Aflétta útgöngubanni fyrr en áætlað var Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2020 06:49 Mótmælendur í Seattle í Washington-ríki í gær. Útgöngubann í borginni hefur verið fellt úr gildi, fyrr en stóð til í fyrstu. Elaine Thompson/AP Borgaryfirvöld í bandarísku borginni Seattle í Washington-ríki hafa ákveðið að aflétta skyndilega útgöngubanni sem komið hafði verið á vegna mótmælaöldu sem farið hefur yfir stærstu borgir Bandaríkjanna, og snýr að kerfisbundnu ofbeldi lögreglunnar í landinu gegn svörtu fólki. Útgöngubannið átti að vara fram á laugardag. Jenny Durkan borgarstjóri sagði á Twitter í gærkvöldi að hún hefði tekið ákvörðun um að aflétta banninu. Ákvörðunin hafi verið tekin eftir fund hennar og Carmen Best, lögreglustjóra borgarinnar, við íbúa í samfélaginu. „Best lögreglustjóri hefur trú á því að við getum fundið jafnvægi almannaöryggis og tryggt að friðsamlega mótmæli fari áfram fram án útgöngubanns. Fyrir þá sem mótmæla friðsamlega í kvöld, þið megið vita að því megið þið halda áfram. Við viljum að þið haldið áfram að láta í ykkur heyra.“ Þúsundir mótmælenda voru áfram á götum borgarinnar eftir klukkan níu í gærkvöldi, en þá hefði útgöngubannið tekið gildi, líkt og síðustu kvöld. Mótmælendur kölluðu eftir því að fjármunum til lögreglunnar yrði varið í önnur samfélagslega verkefni og að lögreglumenn færu úr óeirðagöllum sínum. Margir héldu á skiltum sem á stóð Black Lives Matter ( Svört líf skipta máli). Ríkisstjóri Washington-ríkis, Cyrus Habib, lýsti því yfir á Twitter að hann væri ánægður með ákvörðunina. „Fyrirbyggjandi útgöngubann var bara til þess fallið að gera hlutina verri. Aðrar borgir ættu að fylgja þessu fordæmi.“ Kveikjan að mótmælaöldunni í Bandaríkjunum var morðið á George Floyd, svörtum manni sem lést þegar hvítur lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi hans í tæpar níu mínútur. Floyd hafði þá verið handtekinn og lá handjárnaður á gangstéttinni. Lögreglumaðurinn hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Borgaryfirvöld í bandarísku borginni Seattle í Washington-ríki hafa ákveðið að aflétta skyndilega útgöngubanni sem komið hafði verið á vegna mótmælaöldu sem farið hefur yfir stærstu borgir Bandaríkjanna, og snýr að kerfisbundnu ofbeldi lögreglunnar í landinu gegn svörtu fólki. Útgöngubannið átti að vara fram á laugardag. Jenny Durkan borgarstjóri sagði á Twitter í gærkvöldi að hún hefði tekið ákvörðun um að aflétta banninu. Ákvörðunin hafi verið tekin eftir fund hennar og Carmen Best, lögreglustjóra borgarinnar, við íbúa í samfélaginu. „Best lögreglustjóri hefur trú á því að við getum fundið jafnvægi almannaöryggis og tryggt að friðsamlega mótmæli fari áfram fram án útgöngubanns. Fyrir þá sem mótmæla friðsamlega í kvöld, þið megið vita að því megið þið halda áfram. Við viljum að þið haldið áfram að láta í ykkur heyra.“ Þúsundir mótmælenda voru áfram á götum borgarinnar eftir klukkan níu í gærkvöldi, en þá hefði útgöngubannið tekið gildi, líkt og síðustu kvöld. Mótmælendur kölluðu eftir því að fjármunum til lögreglunnar yrði varið í önnur samfélagslega verkefni og að lögreglumenn færu úr óeirðagöllum sínum. Margir héldu á skiltum sem á stóð Black Lives Matter ( Svört líf skipta máli). Ríkisstjóri Washington-ríkis, Cyrus Habib, lýsti því yfir á Twitter að hann væri ánægður með ákvörðunina. „Fyrirbyggjandi útgöngubann var bara til þess fallið að gera hlutina verri. Aðrar borgir ættu að fylgja þessu fordæmi.“ Kveikjan að mótmælaöldunni í Bandaríkjunum var morðið á George Floyd, svörtum manni sem lést þegar hvítur lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi hans í tæpar níu mínútur. Floyd hafði þá verið handtekinn og lá handjárnaður á gangstéttinni. Lögreglumaðurinn hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira