegna óeirðanna í Los Angeles í kjölfar Rodney King réttarhaldanna. Hann segir Trump eiga við óeirðir í fjölda borga og að „snjókorna ríkisstjórar og borgarstjórar pissi á sig“ af ótta við að beita afli gegn mótmælendum. Fjölmargir úr báðum stjórnmálaflokkum Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump vegna myndatökunnar og ummæla hans um herinn. Í umfjöllun Politico segir að nokkrir mótmælendur frá Lafayettetorgi hafi höfðað mál gegn Trump og sakað hann um að brjóta á stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til að mótmæla friðsamlega. Bandaríkin Dauði George Floyd Donald Trump Tengdar fréttir Bætist í hóp herforingja sem gagnrýna Trump Nú bætist í hóp þeirra herforingja sem gagnrýna Bandaríkjaforseta en hótanir hans um að beita hernum gegn mótmælendum hafa vakið afar hörð viðbrögð, ekki hvað síst innan úr röðum hersins. 5. júní 2020 07:08 George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45 Obama kallaði eftir breytingum hjá lögreglunni Mótmælendur lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju fengu stuðning frá Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í myndbandsávarpi í gær. Obama sagði að breytinga væri þörf hjá lögregluliði landsins og að endurskoða þyrfti stefnu um hvernig hún beitir valdi sínu. 4. júní 2020 12:37 Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. Bréfið er skrifað af John Dowd, fyrrverandi lögmanni Trump, og virðist hafa verið sent Jim Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem gagnrýnt hefur forsetann á undanförnum dögum. Mattis gagnrýndi Trump sérstaklega fyrir að hóta því að siga hernum á mótmælendur í Bandaríkjunum og fyrir það að láta reka friðsama mótmælendur frá Lafayettetorgi við Hvíta húsið svo hann gæti haldið myndatöku þar. Mattis sagði Trump vera vísvitandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. „Donald Trump er fyrsti forsetinn í minni lífstíð sem reynir ekki að sameina bandarísku þjóðina, þykist ekki einu sinni reyna það. Í staðinn reynir hann að sundra okkur. Við erum að verða vitni að afleiðingum þriggja ára þessara meðvituðu tilrauna. Við erum að verða vitni að afleiðingum þriggja ára án þroskaðrar forystu,“ skrifaði Mattis í yfirlýsingu. Mattis sagði af sér sem varnarmálaráðherra í desember 2018 í mótmælaskyni, eftir að Trump ætlaði að draga herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi og yfirgefa sýrlenska Kúrda, bandamenn þeirra gegn Íslamska ríkinu. Þrátt fyrir að Mattis hafi hætt, hefur Trump ítrekað haldið því fram á undanförnum dögum að hann hafi rekið hershöfðingjann. Sjá einnig: Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni Í bréfi Dowd gagnrýnir hann Mattis, sem er fyrrverandi herforingi í Landgönguliði Bandaríkjanna, fyrir að láta ömurlega stjórnmálamenn nota sig og orðspor hans, sem hann hafi unnið sér inn með blóði og innyflum ungra landgönguliða. Hann segir að mótmælendurnir á Lafayettetorgi hafi ekki verið friðsamir mótmælendur. Þeir séu hryðjuverkamenn sem noti haturfsulla og aðgerðarlausa nemendur til að brenna og eyðileggja. Þá hafi þeir verið að vanvirða og veitast að lögregluþjónum þegar þeir voru að undirbúa útgöngubann. Um 30 mínútur voru í að útgöngubann tæki gildi þegar mótmælendurnir voru reknir á brott. Dowd vísar einnig til þess að George Bush eldri, hafi boðað út herinn vegna óeirðanna í Los Angeles í kjölfar Rodney King réttarhaldanna. Hann segir Trump eiga við óeirðir í fjölda borga og að „snjókorna ríkisstjórar og borgarstjórar pissi á sig“ af ótta við að beita afli gegn mótmælendum. Fjölmargir úr báðum stjórnmálaflokkum Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump vegna myndatökunnar og ummæla hans um herinn. Í umfjöllun Politico segir að nokkrir mótmælendur frá Lafayettetorgi hafi höfðað mál gegn Trump og sakað hann um að brjóta á stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til að mótmæla friðsamlega.
Bandaríkin Dauði George Floyd Donald Trump Tengdar fréttir Bætist í hóp herforingja sem gagnrýna Trump Nú bætist í hóp þeirra herforingja sem gagnrýna Bandaríkjaforseta en hótanir hans um að beita hernum gegn mótmælendum hafa vakið afar hörð viðbrögð, ekki hvað síst innan úr röðum hersins. 5. júní 2020 07:08 George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45 Obama kallaði eftir breytingum hjá lögreglunni Mótmælendur lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju fengu stuðning frá Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í myndbandsávarpi í gær. Obama sagði að breytinga væri þörf hjá lögregluliði landsins og að endurskoða þyrfti stefnu um hvernig hún beitir valdi sínu. 4. júní 2020 12:37 Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Bætist í hóp herforingja sem gagnrýna Trump Nú bætist í hóp þeirra herforingja sem gagnrýna Bandaríkjaforseta en hótanir hans um að beita hernum gegn mótmælendum hafa vakið afar hörð viðbrögð, ekki hvað síst innan úr röðum hersins. 5. júní 2020 07:08
George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45
Obama kallaði eftir breytingum hjá lögreglunni Mótmælendur lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju fengu stuðning frá Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í myndbandsávarpi í gær. Obama sagði að breytinga væri þörf hjá lögregluliði landsins og að endurskoða þyrfti stefnu um hvernig hún beitir valdi sínu. 4. júní 2020 12:37
Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58