Lagðir af stað til alþjóðlegu geimstöðvarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2020 19:35 Crew Dragon geimfarið á toppi Falcon 9 eldflaugar í Flórída. Vísir/SpaceX Uppfært 19:35 Geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken eru lagðir af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir vel heppnað geimskot frá Flórída. Um er að ræða fyrstu mönnuðu geimferðina frá Bandaríkjunum frá 2011 og fyrsta skiptið sem einkafyrirtæki sendir menn út í geim. Það mun taka geimfarana um 19 klukkustundir að ná til geimstöðvarinnar. Fyrsta stig eldflaugarinnar sem bar þá út í geim lenti svo á drónaskipi SpaceX, Of Course I Still Love You,undan ströndum Flórída. Allt virðist hafa heppnast vel og þeir Hurley og Behnken eru nú á braut um jörðu á um 27 þúsund kílómetra hraða. We have liftoff. History is made as @NASA_Astronauts launch from @NASAKennedy for the first time in nine years on the @SpaceX Crew Dragon: pic.twitter.com/alX1t1JBAt— NASA (@NASA) May 30, 2020 Main engine cutoff and stage separation confirmed. Second stage engine burn underway https://t.co/bJFjLCzWdK pic.twitter.com/BFFXVRrbQ6— SpaceX (@SpaceX) May 30, 2020 Crew Dragon has successfully separated. Next stop? The International @Space_Station. #LaunchAmerica pic.twitter.com/rDKFzPouTE— NASA (@NASA) May 30, 2020 Upprunlega fréttin Líklegt er að veðrið muni aftur leika starfsmenn NASA og SpaceX grátt í dag. Fyrsta mannaða geimskoti Bandaríkjanna í tæpan áratug var frestað á miðvikudaginn vegna veðurs og útlit er fyrir að fresta verði því aftur í kvöld. Jim Bridenstein sagði á miðvikudaginn að veðrið hefði „leikið okkur grátt“ en það hafi verið rétt ákvörðun að fresta geimskotin Í gærkvöldi áætluðu veðurfræðingar flughers Bandaríkjanna að um helmingslíkur væru á því að fresta þyrfti geimskotinu aftur. Jim Bridenstine, yfirmaður NASA, sagði nú upp úr hádegi að enn væru helmingslíkur á því að af geimskotinu yrði. Uppfært 18:45 Bridenstine sagði fyrir skömmu að eins og staðan var um klukkustund fyrir ætlað geimskot, liti veðrið vel út. Líklegast yrði geimskotið á áætlun. Weather is a GO for launch! #LaunchAmerica— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) May 30, 2020 Áhyggjur þeirra snúa að mestu að rigningu og skýjum en einnig að mögulegum eldingum og vindhviðum. Það þarf ekki eingöngu að huga að veðrinu á skotstaðnum sjálfum við Kennedy Center í Flórída, heldur einnig að veðrinu undan ströndum Flórída. Ef eitthvað kemur upp á eða hætta þarf við geimskotið gætu þeir Doug Hurley og Bob Behnken þurft að nauðlenda í Atlantshafinu. Allt frá því að NASA hætti að nota geimskutlurnar gömlu árið 2011 hafa Bandaríkjamenn treyst á Rússa til að ferja geimfara ríkisins til geimstöðvarinnar og frá henni aftur. Skjóta á geimfarinu á loft frá skotpallinum 39A. Það er sami pallur og notaður var til að skjóta mönnum til tunglsins. Þar var einnig fyrstu geimskutlunni skotið á loft og þeirri síðustu árið 2011. Geimskotið er einn af fyrstu liðum áætlunar ríkisstjórnar Donald Trump sem snýr að því að koma geimförum til tunglsins árið 2024. Geimfararnir tveir, Doug Hurley og Bob Behnken, eiga að vera um borð í geimstöðinni í fjóra mánuði í mesta lagi. Það fer eftir því hve vel geimskotið tekst og hvenær hægt verður að skjóta næsta hópi geimfara á loft. Til stendur að skjóta geimfarinu á loft klukkan 19:22 að íslenskum tíma. Hér að neðan má fylgjast með útsendingu NASA, sem hefst klukkan þrjú í dag. Bandaríkin SpaceX Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Uppfært 19:35 Geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken eru lagðir af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir vel heppnað geimskot frá Flórída. Um er að ræða fyrstu mönnuðu geimferðina frá Bandaríkjunum frá 2011 og fyrsta skiptið sem einkafyrirtæki sendir menn út í geim. Það mun taka geimfarana um 19 klukkustundir að ná til geimstöðvarinnar. Fyrsta stig eldflaugarinnar sem bar þá út í geim lenti svo á drónaskipi SpaceX, Of Course I Still Love You,undan ströndum Flórída. Allt virðist hafa heppnast vel og þeir Hurley og Behnken eru nú á braut um jörðu á um 27 þúsund kílómetra hraða. We have liftoff. History is made as @NASA_Astronauts launch from @NASAKennedy for the first time in nine years on the @SpaceX Crew Dragon: pic.twitter.com/alX1t1JBAt— NASA (@NASA) May 30, 2020 Main engine cutoff and stage separation confirmed. Second stage engine burn underway https://t.co/bJFjLCzWdK pic.twitter.com/BFFXVRrbQ6— SpaceX (@SpaceX) May 30, 2020 Crew Dragon has successfully separated. Next stop? The International @Space_Station. #LaunchAmerica pic.twitter.com/rDKFzPouTE— NASA (@NASA) May 30, 2020 Upprunlega fréttin Líklegt er að veðrið muni aftur leika starfsmenn NASA og SpaceX grátt í dag. Fyrsta mannaða geimskoti Bandaríkjanna í tæpan áratug var frestað á miðvikudaginn vegna veðurs og útlit er fyrir að fresta verði því aftur í kvöld. Jim Bridenstein sagði á miðvikudaginn að veðrið hefði „leikið okkur grátt“ en það hafi verið rétt ákvörðun að fresta geimskotin Í gærkvöldi áætluðu veðurfræðingar flughers Bandaríkjanna að um helmingslíkur væru á því að fresta þyrfti geimskotinu aftur. Jim Bridenstine, yfirmaður NASA, sagði nú upp úr hádegi að enn væru helmingslíkur á því að af geimskotinu yrði. Uppfært 18:45 Bridenstine sagði fyrir skömmu að eins og staðan var um klukkustund fyrir ætlað geimskot, liti veðrið vel út. Líklegast yrði geimskotið á áætlun. Weather is a GO for launch! #LaunchAmerica— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) May 30, 2020 Áhyggjur þeirra snúa að mestu að rigningu og skýjum en einnig að mögulegum eldingum og vindhviðum. Það þarf ekki eingöngu að huga að veðrinu á skotstaðnum sjálfum við Kennedy Center í Flórída, heldur einnig að veðrinu undan ströndum Flórída. Ef eitthvað kemur upp á eða hætta þarf við geimskotið gætu þeir Doug Hurley og Bob Behnken þurft að nauðlenda í Atlantshafinu. Allt frá því að NASA hætti að nota geimskutlurnar gömlu árið 2011 hafa Bandaríkjamenn treyst á Rússa til að ferja geimfara ríkisins til geimstöðvarinnar og frá henni aftur. Skjóta á geimfarinu á loft frá skotpallinum 39A. Það er sami pallur og notaður var til að skjóta mönnum til tunglsins. Þar var einnig fyrstu geimskutlunni skotið á loft og þeirri síðustu árið 2011. Geimskotið er einn af fyrstu liðum áætlunar ríkisstjórnar Donald Trump sem snýr að því að koma geimförum til tunglsins árið 2024. Geimfararnir tveir, Doug Hurley og Bob Behnken, eiga að vera um borð í geimstöðinni í fjóra mánuði í mesta lagi. Það fer eftir því hve vel geimskotið tekst og hvenær hægt verður að skjóta næsta hópi geimfara á loft. Til stendur að skjóta geimfarinu á loft klukkan 19:22 að íslenskum tíma. Hér að neðan má fylgjast með útsendingu NASA, sem hefst klukkan þrjú í dag.
Bandaríkin SpaceX Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira