Segir landsliðsþjálfara Englands hafa sýnt liðinu óvirðingu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2020 16:00 Phil Neville hughreystir hér Ellen White eftir tapið í undanúrslitaleik HM. Getty/Marc Atkins Phil Neville, landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins, lét þau orð falla á dögunum að starf hans hjá landsliðinu hafi verið ætlað sem stökkpallur fyrir hann og myndi auka líkur hans á að fá starf hjá félagsliði. Fara Williams, leikjahæsta landsliðskona Englands, hefur gagnrýnt Neville fyrir ummælin en samningur hans við enska knattspyrnusambandið gildir þangað til í júlí á næsta ári eða rétt áður en Ólympíuleikarnir í Tókýó eiga að fara fram. Williams telur að með ummælum sínum sé Neville að sýna liðinu, sem og kvennaknattspyrnu yfir höfuð, óvirðingu. „Staðreyndin að hann segi að hann sé að nota landsliðið okkar sem stökkpall veldur mér miklum vonbrigðum,“ sagði Williams í viðtali við Sky Sports en alls hefur hún leikið 172 leiki fyrir A-landslið Englands. „Þessi ummæli særa mig þó svo að ég sé ekki lengur í landsliðinu þá veit ég hvað það þýðir fyrir stelpurnar að klæðast treyjunni og starfslið liðsins. Svona ummæli eru óþörf og ég tel að þetta sýni leik okkar óvirðingu,“ sagði Williams einnig. „Áætlun mín var alltaf að taka þrjú ár með enska landsliðinu og reyna svo að komast að hjá félagsliði í Englandi, sem er það sem ég hef alltaf viljað gera. Þetta hefur verið frábært og ég hef elskað hverja mínútu af starfi mínu en ég fæ ekki að hitta leikmennina það mikið. Það er það sem þú vilt, þú vilt hafa áhrif á hverjum degi,“ sagði Neville í viðtali við Keys & Gray á beIN Sports í síðustu viku. Kórónufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á starf Neville hjá enska landsliðinu en á þremur árum með liðið hefði hann átt að fara á HM, EM og Ólympíuleika. Búið er að færa EM frá 2021 til 2022 og Ólympíuleikana frá 2020 til 2021. Nú gæti verið að hann nái aðeins einu stórmóti. Mun Neville aðstoða enska knattspyrnusambandið við að finna eftirmann sinn en Jill Ellis, fyrrum landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, og Casey Stone, þjálfari Manchester United, eru taldar líklegastar til að taka við. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Phil Neville að hætta með enska landsliðið Það verður að öllum líkindum tilkynnt á morgun að Phil Neville sé hættur sem þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta. Sky Sports fréttastofan greinir frá þessu en gefið verður út á morgun hvort að Neville verði áfram með liðið eða ekki. 22. apríl 2020 17:31 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira
Phil Neville, landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins, lét þau orð falla á dögunum að starf hans hjá landsliðinu hafi verið ætlað sem stökkpallur fyrir hann og myndi auka líkur hans á að fá starf hjá félagsliði. Fara Williams, leikjahæsta landsliðskona Englands, hefur gagnrýnt Neville fyrir ummælin en samningur hans við enska knattspyrnusambandið gildir þangað til í júlí á næsta ári eða rétt áður en Ólympíuleikarnir í Tókýó eiga að fara fram. Williams telur að með ummælum sínum sé Neville að sýna liðinu, sem og kvennaknattspyrnu yfir höfuð, óvirðingu. „Staðreyndin að hann segi að hann sé að nota landsliðið okkar sem stökkpall veldur mér miklum vonbrigðum,“ sagði Williams í viðtali við Sky Sports en alls hefur hún leikið 172 leiki fyrir A-landslið Englands. „Þessi ummæli særa mig þó svo að ég sé ekki lengur í landsliðinu þá veit ég hvað það þýðir fyrir stelpurnar að klæðast treyjunni og starfslið liðsins. Svona ummæli eru óþörf og ég tel að þetta sýni leik okkar óvirðingu,“ sagði Williams einnig. „Áætlun mín var alltaf að taka þrjú ár með enska landsliðinu og reyna svo að komast að hjá félagsliði í Englandi, sem er það sem ég hef alltaf viljað gera. Þetta hefur verið frábært og ég hef elskað hverja mínútu af starfi mínu en ég fæ ekki að hitta leikmennina það mikið. Það er það sem þú vilt, þú vilt hafa áhrif á hverjum degi,“ sagði Neville í viðtali við Keys & Gray á beIN Sports í síðustu viku. Kórónufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á starf Neville hjá enska landsliðinu en á þremur árum með liðið hefði hann átt að fara á HM, EM og Ólympíuleika. Búið er að færa EM frá 2021 til 2022 og Ólympíuleikana frá 2020 til 2021. Nú gæti verið að hann nái aðeins einu stórmóti. Mun Neville aðstoða enska knattspyrnusambandið við að finna eftirmann sinn en Jill Ellis, fyrrum landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, og Casey Stone, þjálfari Manchester United, eru taldar líklegastar til að taka við.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Phil Neville að hætta með enska landsliðið Það verður að öllum líkindum tilkynnt á morgun að Phil Neville sé hættur sem þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta. Sky Sports fréttastofan greinir frá þessu en gefið verður út á morgun hvort að Neville verði áfram með liðið eða ekki. 22. apríl 2020 17:31 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira
Phil Neville að hætta með enska landsliðið Það verður að öllum líkindum tilkynnt á morgun að Phil Neville sé hættur sem þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta. Sky Sports fréttastofan greinir frá þessu en gefið verður út á morgun hvort að Neville verði áfram með liðið eða ekki. 22. apríl 2020 17:31