Opinbera leikara í Kötlu-þáttum Baltasars Atli Ísleifsson skrifar 29. maí 2020 08:22 Björn Thors, Íris Tanja Flygenring, Guðrún Ýr Eyfjörð, Baltasar Kormákur, Aliette Opheim, Ingvar E. Sigurðsson og Baltasar Breki Samper. Netflix/Lilja Jónsdóttir Búið er að tilkynna um þá leikara sem munu fara með aðalhlutverk í Netflix-þáttunum Kötlu í leikstjórn Baltasars Kormáks. Í tilkynningu segir að í hópnum verður að finna Guðrúnu Ýr Eyfjörð (GDRN), Írisi Tönju Flygenring, Ingvar E. Sigurðsson, Þorstein Bachmann, Sólveigu Arnarsdóttur, Guðrúnu Gísladóttur, Baltasar Breka Samper, Björn Thors, auk Svíanna Aliette Opheim og Valter Skarsgård. Draugabærinn Vík Í tilkynningu segir um söguþráð þáttanna að einu ári eftir gos í Kötlu hafi líf bæjarbúa í friðsæla smábænum Vík breyst mikið og þeir neyðst til að yfirgefa bæinn þar sem jökullinn nálægt eldfjallinu hafi byrjað að bráðna. „Þeir örfáu íbúar sem eftir eru ná að halda samfélaginu gangandi og þrátt fyrir frábæra staðsetninguna er bærinn nánast orðinn að draugabæ. Dularfullir hlutir sem frusu djúpt inn í jökulinn fyrir löngu síðan koma nú í ljós og hafa ófyrirséðar afleiðingar,“ segir í tilkynningunni. Sýnd á Netflix um allan heim Í leikarahópnum er einnig að finna Harald Ara Stefánsson, Birgittu Birgisdóttur, Helgu Brögu Jónsdóttur, Björn Ingi Hilmarsson, Aldísi Amah Hamilton og hinn níu ára Hlyn Atla Harðarson. Aðrir handritshöfundar en Baltasar að átta þátta seríunni eru þau Sigurjón Kjartansson, Davíð Már Stefánsson og Lilja Sigurðardóttir, en framleiðsla er í höndum RVK Studios. Katla verður sýnd á Netflix um allan heim en frumsýningardagur verður kynntur síðar. Netflix Mýrdalshreppur Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Búið er að tilkynna um þá leikara sem munu fara með aðalhlutverk í Netflix-þáttunum Kötlu í leikstjórn Baltasars Kormáks. Í tilkynningu segir að í hópnum verður að finna Guðrúnu Ýr Eyfjörð (GDRN), Írisi Tönju Flygenring, Ingvar E. Sigurðsson, Þorstein Bachmann, Sólveigu Arnarsdóttur, Guðrúnu Gísladóttur, Baltasar Breka Samper, Björn Thors, auk Svíanna Aliette Opheim og Valter Skarsgård. Draugabærinn Vík Í tilkynningu segir um söguþráð þáttanna að einu ári eftir gos í Kötlu hafi líf bæjarbúa í friðsæla smábænum Vík breyst mikið og þeir neyðst til að yfirgefa bæinn þar sem jökullinn nálægt eldfjallinu hafi byrjað að bráðna. „Þeir örfáu íbúar sem eftir eru ná að halda samfélaginu gangandi og þrátt fyrir frábæra staðsetninguna er bærinn nánast orðinn að draugabæ. Dularfullir hlutir sem frusu djúpt inn í jökulinn fyrir löngu síðan koma nú í ljós og hafa ófyrirséðar afleiðingar,“ segir í tilkynningunni. Sýnd á Netflix um allan heim Í leikarahópnum er einnig að finna Harald Ara Stefánsson, Birgittu Birgisdóttur, Helgu Brögu Jónsdóttur, Björn Ingi Hilmarsson, Aldísi Amah Hamilton og hinn níu ára Hlyn Atla Harðarson. Aðrir handritshöfundar en Baltasar að átta þátta seríunni eru þau Sigurjón Kjartansson, Davíð Már Stefánsson og Lilja Sigurðardóttir, en framleiðsla er í höndum RVK Studios. Katla verður sýnd á Netflix um allan heim en frumsýningardagur verður kynntur síðar.
Netflix Mýrdalshreppur Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein