Mál Ágústar Elís í biðstöðu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2020 14:00 Ágúst Elí hefur leikið með íslenska landsliðinu á tveimur stórmótum (EM 2018 og HM 2019). vísir/afp Mál handboltamarkvarðarins Ágústar Elís Björgvinssonar eru í óvissu. Í lok janúar var greint frá því að hann hefði skrifað undir tveggja ára samning við KIF Kolding í Danmörku. Félagið á hins vegar í miklum fjárhagskröggum og framtíð þess er óljós. „Í raun og veru er komin ný stjórn sem er að reyna að fjármagna félagið. Það er með eitthvað fjármagn til að reka það varðandi samninga en vantar að loka holunni. Þetta er mjög óljós staða eins og er,“ sagði Arnar Freyr Theodórsson, umboðsmaður Ágústar, í samtali við Vísi. Í dönskum fjölmiðlum kom fram að ný stjórn Kolding þyrfti að safna fimm til sex milljónum danskra króna (100-120 milljónum íslenskra króna) til að halda félaginu á floti. „Þessar tölur sem komu fram í fjölmiðlum eru ekki alveg réttar. En frekari fréttir ættu að berast innan tveggja til þriggja vikna. Núna stendur bara yfir vinna hjá þeim að ná sér í styrktaraðila og stuðningsmenn svo hægt sé að fjármagna félagið,“ sagði Arnar. En hvað ef allt fer á versta veg og Kolding verður gjaldþrota? Eru aðrir kostir í stöðunni? „Það er vinnan mín, að vera með plan ef þetta klikkar. En hann er með gildan samning þar til félagið verður lýst gjaldþrota eða einhver úr stjórn lýsir yfir vilja að leysa hann undan samningi,“ sagði Arnar. „Við erum í biðstöðu en ég er með plön ef þetta dettur upp fyrir og er búinn að vinna í nokkrum málum sem verða vonandi enn til staðar þegar, eða ef, þetta losnar.“ Undanfarin tvö ár hefur Ágúst leikið með Sävehof í Svíþjóð. Hann varð sænskur meistari á fyrsta tímabili sínu hjá Sävehof og á því síðasta lék hann með liðinu í Meistaradeild Evrópu. Árni Bragi Eyjólfsson og Ólafur Gústafsson léku með Kolding á síðasta tímabili. Eftir það fóru þeir báðir frá félaginu og til KA. Danski handboltinn Tengdar fréttir Þurfa að safna fimm til sex milljónum danskra króna til að bjarga liðinu frá gjaldþroti Danska úrvalsdeildarfélagið KIF Kolding þarf að safna fimm til sex milljónum danskra króna ef liðið ætlar sér að spila í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Ágúst Elí Björgvinsson er samningsbundinn liðinu. 2. júní 2020 18:00 Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Sjá meira
Mál handboltamarkvarðarins Ágústar Elís Björgvinssonar eru í óvissu. Í lok janúar var greint frá því að hann hefði skrifað undir tveggja ára samning við KIF Kolding í Danmörku. Félagið á hins vegar í miklum fjárhagskröggum og framtíð þess er óljós. „Í raun og veru er komin ný stjórn sem er að reyna að fjármagna félagið. Það er með eitthvað fjármagn til að reka það varðandi samninga en vantar að loka holunni. Þetta er mjög óljós staða eins og er,“ sagði Arnar Freyr Theodórsson, umboðsmaður Ágústar, í samtali við Vísi. Í dönskum fjölmiðlum kom fram að ný stjórn Kolding þyrfti að safna fimm til sex milljónum danskra króna (100-120 milljónum íslenskra króna) til að halda félaginu á floti. „Þessar tölur sem komu fram í fjölmiðlum eru ekki alveg réttar. En frekari fréttir ættu að berast innan tveggja til þriggja vikna. Núna stendur bara yfir vinna hjá þeim að ná sér í styrktaraðila og stuðningsmenn svo hægt sé að fjármagna félagið,“ sagði Arnar. En hvað ef allt fer á versta veg og Kolding verður gjaldþrota? Eru aðrir kostir í stöðunni? „Það er vinnan mín, að vera með plan ef þetta klikkar. En hann er með gildan samning þar til félagið verður lýst gjaldþrota eða einhver úr stjórn lýsir yfir vilja að leysa hann undan samningi,“ sagði Arnar. „Við erum í biðstöðu en ég er með plön ef þetta dettur upp fyrir og er búinn að vinna í nokkrum málum sem verða vonandi enn til staðar þegar, eða ef, þetta losnar.“ Undanfarin tvö ár hefur Ágúst leikið með Sävehof í Svíþjóð. Hann varð sænskur meistari á fyrsta tímabili sínu hjá Sävehof og á því síðasta lék hann með liðinu í Meistaradeild Evrópu. Árni Bragi Eyjólfsson og Ólafur Gústafsson léku með Kolding á síðasta tímabili. Eftir það fóru þeir báðir frá félaginu og til KA.
Danski handboltinn Tengdar fréttir Þurfa að safna fimm til sex milljónum danskra króna til að bjarga liðinu frá gjaldþroti Danska úrvalsdeildarfélagið KIF Kolding þarf að safna fimm til sex milljónum danskra króna ef liðið ætlar sér að spila í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Ágúst Elí Björgvinsson er samningsbundinn liðinu. 2. júní 2020 18:00 Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Sjá meira
Þurfa að safna fimm til sex milljónum danskra króna til að bjarga liðinu frá gjaldþroti Danska úrvalsdeildarfélagið KIF Kolding þarf að safna fimm til sex milljónum danskra króna ef liðið ætlar sér að spila í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Ágúst Elí Björgvinsson er samningsbundinn liðinu. 2. júní 2020 18:00