Obama kallaði eftir breytingum hjá lögreglunni Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2020 12:37 Skjáskot úr ávarpi Obama sem sent var út á netinu í gær. AP/My Brother's Keeper Alliance/Obama Foundation Mótmælendur lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju fengu stuðning frá Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í myndbandsávarpi í gær. Obama sagði að breytinga væri þörf hjá lögregluliði landsins og að endurskoða þyrfti stefnu um hvernig hún beitir valdi sínu. Mikil reiði greip um sig í Bandaríkjunum eftir að myndband birtist af því þegar George Floyd, óvopnaður blökkumaður, lést í haldi lögreglu í Minneapolis í síðustu viku. Lögreglumaður hvíldi hné á hálsi Floyd á meðan þrír aðrir lögregluþjónar stóðu hjá. Á myndbandinu heyrðist Floyd segja að hann næði ekki andanum. Mótmæli hafa farið fram í á annað hundrað borgum í Bandaríkjunum síðan. Þeim hefur sums staðar fylgt óeirðir og gripdeildir. Lögregla og þjóðvarðlið hefur í sumum tilfellum brugðist við af hörku og beitt gúmmíkúlum og táragasi. Þá hafa nokkrir lögreglumenn orðið fyrir skotum í óeirðunum. Í fyrstu sjónvörpuðu ummælum sínum um mótmælin í gær sagðist Obama telja að aðeins lítið prósent mótmælenda hefði komið fram með ofbeldi. Eins sagðist hann telja að yfirgnæfandi meirihluti lögreglumanna væri ekki ofbeldisfullur. Lögreglan dragi úr spennu í átökum Benti fyrrverandi forsetinn á að Bandaríkin hefðu verið stofnuð á grundvelli mótmæla. Mótmælin nú væru afleiðing áralangs misréttis og kerfislægra þátta sem ætti rætur sínar að rekja allt til þrælahalds og laga sem mismunuðu kynþáttum. „Hvert skref í framþróun þessa lands, hvers einasta útvíkkun frelsis, öll tjáning á dýpstu hugsjónum okkar náðist fram með aðgerðum sem velgdu ríkjandi ástandi undir uggum,“ sagði Obama og lofaði mótmælendur fyrir að láta til sín taka. Hvatti Obama alla borgarstjóra í Bandaríkjunum til að endurskoða stefnu um hvenær og hvernig lögregla beitir valdi og ráðast í umbætur í löggæslumálum. Á meðal þeirra umbóta er að skylda lögreglumenn til að draga úr spennu í átökum [e. de-escalation], banna lögreglumönnum að skjóta á farartæki á ferð, að ofbeldisbrot séu tilkynnt tímanlega og að sumar valdbeitingaraðferðir lögreglu verði alfarið bannaðar. „Hálstak og kverkatak er ekki það sem við gerum,“ sagði Obama. Sagði ekkert um viðbrögð Trump Fyrrverandi forsetinn lét hjá líða að gagnrýna eftirmann sinn í embætti, Donald Trump. New York Times segir að Obama telji að slík gagnrýni myndi aðeins espa upp stuðningsmenn Trump í aðdraganda forsetakosninga í haust. Trump hefur tekið allt annan pól í hæðina gagnvart mótmælunum. Hann hefur lýst andstyggð sinni á myndbandinu af dauða Floyd en einnig haldið því fram að mótmælin í kjölfarið einkennist helst af óeirðum og gripdeildum. Þá hefur hann haldið því fram með litlum rökum að öfgavinstrimenn og svonefndir andfasistar skipuleggi mótmælin. Undanfarna daga hefur Trump legið undir sérstakri gagnrýni fyrir að hóta að beita hernum á mótmælendur. Mark Esper, varnarmálaráðherra, lýsti sig ósammála því í gær, og forveri hans James Mattis rauf þögn sína um Trump með yfirlýsingu þar sem hann fordæmdi Trump fyrir viðbrögðin við mótmælunum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. 4. júní 2020 07:38 Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58 Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17. maí 2020 07:40 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Sjá meira
Mótmælendur lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju fengu stuðning frá Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í myndbandsávarpi í gær. Obama sagði að breytinga væri þörf hjá lögregluliði landsins og að endurskoða þyrfti stefnu um hvernig hún beitir valdi sínu. Mikil reiði greip um sig í Bandaríkjunum eftir að myndband birtist af því þegar George Floyd, óvopnaður blökkumaður, lést í haldi lögreglu í Minneapolis í síðustu viku. Lögreglumaður hvíldi hné á hálsi Floyd á meðan þrír aðrir lögregluþjónar stóðu hjá. Á myndbandinu heyrðist Floyd segja að hann næði ekki andanum. Mótmæli hafa farið fram í á annað hundrað borgum í Bandaríkjunum síðan. Þeim hefur sums staðar fylgt óeirðir og gripdeildir. Lögregla og þjóðvarðlið hefur í sumum tilfellum brugðist við af hörku og beitt gúmmíkúlum og táragasi. Þá hafa nokkrir lögreglumenn orðið fyrir skotum í óeirðunum. Í fyrstu sjónvörpuðu ummælum sínum um mótmælin í gær sagðist Obama telja að aðeins lítið prósent mótmælenda hefði komið fram með ofbeldi. Eins sagðist hann telja að yfirgnæfandi meirihluti lögreglumanna væri ekki ofbeldisfullur. Lögreglan dragi úr spennu í átökum Benti fyrrverandi forsetinn á að Bandaríkin hefðu verið stofnuð á grundvelli mótmæla. Mótmælin nú væru afleiðing áralangs misréttis og kerfislægra þátta sem ætti rætur sínar að rekja allt til þrælahalds og laga sem mismunuðu kynþáttum. „Hvert skref í framþróun þessa lands, hvers einasta útvíkkun frelsis, öll tjáning á dýpstu hugsjónum okkar náðist fram með aðgerðum sem velgdu ríkjandi ástandi undir uggum,“ sagði Obama og lofaði mótmælendur fyrir að láta til sín taka. Hvatti Obama alla borgarstjóra í Bandaríkjunum til að endurskoða stefnu um hvenær og hvernig lögregla beitir valdi og ráðast í umbætur í löggæslumálum. Á meðal þeirra umbóta er að skylda lögreglumenn til að draga úr spennu í átökum [e. de-escalation], banna lögreglumönnum að skjóta á farartæki á ferð, að ofbeldisbrot séu tilkynnt tímanlega og að sumar valdbeitingaraðferðir lögreglu verði alfarið bannaðar. „Hálstak og kverkatak er ekki það sem við gerum,“ sagði Obama. Sagði ekkert um viðbrögð Trump Fyrrverandi forsetinn lét hjá líða að gagnrýna eftirmann sinn í embætti, Donald Trump. New York Times segir að Obama telji að slík gagnrýni myndi aðeins espa upp stuðningsmenn Trump í aðdraganda forsetakosninga í haust. Trump hefur tekið allt annan pól í hæðina gagnvart mótmælunum. Hann hefur lýst andstyggð sinni á myndbandinu af dauða Floyd en einnig haldið því fram að mótmælin í kjölfarið einkennist helst af óeirðum og gripdeildum. Þá hefur hann haldið því fram með litlum rökum að öfgavinstrimenn og svonefndir andfasistar skipuleggi mótmælin. Undanfarna daga hefur Trump legið undir sérstakri gagnrýni fyrir að hóta að beita hernum á mótmælendur. Mark Esper, varnarmálaráðherra, lýsti sig ósammála því í gær, og forveri hans James Mattis rauf þögn sína um Trump með yfirlýsingu þar sem hann fordæmdi Trump fyrir viðbrögðin við mótmælunum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. 4. júní 2020 07:38 Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58 Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17. maí 2020 07:40 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. 4. júní 2020 07:38
Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58
Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17. maí 2020 07:40