„Eldri kona vildi ekki lána mér búninginn því ég var dökk“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. júní 2020 11:27 Brynja Dan sagði sögu sína í Bítinu í morgun. Vísir Brynja Dan er Íslendingur en fædd á Sri Lanka og vakti athygli þegar hún tók þátt í Leitinni að upprunanum á Stöð 2 árið 2016. Hún ræddi um kynþáttafordóma hér á landi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Maður þarf að stíga svo rosalega varlega niður til jarðar þessa dagana hvað maður segir og gerir. Ég fór bara sjálf í naflaskoðun og hugsaði hvort ég þurfi að fara hætta að gera grín að mér sjálfri líka,“ segir Brynja um þessa erfiðu tíma sem eru í heiminum í dag. „Ég átti til að mynda langt samtal við mömmu stráks sem er í bekk með barninu mínu og hún var að spyrja mig hvort hún eigi að kalla mig svarta og ég fór þá á Instagram og reyndi að útskýra fyrir fólki að svart er kynstofn af fólki sem kemur frá Afríku. Ég er oft kölluð svört en tæknilega séð er ég gul, indíánar eru rauðir og það er svo margt sem við þurfum að læra og fræða okkur um.“ Bekkurinn reis upp mér til varnar Hún segir að í rauninni hafi henni alltaf þótt gaman að vera öðruvísi og verið stolt af því. „Vissulega hafa komið upp móment. Ég var til að mynda á Reykjum í grunnskóla og þar vorum við tvö tekin fyrir að hafa gert eitthvað af okkur og það vildi svo til að við vorum bæði dökk. Ég var mögulega stilltasti krakkinn í grunnskóla en átti að taka hundrað armbeygjur sem refsingu sem ég get ekki einu sinni gert í dag. Ég hef aldrei séð bekkinn minn rísa jafn fljótt upp okkur til varnar og kennarinn var látinn fara, þetta var einhver íþróttakennari.“ Brynja Dan var valin sem fjallkona Hafnarfjarðar árið 2002 og var hún þá fyrsta dökka konan þar í bæ til fá þann heiður. Mynd af tveimur vel þroskuðum bönunum „Þá var eldri kona sem vildi ekki lána mér búninginn af því að ég var dökk en þetta eru hlutir sem eru partur af því að móta mann. Ég skil þetta aldrei, en ég er með breitt bak og mér finnst þetta alltaf bara merki um fáfræði og tek þetta ekki inn á mig. Þegar ég var barn var ég bara ein af tveimur dökkum í skólanum. En strákurinn minn er einn af mörgum í sínum skóla. En svo lentum við í því fyrir þremur vikum að það gekk mynd á milli barna í skólanum af tveimur vel þroskuðum bönunum og þar stóð Máni og mamma hans og það særði. Þegar þetta eru börnin manns. Mig langar bara að knúsa þetta barn sem sendi þetta, því hann þarf auðvitað bara fræðslu. Þetta er auðvitað ekkert eitthvað brjálæðislega alvarlegt en þetta er samt eitthvað sem þarf að stöðva í fæðingu.“ Brynja segir að í kjölfarið hafi farið fram fræðsla í skóla drengsins. „Ég veit ekki hvort það hafi verið mikið fram að þessu. Hann er kominn í sjötta bekk og við höfum bara aldrei lent í neinu en það var bara til fyrirmyndar hvernig skólinn tók á þessu.“ Brynja heldur að það sé töluvert miklir kynþáttafordómar á Íslandi. „Ég held að það sé til að mynda mikið gagnvart Pólverjum og Litháum og ég held að við séum grófari þar. Þetta er stundum svolítið inngróið í okkar. Til dæmis á síðasta vinnustað hjá mér voru ítrekað einhverjir rasískir brandarar við matarborðið en ég bara kveikti ekki á því og þurfti alveg að staldra við og hugsa að þetta væri kannski ekki alveg fyndið.“ Íslendingar geta verið hræsnarar Hún segir að Íslendingar séu í raun pínu hræsnarar. „Við viljum ítölsku matargerðina, taílenska matinn, kínverska matinn og indverska matinn og allt þetta en viljum einhvern veginn ekki fólkið, en viljum samt fólkið til að þrífa líkamsræktarstöðvarnar og allt það. Við viljum taka allt frá því en viljum samt ekki hafa það. Hjá yngri kynslóðinni er þetta minna og vonandi er þetta að deyja út. Mér finnst bara fallegt ef einhver spyr hvort hann megi koma við húðina mína og allt sem er öðruvísi en við sjálf er bara framandi og við eigum að vilja fræðast. Ég var t.d. í ferð með Kela trommara og ég spurði hann hvort ég mætti koma við hárið á honum, mig langaði bara að koma við því ég er ekki með svona hár,“ segir Brynja en Keli er þekktur fyrir mjög mikið hár og krullur. „Ég finn alltaf fyrir því þegar ég er eina dökka manneskjan í herberginu og eini staðurinn þar sem ég er alveg róleg er þegar ég fer til New York, þá fell ég bara alveg inn í umhverfið. Það er enginn að spá í því, þar eru allir öðruvísi.“ Hún segist finna fyrir mikilli sorg þegar hún horfir yfir til Bandaríkjanna. „Þeirra barátta nær svo ótrúlega langt aftur og er svo rótgróin í réttarkerfinu þeirra og menningunni. Auðvitað eru alltaf tvær hliðar á öllu málum. Ég var einmitt að horfa á viðtal við konu áður en ég kom hingað þar sem hún spyr af hverju verið sé að heiðra glæpamann. George Floyd var enginn fyrirmyndar manneskja. Hann var glæpamaður. Hann hafði haldið byssu að maganum á óléttri konu til þess að komast inn til hennar og ræna hana. Það er margt sem þarf að breytast og margt sem hvítir þurfa að breyta en ég held að það þurfi líka margt að breytast í svarta samfélaginu. Þau eru þrettán prósent af þjóðinni í Bandaríkjunum en fremja fimmtíu prósent af alvarlegu glæpunum, morðin og allt það. Hvítir eru svo sannarlega með forskot og vonandi er þetta aldan sem rís bara hæst. Auðvitað hefur þetta gerst milljón sinnum áður en það er bara verið að filma þetta núna og þess vegna er verið að taka á þessu. Vonandi eru bjartir tímar framundan og vonandi eru allir að fræðast.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Dauði George Floyd Bítið Kynþáttafordómar Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira
Brynja Dan er Íslendingur en fædd á Sri Lanka og vakti athygli þegar hún tók þátt í Leitinni að upprunanum á Stöð 2 árið 2016. Hún ræddi um kynþáttafordóma hér á landi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Maður þarf að stíga svo rosalega varlega niður til jarðar þessa dagana hvað maður segir og gerir. Ég fór bara sjálf í naflaskoðun og hugsaði hvort ég þurfi að fara hætta að gera grín að mér sjálfri líka,“ segir Brynja um þessa erfiðu tíma sem eru í heiminum í dag. „Ég átti til að mynda langt samtal við mömmu stráks sem er í bekk með barninu mínu og hún var að spyrja mig hvort hún eigi að kalla mig svarta og ég fór þá á Instagram og reyndi að útskýra fyrir fólki að svart er kynstofn af fólki sem kemur frá Afríku. Ég er oft kölluð svört en tæknilega séð er ég gul, indíánar eru rauðir og það er svo margt sem við þurfum að læra og fræða okkur um.“ Bekkurinn reis upp mér til varnar Hún segir að í rauninni hafi henni alltaf þótt gaman að vera öðruvísi og verið stolt af því. „Vissulega hafa komið upp móment. Ég var til að mynda á Reykjum í grunnskóla og þar vorum við tvö tekin fyrir að hafa gert eitthvað af okkur og það vildi svo til að við vorum bæði dökk. Ég var mögulega stilltasti krakkinn í grunnskóla en átti að taka hundrað armbeygjur sem refsingu sem ég get ekki einu sinni gert í dag. Ég hef aldrei séð bekkinn minn rísa jafn fljótt upp okkur til varnar og kennarinn var látinn fara, þetta var einhver íþróttakennari.