Biden segir Bandaríkin þurfa að taka á kerfisbundnum rasisma Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2020 16:39 Joe Biden hélt til Filadelfíu í dag til að ræða um mótmæli undanfarinna daga. Þetta var í fyrsta skipti sem Biden ferðast út fyrir heimaríki sitt Delaware frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. AP/Matt Rourke Bandaríkin skortir forystu á tíma þegar þau þurfa að taka á kerfisbundinni kynþáttahyggju í kjölfar dauða blökkumanns í haldi lögreglu í síðustu viku, að sögn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Í fyrstu í Fíladelfíu deildi Biden hart á Donald Trump forseta fyrir viðbrögð hans við mótmælum undanfarinna daga. Mikil mótmæli hafa blossað upp víða um Bandaríkin undanfarna daga eftir að George Floyd, óvopnaður blökkumaður, lést þegar lögreglumaður þrýsti hné sínu á háls hans í fleiri mínútur í Minneapolis í síðustu viku. Drápið á Floyd er eitt af mýmörgum atvikum þar sem hvítir lögreglumenn hafa valdið dauða óvopnaðra blökkumanna undanfarin ár. Óeirðir og gripdeildir hafa fylgt mótmælunum sums staðar en lögreglan hefur einnig verið gagnrýnd fyrir ofsafengin viðbrögð og ofbeldi gegn friðsömum mótmælendum. Trump forseti hefur brugðist við með því að hóta mótmælendum og óeirðaseggjum með ofbeldi. Í ávarpi við Hvíta húsið í gærkvöldi hótaði forsetinn meðal annars að siga hernum á mótmælendur. Joe Biden, sem að öllum líkindum verður forsetaefni Demókrataflokksins í kosningum í nóvember, hélt til Fíladelfíu í dag. þar sem hann hélt sína fyrstu ræðu utan heimaríkis síns Delaware frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. Þar hét Biden því að græða sár bandarísku þjóðarinnar. „Landið kallar eftir forystu, forystu sem getur sameinað okkur,“ sagði Biden í ávarpi sínu. Lýsti hann dauða Floyd sem vakningu fyrir þjóðina um að hún yrði að bregðast við kerfisbundinni kynþáttahyggju, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við getum ekki látið þetta augnablik hjá líða haldandi að við getum snúið okkur í burtu og gert ekkert. Við getum ekki gert það,“ sagði Biden sem lofaði að ala hvorki á ótta né sundrung sem forseti. Heimsókn Trump forseta fyrir utan St. John‘s-kirkjuna í Washington-borg varð Biden sérstakt tilefni til gagnrýni. Trump lét rýma Lafayette-torg á milli Hvíta hússins og kirkjunnar til að hann gæti látið mynda sig með Biblíuna þar. Herlögreglumenn skutu táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum til að reka þá af torginu. „Okkur gæti fyrirgefist að halda að forsetinn hefði meiri áhuga á völdum en á grunngildum,“ sagði Biden um Trump. Dauði George Floyd Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimm lögreglumenn skotnir í mótmælum vestanhafs Að minnsta kosti fimm lögreglumenn eru sagðir hafa orðið fyrir byssukúlum í mótmælum vegna dauða blökkumanns í haldi lögreglu í gærkvöldi. Lögreglumennirnir eru ekki taldir lífshættulega særðir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að beita hernum til að stöðva mótmæli og óeirðir. 2. júní 2020 13:39 Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Bandaríkin skortir forystu á tíma þegar þau þurfa að taka á kerfisbundinni kynþáttahyggju í kjölfar dauða blökkumanns í haldi lögreglu í síðustu viku, að sögn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Í fyrstu í Fíladelfíu deildi Biden hart á Donald Trump forseta fyrir viðbrögð hans við mótmælum undanfarinna daga. Mikil mótmæli hafa blossað upp víða um Bandaríkin undanfarna daga eftir að George Floyd, óvopnaður blökkumaður, lést þegar lögreglumaður þrýsti hné sínu á háls hans í fleiri mínútur í Minneapolis í síðustu viku. Drápið á Floyd er eitt af mýmörgum atvikum þar sem hvítir lögreglumenn hafa valdið dauða óvopnaðra blökkumanna undanfarin ár. Óeirðir og gripdeildir hafa fylgt mótmælunum sums staðar en lögreglan hefur einnig verið gagnrýnd fyrir ofsafengin viðbrögð og ofbeldi gegn friðsömum mótmælendum. Trump forseti hefur brugðist við með því að hóta mótmælendum og óeirðaseggjum með ofbeldi. Í ávarpi við Hvíta húsið í gærkvöldi hótaði forsetinn meðal annars að siga hernum á mótmælendur. Joe Biden, sem að öllum líkindum verður forsetaefni Demókrataflokksins í kosningum í nóvember, hélt til Fíladelfíu í dag. þar sem hann hélt sína fyrstu ræðu utan heimaríkis síns Delaware frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. Þar hét Biden því að græða sár bandarísku þjóðarinnar. „Landið kallar eftir forystu, forystu sem getur sameinað okkur,“ sagði Biden í ávarpi sínu. Lýsti hann dauða Floyd sem vakningu fyrir þjóðina um að hún yrði að bregðast við kerfisbundinni kynþáttahyggju, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við getum ekki látið þetta augnablik hjá líða haldandi að við getum snúið okkur í burtu og gert ekkert. Við getum ekki gert það,“ sagði Biden sem lofaði að ala hvorki á ótta né sundrung sem forseti. Heimsókn Trump forseta fyrir utan St. John‘s-kirkjuna í Washington-borg varð Biden sérstakt tilefni til gagnrýni. Trump lét rýma Lafayette-torg á milli Hvíta hússins og kirkjunnar til að hann gæti látið mynda sig með Biblíuna þar. Herlögreglumenn skutu táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum til að reka þá af torginu. „Okkur gæti fyrirgefist að halda að forsetinn hefði meiri áhuga á völdum en á grunngildum,“ sagði Biden um Trump.
Dauði George Floyd Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimm lögreglumenn skotnir í mótmælum vestanhafs Að minnsta kosti fimm lögreglumenn eru sagðir hafa orðið fyrir byssukúlum í mótmælum vegna dauða blökkumanns í haldi lögreglu í gærkvöldi. Lögreglumennirnir eru ekki taldir lífshættulega særðir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að beita hernum til að stöðva mótmæli og óeirðir. 2. júní 2020 13:39 Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Fimm lögreglumenn skotnir í mótmælum vestanhafs Að minnsta kosti fimm lögreglumenn eru sagðir hafa orðið fyrir byssukúlum í mótmælum vegna dauða blökkumanns í haldi lögreglu í gærkvöldi. Lögreglumennirnir eru ekki taldir lífshættulega særðir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að beita hernum til að stöðva mótmæli og óeirðir. 2. júní 2020 13:39
Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55