„Þegar ránin byrja, þá hefst skothríðin“ Samúel Karl Ólason skrifar 29. maí 2020 06:50 Trump segir nauðsynlegt að ná tökum á ástandinu í Minneapolis og hótar því að láta skjóta mótmælendur, grípi þeir til rána. AP/Evan Vucci Mótmælendur í Minneapolis fögnuðu ákaft í gærkvöldi er þeir kveiktu í lögreglustöð í borginni. Lögreglustöðin hafði verið yfirgefin þremur dögum áður vegna umfangsmikilla mótmæla, sem breyst hafa í óeirðir á tímum, vegna dauða George Floyd. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tísti um óeirðirnar í morgun og sagði „þessa óþokka“ vanvirða minningu Floyd og það myndi hann aldrei leyfa. Forsetinn gagnrýndi borgarstjóra Minneapolis, sem er demókrati, harðlega og sagði hann þurfa að ná tökum á borginni. Annars myndi Trump senda þjóðvarðliðið gegn mótmælendum og „vinna verkið rétt“. Trump sagðist einnig hafa rætt við Tim Walz, ríkisstjóra Minnesota, og tilkynnt honum að herinn stæði með honum. „Verði einhver vandræði munum við taka völdin,“ skrifaði Trump og bætti við: „en þegar ránin byrja, þá hefst skothríðin.“ ....These THUGS are dishonoring the memory of George Floyd, and I won t let that happen. Just spoke to Governor Tim Walz and told him that the Military is with him all the way. Any difficulty and we will assume control but, when the looting starts, the shooting starts. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 29, 2020 Uppfært: Twitter hefur dregið úr aðgangi að tístinu vegna þess að það brýtur gegn skilmálum fyrirtækisins. Sjá einnig: Twitter segir Trump hafa hvatt til ofbeldis Floyd dó þegar lögregluþjónn hélt honum niðri með því að halda hné sínu á hálsi hans. Hann kvartaði yfir því að ná ekki andanum og bað lögregluþjóninn um að drepa sig ekki. Jafnvel þó vegfarendur kvörtuðu yfir aðferðum lögreglunnar og bentu á þegar Floyd hætti að hreyfa sig, aðhöfðust lögregluþjónarnir ekki. Sjá einnig: Óeirðir og uppsagnir eftir að svartur maður lést í höndum lögreglu Hér má sjá frétt MSNBC frá því í nótt, þegar kveikt var í lögreglustöðinni. Walz kallaði út þjóðvarðliðið í gærkvöldi, að beiðni borgarstjóra Minneapolis, en samkvæmt AP fréttaveitunni er óljóst hvert standi til að senda hermennina. Þeir hafi ekki verið á vettvangi í nótt. Sjá einnig: „Þeir myrtu bróður minn“ Í tísti sem birt var í nótt stóð að 500 meðlimir þjóðvarðliðsins hafi verið kallaðir út og þeirra verkefni sé meðal annars að tryggja að slökkvilið Minneapolis geti svarað útköllum. We are here with the Minneapolis Fire Department ready to assist so they can safely do their mission. pic.twitter.com/FjsCJ5B8d0— MN National Guard (@MNNationalGuard) May 29, 2020 Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Mótmælendur í Minneapolis fögnuðu ákaft í gærkvöldi er þeir kveiktu í lögreglustöð í borginni. Lögreglustöðin hafði verið yfirgefin þremur dögum áður vegna umfangsmikilla mótmæla, sem breyst hafa í óeirðir á tímum, vegna dauða George Floyd. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tísti um óeirðirnar í morgun og sagði „þessa óþokka“ vanvirða minningu Floyd og það myndi hann aldrei leyfa. Forsetinn gagnrýndi borgarstjóra Minneapolis, sem er demókrati, harðlega og sagði hann þurfa að ná tökum á borginni. Annars myndi Trump senda þjóðvarðliðið gegn mótmælendum og „vinna verkið rétt“. Trump sagðist einnig hafa rætt við Tim Walz, ríkisstjóra Minnesota, og tilkynnt honum að herinn stæði með honum. „Verði einhver vandræði munum við taka völdin,“ skrifaði Trump og bætti við: „en þegar ránin byrja, þá hefst skothríðin.“ ....These THUGS are dishonoring the memory of George Floyd, and I won t let that happen. Just spoke to Governor Tim Walz and told him that the Military is with him all the way. Any difficulty and we will assume control but, when the looting starts, the shooting starts. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 29, 2020 Uppfært: Twitter hefur dregið úr aðgangi að tístinu vegna þess að það brýtur gegn skilmálum fyrirtækisins. Sjá einnig: Twitter segir Trump hafa hvatt til ofbeldis Floyd dó þegar lögregluþjónn hélt honum niðri með því að halda hné sínu á hálsi hans. Hann kvartaði yfir því að ná ekki andanum og bað lögregluþjóninn um að drepa sig ekki. Jafnvel þó vegfarendur kvörtuðu yfir aðferðum lögreglunnar og bentu á þegar Floyd hætti að hreyfa sig, aðhöfðust lögregluþjónarnir ekki. Sjá einnig: Óeirðir og uppsagnir eftir að svartur maður lést í höndum lögreglu Hér má sjá frétt MSNBC frá því í nótt, þegar kveikt var í lögreglustöðinni. Walz kallaði út þjóðvarðliðið í gærkvöldi, að beiðni borgarstjóra Minneapolis, en samkvæmt AP fréttaveitunni er óljóst hvert standi til að senda hermennina. Þeir hafi ekki verið á vettvangi í nótt. Sjá einnig: „Þeir myrtu bróður minn“ Í tísti sem birt var í nótt stóð að 500 meðlimir þjóðvarðliðsins hafi verið kallaðir út og þeirra verkefni sé meðal annars að tryggja að slökkvilið Minneapolis geti svarað útköllum. We are here with the Minneapolis Fire Department ready to assist so they can safely do their mission. pic.twitter.com/FjsCJ5B8d0— MN National Guard (@MNNationalGuard) May 29, 2020
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira