Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Kristján Már Unnarsson skrifar 2. júní 2020 21:45 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, við flugvallargirðinguna í Skerjafirði. Nýja hverfið á að rísa á svæðinu fyrir innan girðingu. Stöð 2/Einar Árnason. Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það kostaði átök þegar borgin knúði fram lokun minnstu brautar vallarins til að byggja Hlíðarendahverfið. Núna er áformað að taka enn stærri sneið af vellinum en borgin kynnir á morgun áform um nýja byggð í Skerjafirði og stefnir á jarðvegsframkvæmdir fyrir lok þessa árs. Séð yfir flugvallarsvæðið. Nýja Hlíðarendahverfið til hægri. Nýja Skerjafjarðarhverfinu er ætlað að rísa við hinn enda flugbrautarinnar, sem lokað var að kröfu Reykjavíkurborgar. Stöð 2/Einar Árnason. „Mér líst afleitlega á þetta. Það á ekki að hreyfa við þessu svæði. Reykjavíkurborg á nóg landsvæði innan borgarmarkanna til að byggja upp. Þetta er aðför að flugvellinum fyrst og fremst. En tilgangurinn helgar meðalið, virðist vera,“ segir Vigdís. Friðrik Pálsson, formaður samtakanna Hjartað í Vatnsmýri, sem söfnuðu yfir sjötíu þúsund undirskriftum til stuðnings óskertum flugvelli, segir borgina sýna fluginu lítinn skilning. Friðrik Pálsson, annar forsvarsmanna Hjartans í Vatnsmýri.Stöð 2/Einar Árnason. „Reykjavíkurflugvöllur er ekki að fara. Það stendur til samkvæmt reglugerð að hann fari núna, held ég, eftir rúmt ár. En hann er ekkert að fara. Og þá megum við heldur ekki þrengja að honum þannig að það verði margfalt dýrara fyrir þjóðina, fyrir skattborgara, að koma þessum samgöngutækjum fyrir einhversstaðar annars staðar. Það er bara ekkert í gangi. Og það er bara ekkert í boði,“ segir Friðrik. Vigdís telur þetta nýja Skerjafjarðarhverfi brot á samningi ríkis og borgar um flugvöllinn í Vatnsmýri. Svona á nýja Skerjafjarðarhverfið að líta út, samkvæmt deiliskipulagstillögu.Mynd/Reykjavíkurborg. „Það er ekki verið að fara að byggja nýjan flugvöll. Þannig að þetta er hrein aðför, bæði að Reykvíkingum og landsbyggðinni,“ segir Vigdís. Friðrik bendir á að framundan sá bylting í flugsamgöngum með tilkomu rafmagnsflugvéla. „Það skellur yfir áður en við vitum af. Sá ferðamáti verður umhverfisvænsti ferðamáti sem hægt er að hugsa sér. Þessar vélar eru hljóðlátar, nánast hljóðlausar. Þær eru gríðarlega hagkvæmar, tugum prósenta hagkvæmari heldur en aðrar vélar. Og ég verð að viðurkenna það að mér finnst að Reykjavíkurborg beri skyldu til þess gagnvart borgarbúum og gagnvart þjóðinni allri að kynna sér hvað er að gerast í þessum málum áður en þeir fara að þrengja meira að flugvellinum í Reykjavík,“ segir Friðrik. „Afhverju er ekki hlustað á fagfólk í fluginu í stað þess að vera að hlusta á einhverjar nokkrar hræður niður í Ráðhúsi? Það er óskiljanlegt. Þetta er skemmdarverk af stærstu gráðu,“ segir Vigdís. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjá einnig: Svona sér Ómar sátt um flugvöll Fréttir af flugi Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ferðamálaráðherra segir engar alvöru viðræður í gangi um flugvöll í Hvassahrauni 13. maí 2020 12:03 Verja 200 milljónum til að kanna möguleika á flugvelli í Hvassahrauni Ríki og borg hafa samþykkt að verja 200 milljónum króna til að kanna möguleikann á nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni. Með því samkomulagi er ljóst að Reykjarvíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, ásamt fleiru, næstu árin. 1. desember 2019 21:24 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það kostaði