Telur viðurlög við árásum á lögreglumenn allt of væg Atli Ísleifsson skrifar 3. júní 2020 08:42 Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, ræddi ofbeldi í garð lögreglumanna í Reykjavík síðdegis í gær. Vísir/Baldur/Vilhelm Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna telur að viðurlög við árásum á lögreglumenn vera allt of væg. Snorri ræddi málið í Reykjavík síðdegis í gær, en greint var frá því í síðustu viku að tveir lögreglumenn hafi verið sviptir frelsi og ráðist á þá þar sem þeir fóru í útkall vegna hávaða í heimahúsi á Völlunum í Hafnarfirði um miðjan síðasta mánuð. Rotaðist annar þeirra og þurftu þeir að leita á slysadeild. Snorri segir að þetta tiltekna mál og þær aðstæður sem sköpuðust þar sé ekki eitthvað sem hann muni eftir að hafa heyrt áður. „En það er því miður allt of algengt og við höfum gagnrýnt það í mjög langan tíma […] að ofbeldi gegn lögreglumönnum er því miður allt, alltof algengt.“ Gagnrýnir dómstóla Formaðurinn segir ennfremur að á sama tíma hafi Landssamband lögreglumanna gagnrýnt dómstóla fyrir það að nýta ekki þann refsiramma sem sé til staðar og birtist í vilja löggjafans með þyngingu refsirammans gegn svona brotum, brotum gegn valdstjórninni. „Þetta gerist í ráðherratíð Björns Bjarnasonar, ef ég man rétt, um 2006, 2007, sem þessi refsirammi er þyngdur. Við teljum okkur, á þeim málum sem við höfum skoðað sérstaklega, ekki vera að sjá það birtast þar að það sé nógu alvarlega tekið á þessum málum.“ Hvað heldur þú að valdi því? Er einhver skýring á að þetta virðist vera að aukast, eða kannski að þetta séu alvarlegri brot gegn valdstjórninni? „Nei, ég þekki það svo sem ekki og veit ekki til þess að gerð hafi sérstök könnun á því. Það væri helst að leita í smiðju einhverra afbrotafræðinga í háskólasamfélaginu með það sem mögulega kynnu að hafa gert einhverja úttekt á því. Tölur sýna hins vegar – þær eru reyndar rokkandi milli ára – en þær sýna það því miður að ofbeldi gegn lögreglumönnum í seinni tíð og seinni árum verið að færast í aukana. Það er að verða meira og alvarlegra.“ Snorri segir í viðtalinu að það sé einhver uggur meðal lögreglumanna með þróun mála. „Þetta helst kannski í hendur með hluti sem við höfum gagnrýnt í áraraðir hjá Landssambandi lögreglumanna, það er sú mannfæð sem er við að glíma í liðinu. Margítrekað komið fram í öllum fjölmiðlum um allt land. Hvort það sé einhver afleiðing þessa tiltekna máls [á Völlunum] hef ég ekki hugmynd um og ætla ekki að fara að fabúlera um það. En það gefur alveg augaleið að ef ekki er nægur mannskapur til að sinna verkefnum þá mun eitthvað fara úrskeiðis til lengri tíma litið,“ segir Snorri. Hægt er að hluta á viðtalið í heild sinni að neðan. Lögreglan Lögreglumál Reykjavík síðdegis Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna telur að viðurlög við árásum á lögreglumenn vera allt of væg. Snorri ræddi málið í Reykjavík síðdegis í gær, en greint var frá því í síðustu viku að tveir lögreglumenn hafi verið sviptir frelsi og ráðist á þá þar sem þeir fóru í útkall vegna hávaða í heimahúsi á Völlunum í Hafnarfirði um miðjan síðasta mánuð. Rotaðist annar þeirra og þurftu þeir að leita á slysadeild. Snorri segir að þetta tiltekna mál og þær aðstæður sem sköpuðust þar sé ekki eitthvað sem hann muni eftir að hafa heyrt áður. „En það er því miður allt of algengt og við höfum gagnrýnt það í mjög langan tíma […] að ofbeldi gegn lögreglumönnum er því miður allt, alltof algengt.“ Gagnrýnir dómstóla Formaðurinn segir ennfremur að á sama tíma hafi Landssamband lögreglumanna gagnrýnt dómstóla fyrir það að nýta ekki þann refsiramma sem sé til staðar og birtist í vilja löggjafans með þyngingu refsirammans gegn svona brotum, brotum gegn valdstjórninni. „Þetta gerist í ráðherratíð Björns Bjarnasonar, ef ég man rétt, um 2006, 2007, sem þessi refsirammi er þyngdur. Við teljum okkur, á þeim málum sem við höfum skoðað sérstaklega, ekki vera að sjá það birtast þar að það sé nógu alvarlega tekið á þessum málum.“ Hvað heldur þú að valdi því? Er einhver skýring á að þetta virðist vera að aukast, eða kannski að þetta séu alvarlegri brot gegn valdstjórninni? „Nei, ég þekki það svo sem ekki og veit ekki til þess að gerð hafi sérstök könnun á því. Það væri helst að leita í smiðju einhverra afbrotafræðinga í háskólasamfélaginu með það sem mögulega kynnu að hafa gert einhverja úttekt á því. Tölur sýna hins vegar – þær eru reyndar rokkandi milli ára – en þær sýna það því miður að ofbeldi gegn lögreglumönnum í seinni tíð og seinni árum verið að færast í aukana. Það er að verða meira og alvarlegra.“ Snorri segir í viðtalinu að það sé einhver uggur meðal lögreglumanna með þróun mála. „Þetta helst kannski í hendur með hluti sem við höfum gagnrýnt í áraraðir hjá Landssambandi lögreglumanna, það er sú mannfæð sem er við að glíma í liðinu. Margítrekað komið fram í öllum fjölmiðlum um allt land. Hvort það sé einhver afleiðing þessa tiltekna máls [á Völlunum] hef ég ekki hugmynd um og ætla ekki að fara að fabúlera um það. En það gefur alveg augaleið að ef ekki er nægur mannskapur til að sinna verkefnum þá mun eitthvað fara úrskeiðis til lengri tíma litið,“ segir Snorri. Hægt er að hluta á viðtalið í heild sinni að neðan.
Lögreglan Lögreglumál Reykjavík síðdegis Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira