Gjaldþrot blasir við fjölda ferðaskrifstofa Heimir Már Pétursson skrifar 4. júní 2020 13:36 Eigendur ferðaskrifstofa sjá ekki enn ljós fyrir enda ganganna í rekstri sínum og hætt við að mikill fjöldi þeirra verði gjaldþrota að óbreyttu. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fjölda ferðaskrifstofa fara á hausinn að óbreyttu þar sem þær ráði ekki við endurgreiðslur til viðskiptavina samhliða algjöru tekjuhruni. Frumvarp ferðamálaráðherra um greiðslur með inneignum er dautt á Alþingi. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Evrópuþingið hafa úrskurðað að ferðaskrifstofum sé óheimilt að endurgreiða viðskiptavinum sínum greiðslur fyrir ferðir sem ekki voru farnar vegna kórónuveirufaraldursins með inneignarnótum. Réttur viðskiptavina til endurgreiðslu sé skýr. Þetta var einmitt leiðin sem íslensk stjórnvöld hugðust fara í frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur ferðamálaráðherra. Frumvarpið mætti strax mikilli andstöðu fjölmargra aðila eins og Neytendasamtakanna og ljóst að það hafði heldur ekki pólitískan stuðning og hefur umræðum um það verið hætt á Alþingi. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir enga lausn í sjónmáli vegna rekstrarvanda ferðaskrifstofaVísir/Vilhelm Jóhannes Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir ferðaskrifstofur hafa búið við mikla óvissu undanfarnar vikur. Þær eigi fjármuni inni hjá hótelum og öðrum viðskiptaaðilum sem ekki hafi fengist endurgreiddir og sjálfar orðið fyrir algeru tekjuhruni. „Það þýðir að þær hrekjast þá alltaf lengra í áttina að gjaldþroti eða rekstrarstöðvun. Við náttúrlega vonumst til að það finnist á þessu einhver lausn. En hún er kannski ekki í sjónmáli eins og stendur,“ segir Jóhannes. Rúmlega þrjúhundruð ferðaskrifstofur eru í landinu sem selja bæði ferðir hingað til lands og til annarra landa. Jóhannes segir margar þeirra ekki eiga neinna kosta völ vegna gífurlegs lausafjárvanda. Þær eigi ekki öfluga bakhjarla til að koma inn með nýtt hlutafé og stefni því að óbreyttu í gjaldþrot. „Það kemur neytendum ekki sérstaklega til góða vegna þess að þá tekur tryggingakerfi ferðaskrifstofanna við. Það er að lang mestu leyti í lagi . En það þýðir hins vegar að fólk þarf að bíða eftir peningunum sínum,“ segir Jóhannes. Í einhverjum tilvikum muni tryggingar ferðaskrifstofa ekki duga til. Ferðaskrifstofan Vita er í eigu Icelandair og hefur endurgreitt öllum þeim viðskiptavinum fyrirtækisins sem þess hafa óskað. En Icelandair hefur fengið ríkulegasta stuðninginn frá ríkinu af öllum fyrirtækjum landsins.Vísir/Vilhelm Ferðaskrifstofan Vita er ein þriggja stærstu ferðaskrifstofa landsins og nýtur þess að hafa eiganda sinn Icelandair að bakhjarli sem fengið hefur milljarða stuðning frá stjórnvöldum í gegnum hlutabótaleiðina og greiðslu launa á uppsagnarfresti. Vita segist hafa endurgreitt öllum sem þess hafi óskað en hefur augljóslega sterkari stöðu en hinar stóru ferðaskrifstofurnar. „Það þarf að finna lausn á þessu ef mögulegt er sem getur komið til móts við vanda ferðaskrifstofanna og til móts við þarfir neytenda. Það er ekki augljóst að hægt sé að finna lausn sem gerir það á fullkominn máta fyrir báð aðila,“ segir Jóhannes Skúlason. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Neytendur Tengdar fréttir ESB: Endurgreiða skuli pakkaferðir til viðskiptavina Stofnanir ESB hafa hafnað hugmyndum um að ferðaskrifstofum verði heimilt að afhenda viðskiptavinum sínum inneign vegna pakkaferða sem aldrei urðu farnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Viðskiptavinir skulu eiga rétt á að fá ferðina endurgreidda. 4. júní 2020 07:21 Ósammála því að réttindi neytenda séu ekki tryggð í nýju frumvarpi Frumvörp vegna nýjustu aðgerða ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins voru samþykkt í ríkisstjórn á föstudaginn og koma til kasta þingsins eftir helgi. Umdeildasta ráðstöfunin er að ferðaskrifstofum verði heimilt að gefa út inneignarnótur í stað þess að endurgreiða ferðir sem ekki hafa verið farnar. 17. maí 2020 19:58 Ferðamenn og fíkniefni í Víglínunni Á meðan stjórnvöld og þing eru á kafi í kófi kórónuveirunnar gægðust þau út úr fíkniefnakófinuþegar Alþingi veitti frumvarpi heilbrigðisráðherra um neyslurými brautargengi. Ferðamála- og nýsköpunarráðherra ræðir stöðu ferðaþjónustunnar og Halldóra Mogensen stöðuna í fíkniefnastríðinu í Víglínunni í dag. 17. maí 2020 16:30 Telur öruggt að ferðaskrifstofur verði gjaldþrota fuðri frumvarp upp í „pólitískum smjörklípuslag“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur áhyggjur af því frumvarp um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða ferðir með inneignarnótum komist ekki í gegnum þingið. 7. maí 2020 17:58 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fjölda ferðaskrifstofa fara á hausinn að óbreyttu þar sem þær ráði ekki við endurgreiðslur til viðskiptavina samhliða algjöru tekjuhruni. Frumvarp ferðamálaráðherra um greiðslur með inneignum er dautt á Alþingi. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Evrópuþingið hafa úrskurðað að ferðaskrifstofum sé óheimilt að endurgreiða viðskiptavinum sínum greiðslur fyrir ferðir sem ekki voru farnar vegna kórónuveirufaraldursins með inneignarnótum. Réttur viðskiptavina til endurgreiðslu sé skýr. Þetta var einmitt leiðin sem íslensk stjórnvöld hugðust fara í frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur ferðamálaráðherra. Frumvarpið mætti strax mikilli andstöðu fjölmargra aðila eins og Neytendasamtakanna og ljóst að það hafði heldur ekki pólitískan stuðning og hefur umræðum um það verið hætt á Alþingi. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir enga lausn í sjónmáli vegna rekstrarvanda ferðaskrifstofaVísir/Vilhelm Jóhannes Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir ferðaskrifstofur hafa búið við mikla óvissu undanfarnar vikur. Þær eigi fjármuni inni hjá hótelum og öðrum viðskiptaaðilum sem ekki hafi fengist endurgreiddir og sjálfar orðið fyrir algeru tekjuhruni. „Það þýðir að þær hrekjast þá alltaf lengra í áttina að gjaldþroti eða rekstrarstöðvun. Við náttúrlega vonumst til að það finnist á þessu einhver lausn. En hún er kannski ekki í sjónmáli eins og stendur,“ segir Jóhannes. Rúmlega þrjúhundruð ferðaskrifstofur eru í landinu sem selja bæði ferðir hingað til lands og til annarra landa. Jóhannes segir margar þeirra ekki eiga neinna kosta völ vegna gífurlegs lausafjárvanda. Þær eigi ekki öfluga bakhjarla til að koma inn með nýtt hlutafé og stefni því að óbreyttu í gjaldþrot. „Það kemur neytendum ekki sérstaklega til góða vegna þess að þá tekur tryggingakerfi ferðaskrifstofanna við. Það er að lang mestu leyti í lagi . En það þýðir hins vegar að fólk þarf að bíða eftir peningunum sínum,“ segir Jóhannes. Í einhverjum tilvikum muni tryggingar ferðaskrifstofa ekki duga til. Ferðaskrifstofan Vita er í eigu Icelandair og hefur endurgreitt öllum þeim viðskiptavinum fyrirtækisins sem þess hafa óskað. En Icelandair hefur fengið ríkulegasta stuðninginn frá ríkinu af öllum fyrirtækjum landsins.Vísir/Vilhelm Ferðaskrifstofan Vita er ein þriggja stærstu ferðaskrifstofa landsins og nýtur þess að hafa eiganda sinn Icelandair að bakhjarli sem fengið hefur milljarða stuðning frá stjórnvöldum í gegnum hlutabótaleiðina og greiðslu launa á uppsagnarfresti. Vita segist hafa endurgreitt öllum sem þess hafi óskað en hefur augljóslega sterkari stöðu en hinar stóru ferðaskrifstofurnar. „Það þarf að finna lausn á þessu ef mögulegt er sem getur komið til móts við vanda ferðaskrifstofanna og til móts við þarfir neytenda. Það er ekki augljóst að hægt sé að finna lausn sem gerir það á fullkominn máta fyrir báð aðila,“ segir Jóhannes Skúlason.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Neytendur Tengdar fréttir ESB: Endurgreiða skuli pakkaferðir til viðskiptavina Stofnanir ESB hafa hafnað hugmyndum um að ferðaskrifstofum verði heimilt að afhenda viðskiptavinum sínum inneign vegna pakkaferða sem aldrei urðu farnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Viðskiptavinir skulu eiga rétt á að fá ferðina endurgreidda. 4. júní 2020 07:21 Ósammála því að réttindi neytenda séu ekki tryggð í nýju frumvarpi Frumvörp vegna nýjustu aðgerða ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins voru samþykkt í ríkisstjórn á föstudaginn og koma til kasta þingsins eftir helgi. Umdeildasta ráðstöfunin er að ferðaskrifstofum verði heimilt að gefa út inneignarnótur í stað þess að endurgreiða ferðir sem ekki hafa verið farnar. 17. maí 2020 19:58 Ferðamenn og fíkniefni í Víglínunni Á meðan stjórnvöld og þing eru á kafi í kófi kórónuveirunnar gægðust þau út úr fíkniefnakófinuþegar Alþingi veitti frumvarpi heilbrigðisráðherra um neyslurými brautargengi. Ferðamála- og nýsköpunarráðherra ræðir stöðu ferðaþjónustunnar og Halldóra Mogensen stöðuna í fíkniefnastríðinu í Víglínunni í dag. 17. maí 2020 16:30 Telur öruggt að ferðaskrifstofur verði gjaldþrota fuðri frumvarp upp í „pólitískum smjörklípuslag“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur áhyggjur af því frumvarp um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða ferðir með inneignarnótum komist ekki í gegnum þingið. 7. maí 2020 17:58 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Sjá meira
ESB: Endurgreiða skuli pakkaferðir til viðskiptavina Stofnanir ESB hafa hafnað hugmyndum um að ferðaskrifstofum verði heimilt að afhenda viðskiptavinum sínum inneign vegna pakkaferða sem aldrei urðu farnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Viðskiptavinir skulu eiga rétt á að fá ferðina endurgreidda. 4. júní 2020 07:21
Ósammála því að réttindi neytenda séu ekki tryggð í nýju frumvarpi Frumvörp vegna nýjustu aðgerða ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins voru samþykkt í ríkisstjórn á föstudaginn og koma til kasta þingsins eftir helgi. Umdeildasta ráðstöfunin er að ferðaskrifstofum verði heimilt að gefa út inneignarnótur í stað þess að endurgreiða ferðir sem ekki hafa verið farnar. 17. maí 2020 19:58
Ferðamenn og fíkniefni í Víglínunni Á meðan stjórnvöld og þing eru á kafi í kófi kórónuveirunnar gægðust þau út úr fíkniefnakófinuþegar Alþingi veitti frumvarpi heilbrigðisráðherra um neyslurými brautargengi. Ferðamála- og nýsköpunarráðherra ræðir stöðu ferðaþjónustunnar og Halldóra Mogensen stöðuna í fíkniefnastríðinu í Víglínunni í dag. 17. maí 2020 16:30
Telur öruggt að ferðaskrifstofur verði gjaldþrota fuðri frumvarp upp í „pólitískum smjörklípuslag“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur áhyggjur af því frumvarp um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða ferðir með inneignarnótum komist ekki í gegnum þingið. 7. maí 2020 17:58
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“