Danir, Færeyingar og Eistar bjóða Íslendinga velkomna í júní Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. maí 2020 12:30 Strikið í Kaupmannahöfn í Danmörku er vinsælt meðal ferðamanna. Getty/NurPhoto Danir, Eistar og Færeyingar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir Íslendingum í júní. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það gleðileg tíðindi að Íslendingar séu á meðal þeirra sem fá að ferðast til þessara landa. Guðlaugur Þór greindi frá því í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar að utanríkisráðherra Danmerkur hefði tilkynnt honum í gær að Danir hygðust opna landamæri sín fyrir Íslendingum þann 15. júní. „Við auðvitað gleðjumst yfir því,“ sagði Guðlaugur sem bætti við að íslensk stjórnvöld hefðu kallað eftir nánu samstarfi við þau dönsku varðandi alla undirbúningsvinnu við opnun landamæra. „Þó það sé ekki alveg nákvæmlega í því uppleggi sem við lögðum upp með þá liggur það fyrir að það er verið að opna og þar með talið fyrir okkur.“ Frétt DR um ferðalög Dana í sumar.Skjáskot Skimunaráform höfðu ekki áhrif Auk þess sem Danir bjóða Íslendinga velkomna um miðjan júní tilkynnti Guðlaugur að Færeyingar hygðust bjóða landsmenn velkomna á sama tíma. Þá munu Eistar opna landamæri sín gagnvart Íslendingum 1. júní. Aðspurður um hvort skimunaráform Íslendinga á landamærunum hafi sett strik í reikninginn í samræðum utanríkisþjónustunnar við kollega sína erlendis segir Guðlaugur Þór svo ekki vera. „Annars vegar höfum við náð góðum árangri í þessum efnum eins og við þekkjum, við höfum haldið því á lofti og vakið athygli annarra þjóða á því sem er mjög mikilvægt. Það er sömuleiðis mikilvægt að vera í nánu samtali og það höfum við lagt áherslu á í utanríkisþjónustunni. Þannig að þegar fara loksins að opnast flugleiðir og landamæri fara opnast að við séum inni í þeirri mynd,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.vísir/vilhelm Í viðræðum við Norðmenn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, greindi frá því á blaðamannafundi sínum í hádeginu að landamæri Danmerkur verði opnuð aftur fyrir ferðamönnum frá ákveðnum löndum í júní. Ísland væri á meðal þeirra ríkja sem Danir opna landamæri sín fyrir frá og með 15. júní. Sömuleiðis munu Danir opna á ferðir Þjóðverja til landsins um miðjan júní. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hélt einnig blaðamannafund í hádeginu. Greindi hún frá því að samkomulag hafi náðst milli Dana og Norðmanna um ferðir milli ríkjanna í sumar. „Samkomulagið milli Danmerkur og Noregs felur í sér að danskir ferðann geti komið til Noregs og norskir ferðamenn geti ferðast til Danmerkur,“ sagði Solberg. Hún sagði ennfremur að norsk stjórnvöld eigi enn í viðræðum við stjórnvöld á Íslandi, Finnlandi og Svíþjóð um að hægt verði að koma á sambærilegu fyrirkomulagi milli ríkjanna og eigi nú við um Danmörk og Noreg. Lagði Solberg áherslu á að ferðamenn verði að hlíta þeim reglum sem komið hefur verið á í hverju landi fyrir sig. Sömu reglur eigi ekki endilega við. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Íslendingar erlendis Ferðalög Eistland Færeyjar Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Danir, Eistar og Færeyingar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir Íslendingum í júní. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það gleðileg tíðindi að Íslendingar séu á meðal þeirra sem fá að ferðast til þessara landa. Guðlaugur Þór greindi frá því í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar að utanríkisráðherra Danmerkur hefði tilkynnt honum í gær að Danir hygðust opna landamæri sín fyrir Íslendingum þann 15. júní. „Við auðvitað gleðjumst yfir því,“ sagði Guðlaugur sem bætti við að íslensk stjórnvöld hefðu kallað eftir nánu samstarfi við þau dönsku varðandi alla undirbúningsvinnu við opnun landamæra. „Þó það sé ekki alveg nákvæmlega í því uppleggi sem við lögðum upp með þá liggur það fyrir að það er verið að opna og þar með talið fyrir okkur.“ Frétt DR um ferðalög Dana í sumar.Skjáskot Skimunaráform höfðu ekki áhrif Auk þess sem Danir bjóða Íslendinga velkomna um miðjan júní tilkynnti Guðlaugur að Færeyingar hygðust bjóða landsmenn velkomna á sama tíma. Þá munu Eistar opna landamæri sín gagnvart Íslendingum 1. júní. Aðspurður um hvort skimunaráform Íslendinga á landamærunum hafi sett strik í reikninginn í samræðum utanríkisþjónustunnar við kollega sína erlendis segir Guðlaugur Þór svo ekki vera. „Annars vegar höfum við náð góðum árangri í þessum efnum eins og við þekkjum, við höfum haldið því á lofti og vakið athygli annarra þjóða á því sem er mjög mikilvægt. Það er sömuleiðis mikilvægt að vera í nánu samtali og það höfum við lagt áherslu á í utanríkisþjónustunni. Þannig að þegar fara loksins að opnast flugleiðir og landamæri fara opnast að við séum inni í þeirri mynd,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.vísir/vilhelm Í viðræðum við Norðmenn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, greindi frá því á blaðamannafundi sínum í hádeginu að landamæri Danmerkur verði opnuð aftur fyrir ferðamönnum frá ákveðnum löndum í júní. Ísland væri á meðal þeirra ríkja sem Danir opna landamæri sín fyrir frá og með 15. júní. Sömuleiðis munu Danir opna á ferðir Þjóðverja til landsins um miðjan júní. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hélt einnig blaðamannafund í hádeginu. Greindi hún frá því að samkomulag hafi náðst milli Dana og Norðmanna um ferðir milli ríkjanna í sumar. „Samkomulagið milli Danmerkur og Noregs felur í sér að danskir ferðann geti komið til Noregs og norskir ferðamenn geti ferðast til Danmerkur,“ sagði Solberg. Hún sagði ennfremur að norsk stjórnvöld eigi enn í viðræðum við stjórnvöld á Íslandi, Finnlandi og Svíþjóð um að hægt verði að koma á sambærilegu fyrirkomulagi milli ríkjanna og eigi nú við um Danmörk og Noreg. Lagði Solberg áherslu á að ferðamenn verði að hlíta þeim reglum sem komið hefur verið á í hverju landi fyrir sig. Sömu reglur eigi ekki endilega við. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Íslendingar erlendis Ferðalög Eistland Færeyjar Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira