Skimun besti kosturinn þrátt fyrir ummæli smitsjúkdómalæknis Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júní 2020 19:08 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að skimun fyrir kórónuveirunni á íslensku landamærunum sé besti kosturinn til að hindra útbreiðslu veirunnar. Hann kveðst ekki taka undir orð smitsjúkdómalæknis fyrir helgi, sem sagði að það væru „ekki góð vísindi“ að taka sýni úr einkennalausum ferðamönnum við landamærin. Þetta kom fram í máli Þórólfs í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann var inntur eftir viðbrögðum við ummælum Bryndísar Sigurðardóttur smitsjúkdómalæknis á Landspítalanum sem sagði á föstudag að í skimun sem þessari fengist hátt hlutfall falskt neikvæðra sýna. „[…] þannig að við munum hvort eð er hleypa til landsins einstaklingum sem hugsanlega eru með veiruna og eru sýktir en eru ekki með jákvætt sýni,“ sagði Bryndís. Þetta væru „ekki góð vísindi“ og orku heilbrigðisstarfsfólks væri betur varið í annað. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Þórólfur kvaðst ekki taka undir þetta. „Ég veit nú ekki nákvæmlega hvað þessi smitsjúkdómalæknir hefur sagt nákvæmlega en ég er ekkert sammála þessu. Það er oft skimað fyrir alls konar smitsjúkdómum hjá einkennalausu fólki og það er hægt að nefna fjöldann allan af smitsjúkdómum þar sem það er gert. Þannig að í þessu tilfelli þá er þetta besti kosturinn. Það væri óskandi að við hefðum betri kost til að tryggja það að veiran kæmi ekki hingað inn til lands en þetta er sú aðferð sem er til þess fallin að lágmarka áhættuna. Þannig að ég tek ekki undir þetta,“ sagði Þórólfur. Allir að reyna að klára í tæka tíð Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra um opnun landamæra 15. júní næstkomandi er mælt með því að stefnt verði að því að hefja skimun ferðamanna fyrir kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli sem fyrst til að reynsla fáist af henni á meðan ferðamannastraumur er enn ekki mikill. Skimunin dragi úr áhættu á að smitaðir ferðamenn komi til landsins en komi ekki algerlega í veg fyrir það. Þá útilokar hann aðra kosti um takmarkanir á komu ferðamanna til landsins, þar á meðal algera opnun og lokun landamæranna, heilsufarsskoðun fyrir eða við komu til landsins og að ferðamenn framvísi vottorði með niðurstöðum úr mótefnaprófi. Þórólfur sagði í Reykjavík síðdegis að erfitt væri að segja til um það núna hvort það náist að hleypa skimuninni af stokkunum í tæka tíð. Það muni skýrast betur á næstu dögum. Þá séu viðræður nú í gangi um að Íslensk erfðagreining komi að skimuninni. „Það er ekki allt klárt og það er verið að vinna hörðum höndum að því að gera þetta klárt. Það er ljóst að þetta er mikil vinna og þarf mikinn undirbúning við til að láta þetta nást fyrir 15. en það eru allir að stefna að því.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Skimun á landamærunum lágmarkar áhættu en eyðir henni ekki Sóttvarnalæknir mælir með því að stefnt verði að því að hefja skimun ferðamanna fyrir kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli sem fyrst til að reynsla fáist af henni á meðan ferðamannastraumur er enn ekki mikill. Í minnisblaði til heilbrigðisráðherra segir sóttvarnalæknir skimunina draga úr áhættu á að smitaðir ferðamenn komi til landsins en komi ekki algerlega í veg fyrir það. 2. júní 2020 15:36 Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. 2. júní 2020 12:33 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að skimun fyrir kórónuveirunni á íslensku landamærunum sé besti kosturinn til að hindra útbreiðslu veirunnar. Hann kveðst ekki taka undir orð smitsjúkdómalæknis fyrir helgi, sem sagði að það væru „ekki góð vísindi“ að taka sýni úr einkennalausum ferðamönnum við landamærin. Þetta kom fram í máli Þórólfs í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann var inntur eftir viðbrögðum við ummælum Bryndísar Sigurðardóttur smitsjúkdómalæknis á Landspítalanum sem sagði á föstudag að í skimun sem þessari fengist hátt hlutfall falskt neikvæðra sýna. „[…] þannig að við munum hvort eð er hleypa til landsins einstaklingum sem hugsanlega eru með veiruna og eru sýktir en eru ekki með jákvætt sýni,“ sagði Bryndís. Þetta væru „ekki góð vísindi“ og orku heilbrigðisstarfsfólks væri betur varið í annað. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Þórólfur kvaðst ekki taka undir þetta. „Ég veit nú ekki nákvæmlega hvað þessi smitsjúkdómalæknir hefur sagt nákvæmlega en ég er ekkert sammála þessu. Það er oft skimað fyrir alls konar smitsjúkdómum hjá einkennalausu fólki og það er hægt að nefna fjöldann allan af smitsjúkdómum þar sem það er gert. Þannig að í þessu tilfelli þá er þetta besti kosturinn. Það væri óskandi að við hefðum betri kost til að tryggja það að veiran kæmi ekki hingað inn til lands en þetta er sú aðferð sem er til þess fallin að lágmarka áhættuna. Þannig að ég tek ekki undir þetta,“ sagði Þórólfur. Allir að reyna að klára í tæka tíð Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra um opnun landamæra 15. júní næstkomandi er mælt með því að stefnt verði að því að hefja skimun ferðamanna fyrir kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli sem fyrst til að reynsla fáist af henni á meðan ferðamannastraumur er enn ekki mikill. Skimunin dragi úr áhættu á að smitaðir ferðamenn komi til landsins en komi ekki algerlega í veg fyrir það. Þá útilokar hann aðra kosti um takmarkanir á komu ferðamanna til landsins, þar á meðal algera opnun og lokun landamæranna, heilsufarsskoðun fyrir eða við komu til landsins og að ferðamenn framvísi vottorði með niðurstöðum úr mótefnaprófi. Þórólfur sagði í Reykjavík síðdegis að erfitt væri að segja til um það núna hvort það náist að hleypa skimuninni af stokkunum í tæka tíð. Það muni skýrast betur á næstu dögum. Þá séu viðræður nú í gangi um að Íslensk erfðagreining komi að skimuninni. „Það er ekki allt klárt og það er verið að vinna hörðum höndum að því að gera þetta klárt. Það er ljóst að þetta er mikil vinna og þarf mikinn undirbúning við til að láta þetta nást fyrir 15. en það eru allir að stefna að því.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Skimun á landamærunum lágmarkar áhættu en eyðir henni ekki Sóttvarnalæknir mælir með því að stefnt verði að því að hefja skimun ferðamanna fyrir kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli sem fyrst til að reynsla fáist af henni á meðan ferðamannastraumur er enn ekki mikill. Í minnisblaði til heilbrigðisráðherra segir sóttvarnalæknir skimunina draga úr áhættu á að smitaðir ferðamenn komi til landsins en komi ekki algerlega í veg fyrir það. 2. júní 2020 15:36 Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. 2. júní 2020 12:33 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira
Skimun á landamærunum lágmarkar áhættu en eyðir henni ekki Sóttvarnalæknir mælir með því að stefnt verði að því að hefja skimun ferðamanna fyrir kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli sem fyrst til að reynsla fáist af henni á meðan ferðamannastraumur er enn ekki mikill. Í minnisblaði til heilbrigðisráðherra segir sóttvarnalæknir skimunina draga úr áhættu á að smitaðir ferðamenn komi til landsins en komi ekki algerlega í veg fyrir það. 2. júní 2020 15:36
Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. 2. júní 2020 12:33