“ Brynja Dan var valin sem fjallkona Hafnarfjarðar árið 2002 og var hún þá fyrsta dökka konan þar í bæ til fá þann heiður. Mynd af tveimur vel þroskuðum bönunum „Þá var eldri kona sem vildi ekki lána mér búninginn af því að ég var dökk en þetta eru hlutir sem eru partur af því að móta mann. Ég skil þetta aldrei, en ég er með breitt bak og mér finnst þetta alltaf bara merki um fáfræði og tek þetta ekki inn á mig. Þegar ég var barn var ég bara ein af tveimur dökkum í skólanum. En strákurinn minn er einn af mörgum í sínum skóla. En svo lentum við í því fyrir þremur vikum að það gekk mynd á milli barna í skólanum af tveimur vel þroskuðum bönunum og þar stóð Máni og mamma hans og það særði. Þegar þetta eru börnin manns. Mig langar bara að knúsa þetta barn sem sendi þetta, því hann þarf auðvitað bara fræðslu. Þetta er auðvitað ekkert eitthvað brjálæðislega alvarlegt en þetta er samt eitthvað sem þarf að stöðva í fæðingu.“ Brynja segir að í kjölfarið hafi farið fram fræðsla í skóla drengsins. „Ég veit ekki hvort það hafi verið mikið fram að þessu. Hann er kominn í sjötta bekk og við höfum bara aldrei lent í neinu en það var bara til fyrirmyndar hvernig skólinn tók á þessu.“ Brynja heldur að það sé töluvert miklir kynþáttafordómar á Íslandi. „Ég held að það sé til að mynda mikið gagnvart Pólverjum og Litháum og ég held að við séum grófari þar. Þetta er stundum svolítið inngróið í okkar. Til dæmis á síðasta vinnustað hjá mér voru ítrekað einhverjir rasískir brandarar við matarborðið en ég bara kveikti ekki á því og þurfti alveg að staldra við og hugsa að þetta væri kannski ekki alveg fyndið.“ Íslendingar geta verið hræsnarar Hún segir að Íslendingar séu í raun pínu hræsnarar. „Við viljum ítölsku matargerðina, taílenska matinn, kínverska matinn og indverska matinn og allt þetta en viljum einhvern veginn ekki fólkið, en viljum samt fólkið til að þrífa líkamsræktarstöðvarnar og allt það. Við viljum taka allt frá því en viljum samt ekki hafa það. Hjá yngri kynslóðinni er þetta minna og vonandi er þetta að deyja út. Mér finnst bara fallegt ef einhver spyr hvort hann megi koma við húðina mína og allt sem er öðruvísi en við sjálf er bara framandi og við eigum að vilja fræðast. Ég var t.d. í ferð með Kela trommara og ég spurði hann hvort ég mætti koma við hárið á honum, mig langaði bara að koma við því ég er ekki með svona hár,“ segir Brynja en Keli er þekktur fyrir mjög mikið hár og krullur. „Ég finn alltaf fyrir því þegar ég er eina dökka manneskjan í herberginu og eini staðurinn þar sem ég er alveg róleg er þegar ég fer til New York, þá fell ég bara alveg inn í umhverfið. Það er enginn að spá í því, þar eru allir öðruvísi.“ Hún segist finna fyrir mikilli sorg þegar hún horfir yfir til Bandaríkjanna. „Þeirra barátta nær svo ótrúlega langt aftur og er svo rótgróin í réttarkerfinu þeirra og menningunni. Auðvitað eru alltaf tvær hliðar á öllu málum. Ég var einmitt að horfa á viðtal við konu áður en ég kom hingað þar sem hún spyr af hverju verið sé að heiðra glæpamann. George Floyd var enginn fyrirmyndar manneskja. Hann var glæpamaður. Hann hafði haldið byssu að maganum á óléttri konu til þess að komast inn til hennar og ræna hana. Það er margt sem þarf að breytast og margt sem hvítir þurfa að breyta en ég held að það þurfi líka margt að breytast í svarta samfélaginu. Þau eru þrettán prósent af þjóðinni í Bandaríkjunum en fremja fimmtíu prósent af alvarlegu glæpunum, morðin og allt það. Hvítir eru svo sannarlega með forskot og vonandi er þetta aldan sem rís bara hæst. Auðvitað hefur þetta gerst milljón sinnum áður en það er bara verið að filma þetta núna og þess vegna er verið að taka á þessu. Vonandi eru bjartir tímar framundan og vonandi eru allir að fræðast.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Dauði George Floyd Bítið Kynþáttafordómar Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira