Blaðamaður meðal hinna látnu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. maí 2020 16:37 Minnst tveir létust og sjö særðust í rútusprengju í Kabúl í dag. Allir voru þeir starfsmenn ríkissjónvarpsstöðvarinnar Khurshid, utan bílstjórans. EPA/JAWAD JALALI Blaðamaður og tæknisérfræðingur létust og minnst sjö særðust þegar rúta sem keyrði starfsmenn afganskrar sjónvarpsstöðvar sprakk í Kabúl í dag. Talíbanar segjast ekki bera ábyrgð á árásinni og engar aðrar vígasveitir hafa lýst yfir ábyrgð á verknaðnum. Sprengingin varð á háannatíma að kvöldi laugardags, í dag, í Kabúl. „Samstarfsmenn okkar Wahed Shah, viðskiptafréttamaður, og Shafiq Amiri, tæknisérfræðingur, létust í árásinni,“ sagði Mohammad Rafi Rafiq Sediqi, framkvæmdastjóri ríkissjónvarps Afganistan, Khurshid. Þá sagði hann að sex fréttamenn til viðbótar og ökumaður rútunnar hafi særst í sprengingunni. Innanríkisráðuneyti Afganistan segir árásina vera hryðjuverk. Talíbanar og aðrar íslamskar vígasveitir hafa ítrekað beint spjótum sínum að afgönskum fréttamönnum og urðu þær 15 fréttamönnum að bana árið 2018 en aldrei hafa fleiri fréttamenn í Afganistan látið lífið í árásum. Í fyrra voru tveir fréttamenn Khurshid drepnir og tveir særðust í svipaðri árás. Talíbanar hótuðu afgönskum fréttamiðlum í fyrra ef „and-talíbönskum yfirlýsingum“ linnti ekki. Árið 2016 keyrði sjálfsvígssprengjumaður á vegum Talíbana bíl sínum á rútu sem var full af starfsmönnum Tolo sjónvarpsstöðvarinnar, stærsta sjálfstæða fjölmiðli Afganistan, og létust sjö fréttamenn í þeirri árás. Talíbanar héldu því fram að Tolo væri áróðursvél bandaríska hersins og afganskra yfirvalda, sem njóta stuðnings Vesturlanda. Afganistan Tengdar fréttir Afgönsk yfirvöld leysa 900 Talíbana úr haldi Afgönsk yfirvöld tilkynntu í dag að þau hyggðust leysa 900 vígamenn Talíbana úr haldi og báðu hryðjuverkahópinn jafnframt að framlengja þriggja daga vopnahlé sem á að enda á þriðjudagskvöld. 26. maí 2020 18:07 Ghani og Abdullah ná loks samkomulagi um að deila völdum Pattstaða hefur verið í afgönskum stjórnmálum eftir forsetakosningarnar í landinu á síðasta ári. 17. maí 2020 17:41 Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. 15. maí 2020 08:28 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira
Blaðamaður og tæknisérfræðingur létust og minnst sjö særðust þegar rúta sem keyrði starfsmenn afganskrar sjónvarpsstöðvar sprakk í Kabúl í dag. Talíbanar segjast ekki bera ábyrgð á árásinni og engar aðrar vígasveitir hafa lýst yfir ábyrgð á verknaðnum. Sprengingin varð á háannatíma að kvöldi laugardags, í dag, í Kabúl. „Samstarfsmenn okkar Wahed Shah, viðskiptafréttamaður, og Shafiq Amiri, tæknisérfræðingur, létust í árásinni,“ sagði Mohammad Rafi Rafiq Sediqi, framkvæmdastjóri ríkissjónvarps Afganistan, Khurshid. Þá sagði hann að sex fréttamenn til viðbótar og ökumaður rútunnar hafi særst í sprengingunni. Innanríkisráðuneyti Afganistan segir árásina vera hryðjuverk. Talíbanar og aðrar íslamskar vígasveitir hafa ítrekað beint spjótum sínum að afgönskum fréttamönnum og urðu þær 15 fréttamönnum að bana árið 2018 en aldrei hafa fleiri fréttamenn í Afganistan látið lífið í árásum. Í fyrra voru tveir fréttamenn Khurshid drepnir og tveir særðust í svipaðri árás. Talíbanar hótuðu afgönskum fréttamiðlum í fyrra ef „and-talíbönskum yfirlýsingum“ linnti ekki. Árið 2016 keyrði sjálfsvígssprengjumaður á vegum Talíbana bíl sínum á rútu sem var full af starfsmönnum Tolo sjónvarpsstöðvarinnar, stærsta sjálfstæða fjölmiðli Afganistan, og létust sjö fréttamenn í þeirri árás. Talíbanar héldu því fram að Tolo væri áróðursvél bandaríska hersins og afganskra yfirvalda, sem njóta stuðnings Vesturlanda.
Afganistan Tengdar fréttir Afgönsk yfirvöld leysa 900 Talíbana úr haldi Afgönsk yfirvöld tilkynntu í dag að þau hyggðust leysa 900 vígamenn Talíbana úr haldi og báðu hryðjuverkahópinn jafnframt að framlengja þriggja daga vopnahlé sem á að enda á þriðjudagskvöld. 26. maí 2020 18:07 Ghani og Abdullah ná loks samkomulagi um að deila völdum Pattstaða hefur verið í afgönskum stjórnmálum eftir forsetakosningarnar í landinu á síðasta ári. 17. maí 2020 17:41 Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. 15. maí 2020 08:28 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira
Afgönsk yfirvöld leysa 900 Talíbana úr haldi Afgönsk yfirvöld tilkynntu í dag að þau hyggðust leysa 900 vígamenn Talíbana úr haldi og báðu hryðjuverkahópinn jafnframt að framlengja þriggja daga vopnahlé sem á að enda á þriðjudagskvöld. 26. maí 2020 18:07
Ghani og Abdullah ná loks samkomulagi um að deila völdum Pattstaða hefur verið í afgönskum stjórnmálum eftir forsetakosningarnar í landinu á síðasta ári. 17. maí 2020 17:41
Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. 15. maí 2020 08:28