Heldur áfram samningaviðræðum við meinta mannræningja Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júní 2020 21:47 Tom Hagen og Anne-Elisabeth Hagen. Vísir/AP Norski auðkýfingurinn Tom Hagen, sem grunaður er um morðið á eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen, hefur ekki látið af samningaviðræðum við meinta mannræningja konu sinnar. Hann sendi þeim skilaboð nú fyrir helgi, þar sem hann kvaðst reiðubúinn að borga lausnargjald. Þessu greinir norska dagblaðið VG frá í dag. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan hún hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi 31. október 2018. Lausnargjaldskrafa meintra mannræningja, sem hljóðaði upp á milljónir króna í órekjanlegri rafmynt, fannst á vettvangi og málið var því rannsakað sem mannrán fyrst um sinn. Síðar breytti lögregla tilgátu sinni og gaf út að hún teldi að Anne-Elisabeth hefði verið myrt og í lok apríl síðastliðnum var Tom Hagen handtekinn, grunaður um að hafa orðið konu sinni að bana. Kröfu um gæsluvarðhald yfir honum var þó hafnað og hann er frjáls ferða sinna síðan í byrjun maí. VG greinir nú frá því að síðasta föstudag, 29. maí, hafi Tom Hagen sent dulkóðuð bitcoin-skilaboð til hinna meintu mannræningja. Skilaboðin hafi hljóðað svo: „Ég staðfesti að ég vil borga.“ „Slæmur tími, fyrr eða hún deyr“ Þetta er í fyrsta sinn sem Hagen sendir meintum mannræningjum staðfestingu af þessum toga, eftir því sem VG kemst næst. Þá er jafnframt um að ræða fyrstu bitcoin-skilaboðin sem fara þeim á milli síðan í janúar 2019. Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar, á blaðamannafundi þann 9. janúar síðastliðinn.EPA/TORE MEEK VG hefur eftir Svein Holden verjanda Hagen að fjölskyldunni sé mikið í mun að komast í samband við meinta mannræningja. Þess vegna hafi verið ákveðið að senda skilaboðin nú og vonast sé til þess að svar berist. „Lögregla hefur ekki haft aðkomu að þessu ferli,“ segir Holden. Þá birtir VG nú í fyrsta sinn dulkóðuð bitcoin-samskipti Tom Hagen og meintra mannræningja. Hagen sendi fyrstu skilaboðin 2. nóvember 2018, tveimur dögum eftir að Anne-Elisabeth hvarf. Þar virðist Hagen lofa að senda lausnargjald í rafmyntinni Monero eftir sjö daga. Viku síðar, 10. nóvember 2018, berast skilaboð frá meintum mannræningjum. „Slæmur tími, fyrr eða hún deyr.“ Þremur dögum síðar svarar Tom Hagen: „Það er komið upp vandamál, vantar lengri tíma.“ Fleiri skilaboð og millifærsla Í janúar 2019 tóku Tom Hagen og meintir mannræningjar upp nýjan samskiptamáta; dulkóðaðan tölvupóstþjón. Tom Hagen sendi nokkur skilaboð í gegnum hann í maí og 8. júlí barst svar. „Tom, ertu núna tilbúinn að semja? Skilurðu að það yrðu mistök af þinni hálfu að svíkja okkur?“ Þá segir einnig í skilaboðum hinna meintu mannræningja að Anne-Elisabeth þurfi að komast undir læknishendur. Þá þykir þeim Tom Hagen hafa verið heldur lengi að koma sér að verki og segja að ekki sé hægt að staðfesta hversu lengi til viðbótar Anne-Elisabeth muni lifa. Eftir að skilaboðin bárust 8. júlí greiddi Tom Hagen meintum mannræningjum 1,3 milljónir evra, um 180 milljónir íslenskra króna. Ekkert hefur heyrst frá þeim síðan en samkvæmt upplýsingum VG reyndi Tom Hagen enn einu sinni að setja sig í samband við þá nú í febrúar. VG hefur eftir heimildarmanni sem sagður er þekkja til málsins að Hagen hafi ekki náð sambandi heldur aðeins fengið villumeldingu. Tölvupóstþjónninn hafi verið gerður óvirkur. Tom Hagen er eins og áður segir grunaður um að hafa orðið konu sinni að bana. Lögregla telur að hinir meintu mannræningjar séu ekki til heldur hafi Tom Hagen sett mannránið á svið til að hylma yfir eigin slóð, ef til vill með hjálp sérfræðings á svið rafmynta sem einnig var handtekinn í tengslum við málið en síðar sleppt. Hagen og sérfræðingurinn neita báðir sök og hafna öllum ásökunum lögreglu. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Telja líklegast að Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt og líkinu ekið brott Lögregla í Noregi telur að Anne-Elisabeth Hagen, sem saknað hefur verið síðan í lok október árið 2018, hafi verið myrt inni á heimili hennar og eiginmannsins, auðkýfingsins Tom Hagen. 22. maí 2020 12:29 Sagði lögreglu frá „stráknum“ strax eftir hvarfið Tom Hagen, sem grunaður er um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen, minntist á mann, sérfræðing á sviði rafmynta sem nú er grunaður um aðild að málinu, í yfirheyrslum skömmu eftir að Anne-Elisabeth hvarf í október 2018. 14. maí 2020 09:56 Hagen sleppt úr gæsluvarðhaldi Tom Hagen hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að Hæstiréttur Noregs úrskurðaði gegn lögreglunni um framlengingu. 8. maí 2020 15:36 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun Sjá meira
Norski auðkýfingurinn Tom Hagen, sem grunaður er um morðið á eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen, hefur ekki látið af samningaviðræðum við meinta mannræningja konu sinnar. Hann sendi þeim skilaboð nú fyrir helgi, þar sem hann kvaðst reiðubúinn að borga lausnargjald. Þessu greinir norska dagblaðið VG frá í dag. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan hún hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi 31. október 2018. Lausnargjaldskrafa meintra mannræningja, sem hljóðaði upp á milljónir króna í órekjanlegri rafmynt, fannst á vettvangi og málið var því rannsakað sem mannrán fyrst um sinn. Síðar breytti lögregla tilgátu sinni og gaf út að hún teldi að Anne-Elisabeth hefði verið myrt og í lok apríl síðastliðnum var Tom Hagen handtekinn, grunaður um að hafa orðið konu sinni að bana. Kröfu um gæsluvarðhald yfir honum var þó hafnað og hann er frjáls ferða sinna síðan í byrjun maí. VG greinir nú frá því að síðasta föstudag, 29. maí, hafi Tom Hagen sent dulkóðuð bitcoin-skilaboð til hinna meintu mannræningja. Skilaboðin hafi hljóðað svo: „Ég staðfesti að ég vil borga.“ „Slæmur tími, fyrr eða hún deyr“ Þetta er í fyrsta sinn sem Hagen sendir meintum mannræningjum staðfestingu af þessum toga, eftir því sem VG kemst næst. Þá er jafnframt um að ræða fyrstu bitcoin-skilaboðin sem fara þeim á milli síðan í janúar 2019. Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar, á blaðamannafundi þann 9. janúar síðastliðinn.EPA/TORE MEEK VG hefur eftir Svein Holden verjanda Hagen að fjölskyldunni sé mikið í mun að komast í samband við meinta mannræningja. Þess vegna hafi verið ákveðið að senda skilaboðin nú og vonast sé til þess að svar berist. „Lögregla hefur ekki haft aðkomu að þessu ferli,“ segir Holden. Þá birtir VG nú í fyrsta sinn dulkóðuð bitcoin-samskipti Tom Hagen og meintra mannræningja. Hagen sendi fyrstu skilaboðin 2. nóvember 2018, tveimur dögum eftir að Anne-Elisabeth hvarf. Þar virðist Hagen lofa að senda lausnargjald í rafmyntinni Monero eftir sjö daga. Viku síðar, 10. nóvember 2018, berast skilaboð frá meintum mannræningjum. „Slæmur tími, fyrr eða hún deyr.“ Þremur dögum síðar svarar Tom Hagen: „Það er komið upp vandamál, vantar lengri tíma.“ Fleiri skilaboð og millifærsla Í janúar 2019 tóku Tom Hagen og meintir mannræningjar upp nýjan samskiptamáta; dulkóðaðan tölvupóstþjón. Tom Hagen sendi nokkur skilaboð í gegnum hann í maí og 8. júlí barst svar. „Tom, ertu núna tilbúinn að semja? Skilurðu að það yrðu mistök af þinni hálfu að svíkja okkur?“ Þá segir einnig í skilaboðum hinna meintu mannræningja að Anne-Elisabeth þurfi að komast undir læknishendur. Þá þykir þeim Tom Hagen hafa verið heldur lengi að koma sér að verki og segja að ekki sé hægt að staðfesta hversu lengi til viðbótar Anne-Elisabeth muni lifa. Eftir að skilaboðin bárust 8. júlí greiddi Tom Hagen meintum mannræningjum 1,3 milljónir evra, um 180 milljónir íslenskra króna. Ekkert hefur heyrst frá þeim síðan en samkvæmt upplýsingum VG reyndi Tom Hagen enn einu sinni að setja sig í samband við þá nú í febrúar. VG hefur eftir heimildarmanni sem sagður er þekkja til málsins að Hagen hafi ekki náð sambandi heldur aðeins fengið villumeldingu. Tölvupóstþjónninn hafi verið gerður óvirkur. Tom Hagen er eins og áður segir grunaður um að hafa orðið konu sinni að bana. Lögregla telur að hinir meintu mannræningjar séu ekki til heldur hafi Tom Hagen sett mannránið á svið til að hylma yfir eigin slóð, ef til vill með hjálp sérfræðings á svið rafmynta sem einnig var handtekinn í tengslum við málið en síðar sleppt. Hagen og sérfræðingurinn neita báðir sök og hafna öllum ásökunum lögreglu.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Telja líklegast að Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt og líkinu ekið brott Lögregla í Noregi telur að Anne-Elisabeth Hagen, sem saknað hefur verið síðan í lok október árið 2018, hafi verið myrt inni á heimili hennar og eiginmannsins, auðkýfingsins Tom Hagen. 22. maí 2020 12:29 Sagði lögreglu frá „stráknum“ strax eftir hvarfið Tom Hagen, sem grunaður er um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen, minntist á mann, sérfræðing á sviði rafmynta sem nú er grunaður um aðild að málinu, í yfirheyrslum skömmu eftir að Anne-Elisabeth hvarf í október 2018. 14. maí 2020 09:56 Hagen sleppt úr gæsluvarðhaldi Tom Hagen hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að Hæstiréttur Noregs úrskurðaði gegn lögreglunni um framlengingu. 8. maí 2020 15:36 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun Sjá meira
Telja líklegast að Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt og líkinu ekið brott Lögregla í Noregi telur að Anne-Elisabeth Hagen, sem saknað hefur verið síðan í lok október árið 2018, hafi verið myrt inni á heimili hennar og eiginmannsins, auðkýfingsins Tom Hagen. 22. maí 2020 12:29
Sagði lögreglu frá „stráknum“ strax eftir hvarfið Tom Hagen, sem grunaður er um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen, minntist á mann, sérfræðing á sviði rafmynta sem nú er grunaður um aðild að málinu, í yfirheyrslum skömmu eftir að Anne-Elisabeth hvarf í október 2018. 14. maí 2020 09:56
Hagen sleppt úr gæsluvarðhaldi Tom Hagen hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að Hæstiréttur Noregs úrskurðaði gegn lögreglunni um framlengingu. 8. maí 2020 15:36