Trump slapp við aukaverkanir vegna malaríu-lyfsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2020 21:36 Donald Trummp fékk tveggja vikna skammt af hydroxychloroquine. AP/Evan Vuci Hvíta húsið hefur gefið út niðurstöður árlegrar heilsufarsskoðunar einkalæknis Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Forsetinn virðist vera við ágæta heilsu en meðal þess sem kemur fram í niðurstöðunum að forsetinn hafi ekki þurft að þola neinar aukaverkanir vegna notkunar á malaríu-lyfinu hydroxychloroquine, sem hann mærði sem töfralausn við kórónuveiruheimsfaraldrinum. Forsetinn vigtar 110 kíló og segir í skýrslu læknisins að heilsa forsetans hafi lítið breyst að undanförnu. Lýsti Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, heilsu Trump sem ágætri. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að eftir að tveir af starfsmönnum Hvíta hússins greindust með kórónuveiruna hafi Trump tekið tveggja vikna skammt af malaríu-lyfinu hydroxychloroquine sem fyrirbyggjandi aðgerð, ásamt zinki og D-vítamíni. Það hafi verið gert í samráði við lækna auk þess sem að fylgst hafi verið náið með lífsmörkum forsetans á þessum tveimur vikum. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur varað við notkun lyfsins vegna Covid-19 utan veggja spítala þar sem það geti falið í sér áhættu á hjartatengdum vandamálum. Trump virðist hafa sloppið við aukaverkanir lyfsins, ef marka má skýrsluna. Lyfið og notkun þess hefur orðið hápólitísk eftir að Trump mærði það sem töfralausn við kórónuveiruheimsfaraldrinum. Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfsins hydroxychloroquine við Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar virtust benda til þess að Covid-19-sjúklingar sem fengu lyfið væru líklegri til að láta lífið en aðrir. Nokkrar klínískar tilraunir með lyfið voru stöðvaðar í kjölfarið. Á annað hundrað lækna skrifuðu hins vegar opið bréf til Lancet í síðustu viku þar sem þeir drógu niðurstöðu rannsóknarinnar í efa og óskuðu eftir að ummæli ritrýna um hana yrðu birt opinberlega. Nú segja ritstjórar Lancet að verulegur vísindalegur efi sé um rannsóknina. Þeir hafi fengið óháðan aðila til þess að fara yfir niðurstöðurnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Hvíta húsið hefur gefið út niðurstöður árlegrar heilsufarsskoðunar einkalæknis Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Forsetinn virðist vera við ágæta heilsu en meðal þess sem kemur fram í niðurstöðunum að forsetinn hafi ekki þurft að þola neinar aukaverkanir vegna notkunar á malaríu-lyfinu hydroxychloroquine, sem hann mærði sem töfralausn við kórónuveiruheimsfaraldrinum. Forsetinn vigtar 110 kíló og segir í skýrslu læknisins að heilsa forsetans hafi lítið breyst að undanförnu. Lýsti Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, heilsu Trump sem ágætri. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að eftir að tveir af starfsmönnum Hvíta hússins greindust með kórónuveiruna hafi Trump tekið tveggja vikna skammt af malaríu-lyfinu hydroxychloroquine sem fyrirbyggjandi aðgerð, ásamt zinki og D-vítamíni. Það hafi verið gert í samráði við lækna auk þess sem að fylgst hafi verið náið með lífsmörkum forsetans á þessum tveimur vikum. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur varað við notkun lyfsins vegna Covid-19 utan veggja spítala þar sem það geti falið í sér áhættu á hjartatengdum vandamálum. Trump virðist hafa sloppið við aukaverkanir lyfsins, ef marka má skýrsluna. Lyfið og notkun þess hefur orðið hápólitísk eftir að Trump mærði það sem töfralausn við kórónuveiruheimsfaraldrinum. Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfsins hydroxychloroquine við Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar virtust benda til þess að Covid-19-sjúklingar sem fengu lyfið væru líklegri til að láta lífið en aðrir. Nokkrar klínískar tilraunir með lyfið voru stöðvaðar í kjölfarið. Á annað hundrað lækna skrifuðu hins vegar opið bréf til Lancet í síðustu viku þar sem þeir drógu niðurstöðu rannsóknarinnar í efa og óskuðu eftir að ummæli ritrýna um hana yrðu birt opinberlega. Nú segja ritstjórar Lancet að verulegur vísindalegur efi sé um rannsóknina. Þeir hafi fengið óháðan aðila til þess að fara yfir niðurstöðurnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira