Útbreiddur faraldur ólíklegur en líkur á einstaka smitum Andri Eysteinsson skrifar 28. maí 2020 21:13 Sóttvarnalæknir á fræðslufundi í dag. Vísir Sóttvarnalæknir segir ólíklegt að útbreiddur faraldur fari um landið en líkur séu á einstaka smitum í framtíðinni. Hann sagði þá vert að svara nokkrum spurningum þegar framtíðarhorfum Íslands vegna kórónuveirufaraldursins er velt fyrir sér. „Hvenær kemur næsta bylgja, verður önnur bylgja og um þetta er ómögulegt að segja því það fer eftir svo mörgum þáttum sem við vitum ekkert um, sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar í dag. Þórólfur sagði lítið enn vitað um veiruna og hegðun hennar og enn óljóst hvort kórónuveiran muni valda árstíðabundnum sýkingum eða einfaldlega deyja út. Spurning væri hvort og hvenær bóluefni yrði tilbúið til dreifingar og notkunar. „Það sem kemur til með að spila rullu hjá okkur er hver er útbreiðslan í öðrum löndum. Hvenær hverfur veiran virkilega,“ sagði Þórólfur og bætti við að raun hafi verið að fyrst og fremst íslendingar hafi komið með veiruna og einungis mjög fái erlendir ferðamenn hafi verið greindir hér á landi og smit út frá þeim lítil sem engin. Þá sagði Þórólfur Íslendinga hafa staðið sig vel í einstaklingsbundnum sýkingavörnum eins og til að mynda handþvotti en útlit sé fyrir að fólk sé farið að gleyma sér aðeins. „Við þurfum sífellt að minna á þetta,“ sagði sóttvarnalæknir. Þórólfur segir þá að hann telji að útbreiddur faraldur sé mjög ólíklegur hér á landi líkur séu þó á einstaka smitum og hópsýkingum. „Faraldurinn sem kom, hann kom mjög brátt að okkur og ég held að það gerist ekki. Hef ég rétt eða rangt fyrir mér, ég veit það ekki,“ sagði Þórólfur og minntist gagnrýni Kára Stefánssonar við fyrri spádómum Þórólfs. Þórólfur sagði Ísland vera komið með góða innviði og vera í viðbragðsstöðu. „Ég held við fáum einstaka smit áfram, það er held ég óumflýjanlegt og litlar hópsýkingar eru mögulegar. Við erum komin með reynslu af því að fást við það,“ og vísaði þar til Vestfjarða, Hvammstanga og Vestmannaeyja. „Ég held að þetta sé það sem við munum geta séð,“ sagði Þórólfur og sagði að nú þyrfti að tryggja góðan árangur með réttum aðgerðum. Halda þurfi áfram mikilli sýnatöku og beita smitrakningu áfram. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir ólíklegt að útbreiddur faraldur fari um landið en líkur séu á einstaka smitum í framtíðinni. Hann sagði þá vert að svara nokkrum spurningum þegar framtíðarhorfum Íslands vegna kórónuveirufaraldursins er velt fyrir sér. „Hvenær kemur næsta bylgja, verður önnur bylgja og um þetta er ómögulegt að segja því það fer eftir svo mörgum þáttum sem við vitum ekkert um, sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar í dag. Þórólfur sagði lítið enn vitað um veiruna og hegðun hennar og enn óljóst hvort kórónuveiran muni valda árstíðabundnum sýkingum eða einfaldlega deyja út. Spurning væri hvort og hvenær bóluefni yrði tilbúið til dreifingar og notkunar. „Það sem kemur til með að spila rullu hjá okkur er hver er útbreiðslan í öðrum löndum. Hvenær hverfur veiran virkilega,“ sagði Þórólfur og bætti við að raun hafi verið að fyrst og fremst íslendingar hafi komið með veiruna og einungis mjög fái erlendir ferðamenn hafi verið greindir hér á landi og smit út frá þeim lítil sem engin. Þá sagði Þórólfur Íslendinga hafa staðið sig vel í einstaklingsbundnum sýkingavörnum eins og til að mynda handþvotti en útlit sé fyrir að fólk sé farið að gleyma sér aðeins. „Við þurfum sífellt að minna á þetta,“ sagði sóttvarnalæknir. Þórólfur segir þá að hann telji að útbreiddur faraldur sé mjög ólíklegur hér á landi líkur séu þó á einstaka smitum og hópsýkingum. „Faraldurinn sem kom, hann kom mjög brátt að okkur og ég held að það gerist ekki. Hef ég rétt eða rangt fyrir mér, ég veit það ekki,“ sagði Þórólfur og minntist gagnrýni Kára Stefánssonar við fyrri spádómum Þórólfs. Þórólfur sagði Ísland vera komið með góða innviði og vera í viðbragðsstöðu. „Ég held við fáum einstaka smit áfram, það er held ég óumflýjanlegt og litlar hópsýkingar eru mögulegar. Við erum komin með reynslu af því að fást við það,“ og vísaði þar til Vestfjarða, Hvammstanga og Vestmannaeyja. „Ég held að þetta sé það sem við munum geta séð,“ sagði Þórólfur og sagði að nú þyrfti að tryggja góðan árangur með réttum aðgerðum. Halda þurfi áfram mikilli sýnatöku og beita smitrakningu áfram.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira