Rautt spjald og dómarinn vildi flauta af á Akranesi | Rosalegt innkast skilaði KA sigri | Myndbönd Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2020 16:56 Gonzalo Zamorano lék með ÍA síðasta sumar en fór svo aftur til Víkings í Ólafsvík. VÍSIR/DANÍEL Það er grunnt á því góða á milli ÍA og Víkings Ó. ef marka má æfingaleik liðanna á Akranesi í dag, í fótbolta karla, þar sem dómarinn virtist vilja flauta leikinn af eftir ljót brot og mikinn æsing í báðum liðum. ÍA vann leikinn 2-1, með sigurmarki Tryggva Hrafns Haraldssonar úr vítaspyrnu undir lokin, en fram að því hafði mikið gengið á. Upp úr sauð eftir að Sindri Snær Magnússon úr liði ÍA henti sér í tæklingu aftan í Gonzalo Zamorano, sem lék með ÍA í fyrra, úti við hliðarlínu og fékk rautt spjald fyrir. Reyndar tókst að halda leik áfram en aðeins nokkrum sekúndum síðar henti Zamorano sér sjálfur í ljóta tæklingu og það var þá sem Ívar Orri Kristjánsson flautaði ótt og títt í flautu sína og virtist ætla að ljúka leik. Zamorano slapp reyndar við rautt spjald og eftir nokkrar hrindingar og æsing tókst að stilla til friðar og klára allar 90 mínúturnar, af þessum æfingaleik. Það var Viktor Jónsson sem skoraði fyrra mark ÍA en Indriði Áki Þorláksson jafnaði metin fyrir Víkinga sem leika í Lengjudeildinni í sumar eins og síðustu ár. ÍA leikur í Pepsi Max-deildinni líkt og í fyrra. Lagði upp sigurmark KA með mögnuðu innkasti Á Akureyri vann KA 1-0 sigur gegn Fylki í æfingaleik, þar sem Brynjar Ingi Bjarnason skoraði sigurmarkið með skalla eftir rosalegt innkast danska varnarmannsins Mikkel Qvist. Innköstin hans vöktu verðskuldaða athygli á Akureyri í dag. Þessi innköst eru galin!! #fotboltinet pic.twitter.com/QBMPLx10cd— Birkir Örn Pétursson (@birkirp) May 30, 2020 Það munaði reyndar litlu að Ragnar Bragi Sveinsson næði að verja skalla Brynjars, með hendi, en hann hefði þá fengið rautt spjald og vítaspyrna verið dæmd. Boltinn fór hins vegar rétt inn fyrir marklínuna að mati dómara og því var markið látið standa. Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn ÍA KA Fylkir Tengdar fréttir Emil skoraði í sigri FH Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson spilar hugsanlega með FH í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í sumar. Hann lék með liðinu í æfingaleik gegn Fram í dag. 30. maí 2020 13:58 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Það er grunnt á því góða á milli ÍA og Víkings Ó. ef marka má æfingaleik liðanna á Akranesi í dag, í fótbolta karla, þar sem dómarinn virtist vilja flauta leikinn af eftir ljót brot og mikinn æsing í báðum liðum. ÍA vann leikinn 2-1, með sigurmarki Tryggva Hrafns Haraldssonar úr vítaspyrnu undir lokin, en fram að því hafði mikið gengið á. Upp úr sauð eftir að Sindri Snær Magnússon úr liði ÍA henti sér í tæklingu aftan í Gonzalo Zamorano, sem lék með ÍA í fyrra, úti við hliðarlínu og fékk rautt spjald fyrir. Reyndar tókst að halda leik áfram en aðeins nokkrum sekúndum síðar henti Zamorano sér sjálfur í ljóta tæklingu og það var þá sem Ívar Orri Kristjánsson flautaði ótt og títt í flautu sína og virtist ætla að ljúka leik. Zamorano slapp reyndar við rautt spjald og eftir nokkrar hrindingar og æsing tókst að stilla til friðar og klára allar 90 mínúturnar, af þessum æfingaleik. Það var Viktor Jónsson sem skoraði fyrra mark ÍA en Indriði Áki Þorláksson jafnaði metin fyrir Víkinga sem leika í Lengjudeildinni í sumar eins og síðustu ár. ÍA leikur í Pepsi Max-deildinni líkt og í fyrra. Lagði upp sigurmark KA með mögnuðu innkasti Á Akureyri vann KA 1-0 sigur gegn Fylki í æfingaleik, þar sem Brynjar Ingi Bjarnason skoraði sigurmarkið með skalla eftir rosalegt innkast danska varnarmannsins Mikkel Qvist. Innköstin hans vöktu verðskuldaða athygli á Akureyri í dag. Þessi innköst eru galin!! #fotboltinet pic.twitter.com/QBMPLx10cd— Birkir Örn Pétursson (@birkirp) May 30, 2020 Það munaði reyndar litlu að Ragnar Bragi Sveinsson næði að verja skalla Brynjars, með hendi, en hann hefði þá fengið rautt spjald og vítaspyrna verið dæmd. Boltinn fór hins vegar rétt inn fyrir marklínuna að mati dómara og því var markið látið standa.
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn ÍA KA Fylkir Tengdar fréttir Emil skoraði í sigri FH Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson spilar hugsanlega með FH í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í sumar. Hann lék með liðinu í æfingaleik gegn Fram í dag. 30. maí 2020 13:58 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Emil skoraði í sigri FH Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson spilar hugsanlega með FH í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í sumar. Hann lék með liðinu í æfingaleik gegn Fram í dag. 30. maí 2020 13:58