Körfubolti

Sex körfuboltastelpur hittu allar í einni röð í körfuna frá miðju

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sex skot í röð frá miðju. Eitthvað sem gerist ekki á hverjum degi.
Sex skot í röð frá miðju. Eitthvað sem gerist ekki á hverjum degi. Skjámynd/Youtube

Körfuboltastelpurnar í South Dakota State buðu upp á óvænta skotsýningu á æfingu sinni fyrr á þessu tímabili.

Suður-Dakóta liðið var þá á útivelli hjá kollegum sínum í Norður-Dakóta. Í lok æfingar var ákveðið að reyna að hitta frá miðju eins og körfuboltafólk freistast oft til á slíkum stundum.

Útkoman var sögulegu og fréttin af hittni körfuboltastelpnanna frá Suður-Dakóta fór út um alla netheima.

Sydney Stapleton hitti úr fyrsta skotinu við fögnuð félaga sinna í liðið sem litu þó svolítið út eins og þetta væri eitthvað happaskot sem enginn annar myndi leika eftir.

Næst var komið að miðherjanum Addison Hirschman sem hafði aldrei hitt slíku skoti á tveimur árum sínum í liðinu. En viti menn. Hún setti hann og nú fóru leikar að æsast.

Það var síðan allt orðið vitlaust í hópnum þegar þær Paiton Burckhard, Jordan Ferrand og Lindsey Theuninck höfðu allar líka sett niður skot sín frá miðju.

Öll þessi skot náðust á myndbandið hér fyrir ofan en greyið nýliðinn, Tori Nelson, sem hitti einnig náðist aftur á móti ekki á mynd hér fyrir ofan en skotið hennar er hér fyrir neðan.

Liðið kallar sig Jackrabbits og það þarf ekki að koma á óvart að þær hafi unnið Norður-Dakóta skólann daginn eftir. Leikurinn fór 74-61.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×