Helena setur ekki neina dagsetningu á endurkomuna Anton Ingi Leifsson skrifar 3. júní 2020 19:00 Helena í viðtalinu í dag en hún er af mörgum talin besta íslenska körfuboltakona sögunnar. vísir/s2s Helena Sverrisdóttir, spilandi aðstoðarþjálfari deildarmeistara Vals í körfubolta, ætlar ekki að setja neina dagsetningu á það hvenær hún ætli sér að snúa aftur á völlinn eftir barnsburð en stefnir á það að vera klár fyrir úrslitakeppnina á komandi leiktíð. Helena var í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum þar sem hún fór yfir hvað bíður hennar á næstu vikum og mánuðum en hún er nýráðin aðstoðarþjálfari Vals og aðstoðar þar Ólaf Jónas Sigurðsson sem tók við liðinu í sumar. „Ég réð mig sem aðstoðarþjálfara svo ég verð mikið í kringum liðið. Ég get ekki spilað fyrir áramót en ég er sett í byrjun desember svo einhvern tímann eftir áramót get ég verið komin aftur,“ segir Helena sem vonast til þess að vera eins lengi á hliðarlínunni og hægt er fram að jólum. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að heilsan mun ráða þessu og hvernig líkaminn bregst við. Vonandi get ég verið eins mikið inn í þessu og hægt er.“ Helena og eiginmaður hennar, Finnur Atli Magnússon, eru að eignast sitt annað barn og Helena þekkir því hvernig er að fara í gegnum það að eignast barn og komast svo aftur út á körfuboltavöllinn með góðum árangri. „Ég veit ekki hvort að þetta verði auðveldara. Ég er náttúrlega orðinn fjórum árum eldri en eiginmaður minn er styrktarþjálfari og mágkona mín er sjúkraþjálfari. Ég hef svo gert þetta einu sinni áður og vonandi get ég nýtt mér þeirra reynslu og fræðslu og komast vel í gegnum þetta,“ en hún vil ekki nefna neina dagsetningu hvenær hún ætlar sér að snúa aftur. „Ég ætla ekki að setja pressu á það sjálf. Þetta snýst allt um það hvernig þetta gengur og fæðingin verður. Mér finnst voðalega erfitt að segja 1. janúar eða 1. febrúar eða eitthvað svoleiðis. Vonandi næ ég allavega skemmtilegasta partinum af tímabilinu sem er seinna um vorið. Ég ætla ekki að setja neina dagsetningu og ætla að láta þetta spilast af því hvernig líkaminn verður. Vonandi get ég verið dugleg að æfa á meðgöngunni. Það gekk ágætlega síðast og er að ganga vel núna svo þetta snýst allt um hvernig heilsan verður,“ sagði Helena. Allt viðtalið má sjá í heildinni hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn: Helena Sverrisdóttir Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Valur Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Helena Sverrisdóttir, spilandi aðstoðarþjálfari deildarmeistara Vals í körfubolta, ætlar ekki að setja neina dagsetningu á það hvenær hún ætli sér að snúa aftur á völlinn eftir barnsburð en stefnir á það að vera klár fyrir úrslitakeppnina á komandi leiktíð. Helena var í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum þar sem hún fór yfir hvað bíður hennar á næstu vikum og mánuðum en hún er nýráðin aðstoðarþjálfari Vals og aðstoðar þar Ólaf Jónas Sigurðsson sem tók við liðinu í sumar. „Ég réð mig sem aðstoðarþjálfara svo ég verð mikið í kringum liðið. Ég get ekki spilað fyrir áramót en ég er sett í byrjun desember svo einhvern tímann eftir áramót get ég verið komin aftur,“ segir Helena sem vonast til þess að vera eins lengi á hliðarlínunni og hægt er fram að jólum. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að heilsan mun ráða þessu og hvernig líkaminn bregst við. Vonandi get ég verið eins mikið inn í þessu og hægt er.“ Helena og eiginmaður hennar, Finnur Atli Magnússon, eru að eignast sitt annað barn og Helena þekkir því hvernig er að fara í gegnum það að eignast barn og komast svo aftur út á körfuboltavöllinn með góðum árangri. „Ég veit ekki hvort að þetta verði auðveldara. Ég er náttúrlega orðinn fjórum árum eldri en eiginmaður minn er styrktarþjálfari og mágkona mín er sjúkraþjálfari. Ég hef svo gert þetta einu sinni áður og vonandi get ég nýtt mér þeirra reynslu og fræðslu og komast vel í gegnum þetta,“ en hún vil ekki nefna neina dagsetningu hvenær hún ætlar sér að snúa aftur. „Ég ætla ekki að setja pressu á það sjálf. Þetta snýst allt um það hvernig þetta gengur og fæðingin verður. Mér finnst voðalega erfitt að segja 1. janúar eða 1. febrúar eða eitthvað svoleiðis. Vonandi næ ég allavega skemmtilegasta partinum af tímabilinu sem er seinna um vorið. Ég ætla ekki að setja neina dagsetningu og ætla að láta þetta spilast af því hvernig líkaminn verður. Vonandi get ég verið dugleg að æfa á meðgöngunni. Það gekk ágætlega síðast og er að ganga vel núna svo þetta snýst allt um hvernig heilsan verður,“ sagði Helena. Allt viðtalið má sjá í heildinni hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn: Helena Sverrisdóttir
Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Valur Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira