Helgi Björns segir að í laxveiði beri sig allir vel Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. júní 2020 20:30 Helgi Björnsson söngvari og Vilborg Halldórsdóttir leikkona opnuðu Norðurá í Borgarfirði klukkan átta í morgun. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Helgi Björnsson söngvari og Vilborg Halldórsdóttir leikkona opnuðu Norðurá í Borgarfirði klukkan átta í morgun. Fyrsti laxinn kom á land um klukkan 10 og segir Helgi að í laxveiði beri sig allir vel, eins og segir í lagatextanum. „Norðurá opnaði klukkan átta í morgun og var það leikkonan Vilborg Halldórsdóttir sem tók fyrsta laxinn um klukkan tíu. Baráttan tók um 25 mínútur og leiddi veiðimannin um 300 metra niður í ána.“ Laxinn var 74 sentimetra hrygna veidd á rauðan Elliða. Þú fékkst maríulaxinn þinn í morgun, hvernig var tilfinningin? „Hún var náttúrulega bara geggjuð og það sem mér fannst skemmtilegast var að hlaupa á eftir honum og gaman að vaða í þessari á,“ sagði Vilborg Halldórsdóttir, leikkona. Norðurá í Borgarfirði var opnuð klukkan átta í morgun.ARNAR HALLDÓRS Veiðisumarið í fyrra var vægast sagt slæmt enda þurrt í ám að sögn rekstraraðila Norðurár. „Nú spá fiskifræðingar fínu sumri og við erum bjartsýn. Ég held að þetta sumar fari í 2000 laxa plús,“ sagði Einar Sigfússon, rekstraraðili Norðurár. Helgi er að eigin sögn ekki mikill veiðimaður en á von á að eftir daginn kvikni áhuginn. „Ég er ekki forfallinn ennþá en það er stutt í það sýnist mér. Nú fékk ég svo mikinn kipp því ég er búinn að setja í tvo góða laxa segir Einar,“ sagði Helgi Björnsson, söngvari. Þrátt fyrir litla veiðireynslu þá er hann með veiðisöngvana á hreinu. Rekstraraðili Norðurár er bjartsýnn og heldur að sumarið fari í tvö þúsund laxa.ARNAR HALLDÓRS Hann segir að það beri sig allir vel í laxveiði. Nú átt þú eitt vinsælasta lag landsins „Það bera sig allir vel“. Hvernig ber fólk sig í laxveiði? „Það er ekki annað hægt en að bera sig vel hér. Sérstaklega í þessu fallega umhverfi. Hér hefur verið sól og blíða og gestgjafarnir framúrskarandi þannig hér líður öllum vel og þá bera sig allir vel,“ sagði Helgi. Borgarbyggð Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Helgi Björnsson söngvari og Vilborg Halldórsdóttir leikkona opnuðu Norðurá í Borgarfirði klukkan átta í morgun. Fyrsti laxinn kom á land um klukkan 10 og segir Helgi að í laxveiði beri sig allir vel, eins og segir í lagatextanum. „Norðurá opnaði klukkan átta í morgun og var það leikkonan Vilborg Halldórsdóttir sem tók fyrsta laxinn um klukkan tíu. Baráttan tók um 25 mínútur og leiddi veiðimannin um 300 metra niður í ána.“ Laxinn var 74 sentimetra hrygna veidd á rauðan Elliða. Þú fékkst maríulaxinn þinn í morgun, hvernig var tilfinningin? „Hún var náttúrulega bara geggjuð og það sem mér fannst skemmtilegast var að hlaupa á eftir honum og gaman að vaða í þessari á,“ sagði Vilborg Halldórsdóttir, leikkona. Norðurá í Borgarfirði var opnuð klukkan átta í morgun.ARNAR HALLDÓRS Veiðisumarið í fyrra var vægast sagt slæmt enda þurrt í ám að sögn rekstraraðila Norðurár. „Nú spá fiskifræðingar fínu sumri og við erum bjartsýn. Ég held að þetta sumar fari í 2000 laxa plús,“ sagði Einar Sigfússon, rekstraraðili Norðurár. Helgi er að eigin sögn ekki mikill veiðimaður en á von á að eftir daginn kvikni áhuginn. „Ég er ekki forfallinn ennþá en það er stutt í það sýnist mér. Nú fékk ég svo mikinn kipp því ég er búinn að setja í tvo góða laxa segir Einar,“ sagði Helgi Björnsson, söngvari. Þrátt fyrir litla veiðireynslu þá er hann með veiðisöngvana á hreinu. Rekstraraðili Norðurár er bjartsýnn og heldur að sumarið fari í tvö þúsund laxa.ARNAR HALLDÓRS Hann segir að það beri sig allir vel í laxveiði. Nú átt þú eitt vinsælasta lag landsins „Það bera sig allir vel“. Hvernig ber fólk sig í laxveiði? „Það er ekki annað hægt en að bera sig vel hér. Sérstaklega í þessu fallega umhverfi. Hér hefur verið sól og blíða og gestgjafarnir framúrskarandi þannig hér líður öllum vel og þá bera sig allir vel,“ sagði Helgi.
Borgarbyggð Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira