Gamla NBA stjarnan lofar því að fylgja dóttur George Floyd upp að altarinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2020 23:00 Stephen Jackson birti þessa mynd af sér og Giönnu, dóttur George Floyd á Instagram síðu sinni en hún er aðeins sex ára gömul. Mynd/Instagram Stephen Jackson, fyrrum stjarna í NBA-deildinni í körfubolta og náinn vinur George Floyd, ætlar að standa með barnsmóður George Floyd og dóttur hans Giönnu. George Floyd lést í höndum hvítra lögreglumanna í Minneapolis eftir að einn lögreglumaðurinn lá í langan tíma með hné sitt ofan á hálsi hans. Í kjölfarið hafa verið mikil mótlæti og óeirðir út um öll Bandaríkin en þetta var enn eitt dæmið um það að hvítir lögreglumenn drepa svarta menn í Bandaríkjunum án dóms og laga. Stephen Jackson promises to remain in George Floyd's daughter's life: 'I'm here for her' https://t.co/TQZlh17CN6— Sporting News NBA (@sn_nba) June 3, 2020 Stephen Jackson mætti á blaðamannafund með Roxie Washington, barnsmóður George Floyd, og sex ára dóttur hennar og George Floyd sem heitir Gianna. Roxie kom þarna fram í fyrsta sinn opinberlega eftir dauða George Floyd. Roxie Washington talaði um það á blaðamannafundinum að lögreglumennirnir hafi tekið föðurinn af Giönnu. „Gianna á ekki lengur föður. Hann mun aldrei sjá hana alast upp eða útskrifast. Hann mun ekki fylgja henni upp að altarinu. Ef hún er í vandræðum og þarf á föður sínum að halda þá getur hún ekki leitað til hans lengur,“ sagði Roxie Washington. Stephen Jackson steig þá fram og tók orðið. Stephen Jackson spoke out at a news conference, promising to take care of George Floyd's daughter and demanding justice for his death. pic.twitter.com/qozf5R6ZKI— ESPN (@espn) June 3, 2020 „Það eru fullt af hlutum sem hann mun nú missa af en ég verð til staðar. Ég mun fylgja henni upp að altarinu. Ég verð til staðar fyrir hana. Ég mun þurrka tárin ykkar. Ég verð hér fyrir þig og Gigi. Floyd verður kannski ekki hér en ég er ekki að fara neitt. Ég ætla að ná fram réttlæti og við munum ná fram réttlæti fyrir bróður okkar,“ sagði Stephen Jackson. „Við erum ekki á förum og við munum halda áfram að berjast. Við munum fylgja honum heim á fallegan hátt. Ég fullvissa ykkur um leið að við erum ekki á förum og við munum heimta réttlæti,“ sagði Jackson. Stephen Jackson spilaði í NBA-deildinni með fjölmörgum liðum og varð NBA-meistari með San Antonio Spurs árið 2003. George Floyd s daughter saying DADDY CHANGED THE WORLD is the sweetest heartbreaking thing on the internet. pic.twitter.com/sIwUFxpcSV— Vada_Fly (@Vada_Fly) June 2, 2020 NBA Dauði George Floyd Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira
Stephen Jackson, fyrrum stjarna í NBA-deildinni í körfubolta og náinn vinur George Floyd, ætlar að standa með barnsmóður George Floyd og dóttur hans Giönnu. George Floyd lést í höndum hvítra lögreglumanna í Minneapolis eftir að einn lögreglumaðurinn lá í langan tíma með hné sitt ofan á hálsi hans. Í kjölfarið hafa verið mikil mótlæti og óeirðir út um öll Bandaríkin en þetta var enn eitt dæmið um það að hvítir lögreglumenn drepa svarta menn í Bandaríkjunum án dóms og laga. Stephen Jackson promises to remain in George Floyd's daughter's life: 'I'm here for her' https://t.co/TQZlh17CN6— Sporting News NBA (@sn_nba) June 3, 2020 Stephen Jackson mætti á blaðamannafund með Roxie Washington, barnsmóður George Floyd, og sex ára dóttur hennar og George Floyd sem heitir Gianna. Roxie kom þarna fram í fyrsta sinn opinberlega eftir dauða George Floyd. Roxie Washington talaði um það á blaðamannafundinum að lögreglumennirnir hafi tekið föðurinn af Giönnu. „Gianna á ekki lengur föður. Hann mun aldrei sjá hana alast upp eða útskrifast. Hann mun ekki fylgja henni upp að altarinu. Ef hún er í vandræðum og þarf á föður sínum að halda þá getur hún ekki leitað til hans lengur,“ sagði Roxie Washington. Stephen Jackson steig þá fram og tók orðið. Stephen Jackson spoke out at a news conference, promising to take care of George Floyd's daughter and demanding justice for his death. pic.twitter.com/qozf5R6ZKI— ESPN (@espn) June 3, 2020 „Það eru fullt af hlutum sem hann mun nú missa af en ég verð til staðar. Ég mun fylgja henni upp að altarinu. Ég verð til staðar fyrir hana. Ég mun þurrka tárin ykkar. Ég verð hér fyrir þig og Gigi. Floyd verður kannski ekki hér en ég er ekki að fara neitt. Ég ætla að ná fram réttlæti og við munum ná fram réttlæti fyrir bróður okkar,“ sagði Stephen Jackson. „Við erum ekki á förum og við munum halda áfram að berjast. Við munum fylgja honum heim á fallegan hátt. Ég fullvissa ykkur um leið að við erum ekki á förum og við munum heimta réttlæti,“ sagði Jackson. Stephen Jackson spilaði í NBA-deildinni með fjölmörgum liðum og varð NBA-meistari með San Antonio Spurs árið 2003. George Floyd s daughter saying DADDY CHANGED THE WORLD is the sweetest heartbreaking thing on the internet. pic.twitter.com/sIwUFxpcSV— Vada_Fly (@Vada_Fly) June 2, 2020
NBA Dauði George Floyd Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira