Danir, Færeyingar og Eistar bjóða Íslendinga velkomna í júní Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. maí 2020 12:30 Strikið í Kaupmannahöfn í Danmörku er vinsælt meðal ferðamanna. Getty/NurPhoto Danir, Eistar og Færeyingar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir Íslendingum í júní. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það gleðileg tíðindi að Íslendingar séu á meðal þeirra sem fá að ferðast til þessara landa. Guðlaugur Þór greindi frá því í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar að utanríkisráðherra Danmerkur hefði tilkynnt honum í gær að Danir hygðust opna landamæri sín fyrir Íslendingum þann 15. júní. „Við auðvitað gleðjumst yfir því,“ sagði Guðlaugur sem bætti við að íslensk stjórnvöld hefðu kallað eftir nánu samstarfi við þau dönsku varðandi alla undirbúningsvinnu við opnun landamæra. „Þó það sé ekki alveg nákvæmlega í því uppleggi sem við lögðum upp með þá liggur það fyrir að það er verið að opna og þar með talið fyrir okkur.“ Frétt DR um ferðalög Dana í sumar.Skjáskot Skimunaráform höfðu ekki áhrif Auk þess sem Danir bjóða Íslendinga velkomna um miðjan júní tilkynnti Guðlaugur að Færeyingar hygðust bjóða landsmenn velkomna á sama tíma. Þá munu Eistar opna landamæri sín gagnvart Íslendingum 1. júní. Aðspurður um hvort skimunaráform Íslendinga á landamærunum hafi sett strik í reikninginn í samræðum utanríkisþjónustunnar við kollega sína erlendis segir Guðlaugur Þór svo ekki vera. „Annars vegar höfum við náð góðum árangri í þessum efnum eins og við þekkjum, við höfum haldið því á lofti og vakið athygli annarra þjóða á því sem er mjög mikilvægt. Það er sömuleiðis mikilvægt að vera í nánu samtali og það höfum við lagt áherslu á í utanríkisþjónustunni. Þannig að þegar fara loksins að opnast flugleiðir og landamæri fara opnast að við séum inni í þeirri mynd,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.vísir/vilhelm Í viðræðum við Norðmenn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, greindi frá því á blaðamannafundi sínum í hádeginu að landamæri Danmerkur verði opnuð aftur fyrir ferðamönnum frá ákveðnum löndum í júní. Ísland væri á meðal þeirra ríkja sem Danir opna landamæri sín fyrir frá og með 15. júní. Sömuleiðis munu Danir opna á ferðir Þjóðverja til landsins um miðjan júní. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hélt einnig blaðamannafund í hádeginu. Greindi hún frá því að samkomulag hafi náðst milli Dana og Norðmanna um ferðir milli ríkjanna í sumar. „Samkomulagið milli Danmerkur og Noregs felur í sér að danskir ferðann geti komið til Noregs og norskir ferðamenn geti ferðast til Danmerkur,“ sagði Solberg. Hún sagði ennfremur að norsk stjórnvöld eigi enn í viðræðum við stjórnvöld á Íslandi, Finnlandi og Svíþjóð um að hægt verði að koma á sambærilegu fyrirkomulagi milli ríkjanna og eigi nú við um Danmörk og Noreg. Lagði Solberg áherslu á að ferðamenn verði að hlíta þeim reglum sem komið hefur verið á í hverju landi fyrir sig. Sömu reglur eigi ekki endilega við. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Íslendingar erlendis Ferðalög Eistland Færeyjar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Danir, Eistar og Færeyingar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir Íslendingum í júní. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það gleðileg tíðindi að Íslendingar séu á meðal þeirra sem fá að ferðast til þessara landa. Guðlaugur Þór greindi frá því í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar að utanríkisráðherra Danmerkur hefði tilkynnt honum í gær að Danir hygðust opna landamæri sín fyrir Íslendingum þann 15. júní. „Við auðvitað gleðjumst yfir því,“ sagði Guðlaugur sem bætti við að íslensk stjórnvöld hefðu kallað eftir nánu samstarfi við þau dönsku varðandi alla undirbúningsvinnu við opnun landamæra. „Þó það sé ekki alveg nákvæmlega í því uppleggi sem við lögðum upp með þá liggur það fyrir að það er verið að opna og þar með talið fyrir okkur.“ Frétt DR um ferðalög Dana í sumar.Skjáskot Skimunaráform höfðu ekki áhrif Auk þess sem Danir bjóða Íslendinga velkomna um miðjan júní tilkynnti Guðlaugur að Færeyingar hygðust bjóða landsmenn velkomna á sama tíma. Þá munu Eistar opna landamæri sín gagnvart Íslendingum 1. júní. Aðspurður um hvort skimunaráform Íslendinga á landamærunum hafi sett strik í reikninginn í samræðum utanríkisþjónustunnar við kollega sína erlendis segir Guðlaugur Þór svo ekki vera. „Annars vegar höfum við náð góðum árangri í þessum efnum eins og við þekkjum, við höfum haldið því á lofti og vakið athygli annarra þjóða á því sem er mjög mikilvægt. Það er sömuleiðis mikilvægt að vera í nánu samtali og það höfum við lagt áherslu á í utanríkisþjónustunni. Þannig að þegar fara loksins að opnast flugleiðir og landamæri fara opnast að við séum inni í þeirri mynd,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.vísir/vilhelm Í viðræðum við Norðmenn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, greindi frá því á blaðamannafundi sínum í hádeginu að landamæri Danmerkur verði opnuð aftur fyrir ferðamönnum frá ákveðnum löndum í júní. Ísland væri á meðal þeirra ríkja sem Danir opna landamæri sín fyrir frá og með 15. júní. Sömuleiðis munu Danir opna á ferðir Þjóðverja til landsins um miðjan júní. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hélt einnig blaðamannafund í hádeginu. Greindi hún frá því að samkomulag hafi náðst milli Dana og Norðmanna um ferðir milli ríkjanna í sumar. „Samkomulagið milli Danmerkur og Noregs felur í sér að danskir ferðann geti komið til Noregs og norskir ferðamenn geti ferðast til Danmerkur,“ sagði Solberg. Hún sagði ennfremur að norsk stjórnvöld eigi enn í viðræðum við stjórnvöld á Íslandi, Finnlandi og Svíþjóð um að hægt verði að koma á sambærilegu fyrirkomulagi milli ríkjanna og eigi nú við um Danmörk og Noreg. Lagði Solberg áherslu á að ferðamenn verði að hlíta þeim reglum sem komið hefur verið á í hverju landi fyrir sig. Sömu reglur eigi ekki endilega við. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Íslendingar erlendis Ferðalög Eistland Færeyjar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira