Endurmeta stöðuna á tveggja vikna fresti Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. júní 2020 19:15 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að staðan verði endurmetin á tveggja vikna fresti. vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnarlæknis sem fjallað var um á fundi ríkisstjórnar í dag um breytingu á reglum við komur ferðamanna til Íslands. Forsætisráðherra segir að staðan verði endurmetin á tveggja vikna fresti. Minnisblað sóttvarnarlæknis um skimanir við landamæri var til umræðu á ríkisstjórnarfundi í hádeginu. Komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Að öðrum kosti þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. Sóttvarnarlæknir mun bera meginábyrgð á framkvæmd sýnatöku en að sögn forsætisráðherra er samtal í gangi um aðkomu íslenskrar erfðagreiningar. Ráðherrann hefur skipað samhæfingarteymi sem mun aðstoða sóttvarnarlækni við undirbúning og framkvæmd verkefnisins. Margt er þó enn óljóst. „Það er meðal annars gjaldtaka fyrir sýni og hvort hún á að snúast um gjald fyrir einstakt sýni eða vera hluti af fastakostnaði. Það eru líka ákveðnar laga- og reglugerðarbreytingar sem þarf að ráðast í til að mynda varðandi forskráningu upplýsinga af hálfu flugrekstraraðila. Hvernig á að fara með þá sem hingað koma og neita annað hvort að taka sýni eða fara í sóttkví og svo framvegis,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Forsætisráðherra segir að samtal sé í gangi um aðkomu íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/Vilhelm Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá opnun landamæra yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins á dag. Nú er þetta breytilegt ástand. Hversu reglulega og hvenær ætlið þið að endurskoða stöðuna? „Ég hef lagt á það áherslu að við séum að endurskoða þetta mjög reglulega. Það er að segja að á tveggja vikna fresti munum við taka stöðuna. Hvaða árangri er þetta að skila og við verðum um leið að fylgjast með þróun faraldursins í heiminum,“ sagði Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. 2. júní 2020 12:33 Sóttvarnalæknir enn þeirrar skoðunar að skimun á Keflavíkurflugvelli sé rétta leiðin Sóttvarnalæknir er enn þeirrar skoðunar að skimun farþega fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní sé enn rétta leiðin þegar kemur að opnun landamæranna. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. 31. maí 2020 10:40 Þórólfur skilaði af sér drögum að minnisblaði um opnun landamæra Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað drögum að minnisblaði um útfærslu skimunar fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá ráðuneytinu. 30. maí 2020 21:33 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnarlæknis sem fjallað var um á fundi ríkisstjórnar í dag um breytingu á reglum við komur ferðamanna til Íslands. Forsætisráðherra segir að staðan verði endurmetin á tveggja vikna fresti. Minnisblað sóttvarnarlæknis um skimanir við landamæri var til umræðu á ríkisstjórnarfundi í hádeginu. Komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Að öðrum kosti þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. Sóttvarnarlæknir mun bera meginábyrgð á framkvæmd sýnatöku en að sögn forsætisráðherra er samtal í gangi um aðkomu íslenskrar erfðagreiningar. Ráðherrann hefur skipað samhæfingarteymi sem mun aðstoða sóttvarnarlækni við undirbúning og framkvæmd verkefnisins. Margt er þó enn óljóst. „Það er meðal annars gjaldtaka fyrir sýni og hvort hún á að snúast um gjald fyrir einstakt sýni eða vera hluti af fastakostnaði. Það eru líka ákveðnar laga- og reglugerðarbreytingar sem þarf að ráðast í til að mynda varðandi forskráningu upplýsinga af hálfu flugrekstraraðila. Hvernig á að fara með þá sem hingað koma og neita annað hvort að taka sýni eða fara í sóttkví og svo framvegis,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Forsætisráðherra segir að samtal sé í gangi um aðkomu íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/Vilhelm Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá opnun landamæra yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins á dag. Nú er þetta breytilegt ástand. Hversu reglulega og hvenær ætlið þið að endurskoða stöðuna? „Ég hef lagt á það áherslu að við séum að endurskoða þetta mjög reglulega. Það er að segja að á tveggja vikna fresti munum við taka stöðuna. Hvaða árangri er þetta að skila og við verðum um leið að fylgjast með þróun faraldursins í heiminum,“ sagði Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. 2. júní 2020 12:33 Sóttvarnalæknir enn þeirrar skoðunar að skimun á Keflavíkurflugvelli sé rétta leiðin Sóttvarnalæknir er enn þeirrar skoðunar að skimun farþega fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní sé enn rétta leiðin þegar kemur að opnun landamæranna. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. 31. maí 2020 10:40 Þórólfur skilaði af sér drögum að minnisblaði um opnun landamæra Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað drögum að minnisblaði um útfærslu skimunar fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá ráðuneytinu. 30. maí 2020 21:33 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. 2. júní 2020 12:33
Sóttvarnalæknir enn þeirrar skoðunar að skimun á Keflavíkurflugvelli sé rétta leiðin Sóttvarnalæknir er enn þeirrar skoðunar að skimun farþega fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní sé enn rétta leiðin þegar kemur að opnun landamæranna. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. 31. maí 2020 10:40
Þórólfur skilaði af sér drögum að minnisblaði um opnun landamæra Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað drögum að minnisblaði um útfærslu skimunar fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá ráðuneytinu. 30. maí 2020 21:33