átök þegar borgin knúði fram lokun minnstu brautar vallarins til að byggja Hlíðarendahverfið. Núna er áformað að taka enn stærri sneið af vellinum en borgin kynnir á morgun áform um nýja byggð í Skerjafirði og stefnir á jarðvegsframkvæmdir fyrir lok þessa árs. Séð yfir flugvallarsvæðið. Nýja Hlíðarendahverfið til hægri. Nýja Skerjafjarðarhverfinu er ætlað að rísa við hinn enda flugbrautarinnar, sem lokað var að kröfu Reykjavíkurborgar. Stöð 2/Einar Árnason. „Mér líst afleitlega á þetta. Það á ekki að hreyfa við þessu svæði. Reykjavíkurborg á nóg landsvæði innan borgarmarkanna til að byggja upp. Þetta er aðför að flugvellinum fyrst og fremst. En tilgangurinn helgar meðalið, virðist vera,“ segir Vigdís. Friðrik Pálsson, formaður samtakanna Hjartað í Vatnsmýri, sem söfnuðu yfir sjötíu þúsund undirskriftum til stuðnings óskertum flugvelli, segir borgina sýna fluginu lítinn skilning. Friðrik Pálsson, annar forsvarsmanna Hjartans í Vatnsmýri.Stöð 2/Einar Árnason. „Reykjavíkurflugvöllur er ekki að fara. Það stendur til samkvæmt reglugerð að hann fari núna, held ég, eftir rúmt ár. En hann er ekkert að fara. Og þá megum við heldur ekki þrengja að honum þannig að það verði margfalt dýrara fyrir þjóðina, fyrir skattborgara, að koma þessum samgöngutækjum fyrir einhversstaðar annars staðar. Það er bara ekkert í gangi. Og það er bara ekkert í boði,“ segir Friðrik. Vigdís telur þetta nýja Skerjafjarðarhverfi brot á samningi ríkis og borgar um flugvöllinn í Vatnsmýri. Svona á nýja Skerjafjarðarhverfið að líta út, samkvæmt deiliskipulagstillögu.Mynd/Reykjavíkurborg. „Það er ekki verið að fara að byggja nýjan flugvöll. Þannig að þetta er hrein aðför, bæði að Reykvíkingum og landsbyggðinni,“ segir Vigdís. Friðrik bendir á að framundan sá bylting í flugsamgöngum með tilkomu rafmagnsflugvéla. „Það skellur yfir áður en við vitum af. Sá ferðamáti verður umhverfisvænsti ferðamáti sem hægt er að hugsa sér. Þessar vélar eru hljóðlátar, nánast hljóðlausar. Þær eru gríðarlega hagkvæmar, tugum prósenta hagkvæmari heldur en aðrar vélar. Og ég verð að viðurkenna það að mér finnst að Reykjavíkurborg beri skyldu til þess gagnvart borgarbúum og gagnvart þjóðinni allri að kynna sér hvað er að gerast í þessum málum áður en þeir fara að þrengja meira að flugvellinum í Reykjavík,“ segir Friðrik. „Afhverju er ekki hlustað á fagfólk í fluginu í stað þess að vera að hlusta á einhverjar nokkrar hræður niður í Ráðhúsi? Það er óskiljanlegt. Þetta er skemmdarverk af stærstu gráðu,“ segir Vigdís. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjá einnig: Svona sér Ómar sátt um flugvöll
Fréttir af flugi Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ferðamálaráðherra segir engar alvöru viðræður í gangi um flugvöll í Hvassahrauni 13. maí 2020 12:03 Verja 200 milljónum til að kanna möguleika á flugvelli í Hvassahrauni Ríki og borg hafa samþykkt að verja 200 milljónum króna til að kanna möguleikann á nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni. Með því samkomulagi er ljóst að Reykjarvíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, ásamt fleiru, næstu árin. 1. desember 2019 21:24 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Verja 200 milljónum til að kanna möguleika á flugvelli í Hvassahrauni Ríki og borg hafa samþykkt að verja 200 milljónum króna til að kanna möguleikann á nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni. Með því samkomulagi er ljóst að Reykjarvíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, ásamt fleiru, næstu árin. 1. desember 2019 21:24