Ekkert komið fram sem lætur forsætisráðherra efast um að hægt verði að opna landamærin Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. maí 2020 22:56 Óvíst er hvenær niðurstaða liggur fyrir um hvernig og hvort staðið verði að skimun vegna kórónuveirunnar á Keflavíkurflugvelli. Forsætisráðherra segir unnið að því að útfæra stefnu um skimun á landamærum en sóttvarnalæknir á enn eftir að skila minnisblaði vegna skimunar til ráðherra. Verkefnisstjórn um skimun á landamærum komst að þeirri niðurstöðu í byrjun vikunnar að gerlegt er að hefja skimun á Keflavíkurflugvelli 15. júní ef uppfylltar eru ákveðnar forsendur. Ekki hefur enn þá verið tekin ákvörðun um það hvort að af skimuninni verði eða hvernig henni verður háttað. Það er nú í höndum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra að taka ákvörðun um næstu skref en sóttvarnarlæknir á enn eftir að skila minnisblaði sínu til ráðherra um hvernig hann telji farsælast að gera hlutina. „Það er auðvitað svo að enn þá liggur ekki fyrir hagræn greining. Hún mun ekki liggja fyrir fyrr en um mánaðamót. Þannig að það er mikilvægt gagn inn í þessa umræðu alla. En við hins vegar vinnum bara áfram ótrauð að því að útfæra þessa stefnu um skimanir á landamærum,“ segir Katrín. Hún segir að niðurstaða í málinu komi til með að liggja fyrir á næstunni. „Ég ætla ekkert að lofa neinum tímasetningum um það. Við erum bara að vanda okkur og fara í raun og veru yfir hvert skref. Því augljóslega þurfum við að sjá til enda. Það er að segja þetta snýst ekki bara um skimanir á landamærum heldur hvernig við eigum við það síðan ef fólk greinist jákvætt og svo framvegis. Þannig að það þarf auðvitað sjá þann enda fyrir áður en lagt er af stað.“ Hún á von á að Íslensk erfðagreining komi að skimuninni. „Ég vænti þess að við munum óska eftir samráði og samtali við þau núna í aðdragandanum og við upphaf þessa verkefnis.“ Katrín segist sannfærð um að gerlegt sé að opna landamæri Íslands 15. júní. „Það hefur allavega ekkert fram sem svona lætur mig efast um það.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Óvíst er hvenær niðurstaða liggur fyrir um hvernig og hvort staðið verði að skimun vegna kórónuveirunnar á Keflavíkurflugvelli. Forsætisráðherra segir unnið að því að útfæra stefnu um skimun á landamærum en sóttvarnalæknir á enn eftir að skila minnisblaði vegna skimunar til ráðherra. Verkefnisstjórn um skimun á landamærum komst að þeirri niðurstöðu í byrjun vikunnar að gerlegt er að hefja skimun á Keflavíkurflugvelli 15. júní ef uppfylltar eru ákveðnar forsendur. Ekki hefur enn þá verið tekin ákvörðun um það hvort að af skimuninni verði eða hvernig henni verður háttað. Það er nú í höndum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra að taka ákvörðun um næstu skref en sóttvarnarlæknir á enn eftir að skila minnisblaði sínu til ráðherra um hvernig hann telji farsælast að gera hlutina. „Það er auðvitað svo að enn þá liggur ekki fyrir hagræn greining. Hún mun ekki liggja fyrir fyrr en um mánaðamót. Þannig að það er mikilvægt gagn inn í þessa umræðu alla. En við hins vegar vinnum bara áfram ótrauð að því að útfæra þessa stefnu um skimanir á landamærum,“ segir Katrín. Hún segir að niðurstaða í málinu komi til með að liggja fyrir á næstunni. „Ég ætla ekkert að lofa neinum tímasetningum um það. Við erum bara að vanda okkur og fara í raun og veru yfir hvert skref. Því augljóslega þurfum við að sjá til enda. Það er að segja þetta snýst ekki bara um skimanir á landamærum heldur hvernig við eigum við það síðan ef fólk greinist jákvætt og svo framvegis. Þannig að það þarf auðvitað sjá þann enda fyrir áður en lagt er af stað.“ Hún á von á að Íslensk erfðagreining komi að skimuninni. „Ég vænti þess að við munum óska eftir samráði og samtali við þau núna í aðdragandanum og við upphaf þessa verkefnis.“ Katrín segist sannfærð um að gerlegt sé að opna landamæri Íslands 15. júní. „Það hefur allavega ekkert fram sem svona lætur mig efast um það.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira