Merkilegur árangur náðst án tilvistar sértæks Covid-lyfs Andri Eysteinsson skrifar 28. maí 2020 22:55 Már Kristjánsson yfirlæknir á smitsjúkdómadeild LSH. Vísir Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar LSH þakkar forvarnarátaki heilbrigðisyfirvalda fyrir þann merkilega árangur sem náðst hefur þrátt fyrir að nokkurt lyf eða bóluefni sé til gegn Covid-19 sýkingu, þetta kom fram í erindi Más Kristjánssonar yfirlæknis á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar í dag. „Það er engin sértæk meðferð við þessum sjúkdómi enn sem komið er. Við sem samfélag höfum náð miklum árangri án þess að hafa úr almennilegum lyfjum að moða. Það er nokkuð merkilegt að hafa náð þessum árangri sem við getum verið stolt af,“ sagði Már og sagði að forvarnir, fjarlægðarreglur, hreinlæti og aðskilnaður hafi leikið stór hlutverk í árangrinum. Már segir þá lítið vitað um sjúkdóminn og því hafi verið ákveðið undir eins að hringja í hvern einasta sjúkling. Þeir sem sáu um hringingarnar voru í fyrstu tveir, Már og Ólafur Guðlaugsson, seinna hafi róðurinn þyngst og fleiri bæst í hópinn. Vegna anna við hringingar hafi ákvörðun verið tekin um að stækka aðstöðuna og gámarnir frægu útvegaðir með því varð Covid-göngudeildin til. „Seinna hafi verið gripið til þess ráðs að nýta gömul barnaheimili í Fossvoginum. Þar hafi sjúklingar geta komist að utan inn í herbergi án þess að fara inn í almenn rými. „Þetta fyrirkomulag þjónaði margvíslegum tilgangi sem ég lít á sem eina mjög mikilvæga meðferð. Í fyrsta lagi með heimhringingarnar, þær veita fólki fullvissu. Það er einhver sem veit um það og einhver sem veit ástand þess. Þá veit fólk að ef það er lasið getur fólk komist á staðinn án þess að útsetja neina aðra, þannig er hægt að meta það og veita tilfallandi meðferð,“ sagði Már. „Það kom nánast enginn inn á bráðadeildina með Covid eftir miðjan mars eftir að Covid-göngudeildin var komin af stað,“ sagði Már og sagði það hafa verið veigamikið í baráttunni gegn útbreiðslu sýkingarinnar á meðal heilbrigðisstarfsfólks. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira
Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar LSH þakkar forvarnarátaki heilbrigðisyfirvalda fyrir þann merkilega árangur sem náðst hefur þrátt fyrir að nokkurt lyf eða bóluefni sé til gegn Covid-19 sýkingu, þetta kom fram í erindi Más Kristjánssonar yfirlæknis á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar í dag. „Það er engin sértæk meðferð við þessum sjúkdómi enn sem komið er. Við sem samfélag höfum náð miklum árangri án þess að hafa úr almennilegum lyfjum að moða. Það er nokkuð merkilegt að hafa náð þessum árangri sem við getum verið stolt af,“ sagði Már og sagði að forvarnir, fjarlægðarreglur, hreinlæti og aðskilnaður hafi leikið stór hlutverk í árangrinum. Már segir þá lítið vitað um sjúkdóminn og því hafi verið ákveðið undir eins að hringja í hvern einasta sjúkling. Þeir sem sáu um hringingarnar voru í fyrstu tveir, Már og Ólafur Guðlaugsson, seinna hafi róðurinn þyngst og fleiri bæst í hópinn. Vegna anna við hringingar hafi ákvörðun verið tekin um að stækka aðstöðuna og gámarnir frægu útvegaðir með því varð Covid-göngudeildin til. „Seinna hafi verið gripið til þess ráðs að nýta gömul barnaheimili í Fossvoginum. Þar hafi sjúklingar geta komist að utan inn í herbergi án þess að fara inn í almenn rými. „Þetta fyrirkomulag þjónaði margvíslegum tilgangi sem ég lít á sem eina mjög mikilvæga meðferð. Í fyrsta lagi með heimhringingarnar, þær veita fólki fullvissu. Það er einhver sem veit um það og einhver sem veit ástand þess. Þá veit fólk að ef það er lasið getur fólk komist á staðinn án þess að útsetja neina aðra, þannig er hægt að meta það og veita tilfallandi meðferð,“ sagði Már. „Það kom nánast enginn inn á bráðadeildina með Covid eftir miðjan mars eftir að Covid-göngudeildin var komin af stað,“ sagði Már og sagði það hafa verið veigamikið í baráttunni gegn útbreiðslu sýkingarinnar á meðal heilbrigðisstarfsfólks.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira