Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er núna í útkalli á bensínstöð Atlantsolíu við Bústaðaveg en um er að ræða bensínleka á stöðinni að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Einn dælubíll frá slökkviliðinu er á staðnum ásamt einum sjúkrabíl.
Að sögn slökkviliðs er lekinn ekki jafn mikill og ætlað var í fyrstu en útkallið barst nú rétt fyrir klukkan tvö.
Fréttin hefur verið uppfærð.