Tíu þúsund sýndaráhorfendur á leik Jóns Dags og félaga í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2020 09:30 Jón Dagur Þorsteinsson með boltann í leik AGF og Randers í gær en fyrir aftan hann má sjá sýndaráhorfendurnar sem studdu liðið sitt í gegnum Zoom fjarfundabúnaðinn. EPA-EFE/HENNING BAGGER Íslenski knattspyrnumaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson var í liði AGF Aarhus í gær þegar liðið spilaði vægast sagt mjög skrýtinn heimaleik. Það var ekki nóg með að þetta var fyrsti alvöru knattspyrnuleikur liðanna í langan tíma þá var umgjörðin í kringum leikinn afar sérstök. AGF tók þarna á móti Randers á heimavelli sínum Ceres Park sem var ekki með neina alvöru áhorfendur en það voru samt áhorfendur á vellinum í gegn fjarfundabúnaðinn Zoom. Danish club AGF Aarhus let 10,000 fans cheer them on via a Zoom 'virtual grandstand' as season restarts https://t.co/tGKYtQlJUi— MailOnline Sport (@MailSport) May 29, 2020 Alls fengu tíu þúsund stuðningsmenn AGF að fá að vera með á þessu risa Zoom-spjalli. AGF var síðan með fullt af skjáum á vellinum þar sem áhorfendurnir sáust í gegnum fjarfundakerfið. Skjáirnir voru niðri við leikvöllinn og fóru ekkert framhjá leikmönnunum sem spiluðu þennan leik. Hér fyrir neðan má sjá hvernig skjáunum var stillt upp neðst í áhorfendastúkunni og þeir voru því ekki lang frá vellinum sjálfum. Full marks for creative thinking in the Danish Superliga tonight Aarhus fans have Zoomed in for the game. pic.twitter.com/59TbpBzD7l— Marathonbet (@marathonbet) May 28, 2020 Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Jón Dagur var tekinn af velli á 67. mínútu þegar AGF var marki undir. Jöfnunarmarkið kom ekki fyrr en í uppbótatíma. Þetta var athyglisverð tilraun hjá AGF og setti vissulega mikinn svip á leikinn. Það voru samt einhverjir mjög ósáttir því þeir héldu að þeir fengu að sjá leikinn í gegnum Zoom en svo var ekki. Discovery á sjónvarpsréttinn frá dönsku deildinni og þessir fjaráhorfendur þurftu því að vera að horfa á sjónvarpið sitt ætluðu þeir að sjá hvað var að gerast inn á vellinum. Danish football returned today, and fans were able to watch from a virtual stand on Zoom pic.twitter.com/yjkJq1g1aR— B/R Football (@brfootball) May 28, 2020 Danski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Íslenski knattspyrnumaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson var í liði AGF Aarhus í gær þegar liðið spilaði vægast sagt mjög skrýtinn heimaleik. Það var ekki nóg með að þetta var fyrsti alvöru knattspyrnuleikur liðanna í langan tíma þá var umgjörðin í kringum leikinn afar sérstök. AGF tók þarna á móti Randers á heimavelli sínum Ceres Park sem var ekki með neina alvöru áhorfendur en það voru samt áhorfendur á vellinum í gegn fjarfundabúnaðinn Zoom. Danish club AGF Aarhus let 10,000 fans cheer them on via a Zoom 'virtual grandstand' as season restarts https://t.co/tGKYtQlJUi— MailOnline Sport (@MailSport) May 29, 2020 Alls fengu tíu þúsund stuðningsmenn AGF að fá að vera með á þessu risa Zoom-spjalli. AGF var síðan með fullt af skjáum á vellinum þar sem áhorfendurnir sáust í gegnum fjarfundakerfið. Skjáirnir voru niðri við leikvöllinn og fóru ekkert framhjá leikmönnunum sem spiluðu þennan leik. Hér fyrir neðan má sjá hvernig skjáunum var stillt upp neðst í áhorfendastúkunni og þeir voru því ekki lang frá vellinum sjálfum. Full marks for creative thinking in the Danish Superliga tonight Aarhus fans have Zoomed in for the game. pic.twitter.com/59TbpBzD7l— Marathonbet (@marathonbet) May 28, 2020 Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Jón Dagur var tekinn af velli á 67. mínútu þegar AGF var marki undir. Jöfnunarmarkið kom ekki fyrr en í uppbótatíma. Þetta var athyglisverð tilraun hjá AGF og setti vissulega mikinn svip á leikinn. Það voru samt einhverjir mjög ósáttir því þeir héldu að þeir fengu að sjá leikinn í gegnum Zoom en svo var ekki. Discovery á sjónvarpsréttinn frá dönsku deildinni og þessir fjaráhorfendur þurftu því að vera að horfa á sjónvarpið sitt ætluðu þeir að sjá hvað var að gerast inn á vellinum. Danish football returned today, and fans were able to watch from a virtual stand on Zoom pic.twitter.com/yjkJq1g1aR— B/R Football (@brfootball) May 28, 2020
Danski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira