Um 0,9% Íslendinga myndað mótefni gegn veirunni Andri Eysteinsson skrifar 28. maí 2020 19:06 Kári Stefánsson kemur af fundi forsætisráðherra í dag vegna skimunar fyrir Covid-19 á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Þegar þeir aðilar sem hafa fengið staðfest smit kórónuveirunnar og þeir sem hafa verið í sóttkví eru teknir út fyrir sviga hafa 0,9% íslensku þjóðarinnar myndað mótefni gegn kórónuveirunni. Þetta kom fram í máli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar á fræðslufundi ÍE, Glíman við Covid-19. Mótefnamælingar hófust fyrr í mánuðinum og var í verkefninu safnað sýnum sem komu í blóðrannsóknir. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, sagði í samtali við Vísi 12. maí að mótefnamælingar væru þrískiptar. „Í fyrsta lagi er það vísindarannsókn Íslenskrar erfðagreiningar þar sem eðli ónæmissvars einstaklinga við kórónuveirunni er rannsakað. Í öðru lagi er það svokölluð sóttvarnaráðstöfun á vegum sóttvarnalæknis. Þar er kannað hversu útbreitt ónæmissvarið við kórónuveirunni er í samfélaginu. Í þriðja lagi er það svo þessi þjónusturannsókn sem tilkynnt var um í dag. Hún felst í því að þeir sem telja sig hafa sýkst af kórónuveirunni geta fengið beiðni frá lækni um að blóð þeirra verði skimað fyrir mótefnasvari viðveirunni,“ sagði Már þann 12. maí. Við litum svo á að um 22.000 manns hafi verið útsettir fyrir veirunni með því að bæta við 0,9 prósent teljum við að 55.000 íslendingar hafi verið útsettir fyrir veirunni og skynsamlegt hefði verið að setja í sóttkví, sagði Kári. Allar upplýsingar úr mælingunum verða færðar í gagnabanka fyrir sóttvarnayfirvöld til þess að hægt verði að taka á næstu bylgjum faraldursins. Í spurningahluta fræðslufundarins sagði Kári að enn ætti eftir að greina frá niðurstöðum úr mótefnamælingum einstaklinga, þeir megi þó vænta þeirra á næstu 2-3 vikum. „Við þurftum að fiska eftir mótefni í mjög stórum hundraðshluta þjóðarinnar áður en við vorum viss um hvað við vorum að sjá. Við erum búin að skima margfalt fleiri en hefur verið gert á meðal nokkurrar þjóðar fyrir mótefnum. Við erum komin með mjög haldgóðar upplýsingar um mótefnamyndun og um hvað mótefna þýða,“ sagði Kári Stefánsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
Þegar þeir aðilar sem hafa fengið staðfest smit kórónuveirunnar og þeir sem hafa verið í sóttkví eru teknir út fyrir sviga hafa 0,9% íslensku þjóðarinnar myndað mótefni gegn kórónuveirunni. Þetta kom fram í máli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar á fræðslufundi ÍE, Glíman við Covid-19. Mótefnamælingar hófust fyrr í mánuðinum og var í verkefninu safnað sýnum sem komu í blóðrannsóknir. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, sagði í samtali við Vísi 12. maí að mótefnamælingar væru þrískiptar. „Í fyrsta lagi er það vísindarannsókn Íslenskrar erfðagreiningar þar sem eðli ónæmissvars einstaklinga við kórónuveirunni er rannsakað. Í öðru lagi er það svokölluð sóttvarnaráðstöfun á vegum sóttvarnalæknis. Þar er kannað hversu útbreitt ónæmissvarið við kórónuveirunni er í samfélaginu. Í þriðja lagi er það svo þessi þjónusturannsókn sem tilkynnt var um í dag. Hún felst í því að þeir sem telja sig hafa sýkst af kórónuveirunni geta fengið beiðni frá lækni um að blóð þeirra verði skimað fyrir mótefnasvari viðveirunni,“ sagði Már þann 12. maí. Við litum svo á að um 22.000 manns hafi verið útsettir fyrir veirunni með því að bæta við 0,9 prósent teljum við að 55.000 íslendingar hafi verið útsettir fyrir veirunni og skynsamlegt hefði verið að setja í sóttkví, sagði Kári. Allar upplýsingar úr mælingunum verða færðar í gagnabanka fyrir sóttvarnayfirvöld til þess að hægt verði að taka á næstu bylgjum faraldursins. Í spurningahluta fræðslufundarins sagði Kári að enn ætti eftir að greina frá niðurstöðum úr mótefnamælingum einstaklinga, þeir megi þó vænta þeirra á næstu 2-3 vikum. „Við þurftum að fiska eftir mótefni í mjög stórum hundraðshluta þjóðarinnar áður en við vorum viss um hvað við vorum að sjá. Við erum búin að skima margfalt fleiri en hefur verið gert á meðal nokkurrar þjóðar fyrir mótefnum. Við erum komin með mjög haldgóðar upplýsingar um mótefnamyndun og um hvað mótefna þýða,“ sagði Kári Stefánsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira