„Verðum að vera nægilega stórar manneskjur til þess að láta þetta ekki snúast um okkur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2020 18:19 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kveðst ekki hafa staldrað við ummæli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um hana sem hann lét falla í Kastljósi í gær. Það sé þó vissulega aldrei skemmtilegt þegar verið sé að halla á mann persónulega. „En ég held að við verðum að vera nægilega stórar manneskjur til þess að láta þetta ekki snúast um okkur og okkar persónu. Þannig að ég sný mér bara að mínum verkefnum og það er það sem mér finnst mikilvægast að vera dæmdur af því sem maður gerir en ekki einhverjum svona dómum,“ sagði Svandís í viðtali við Elínu Margréti Böðvarsdóttur, fréttamann, áður en fræðslufundur ÍE um Covid-19 hófst klukkan 17 í dag. Ummæli Kára um Svandísi í Kastljósi í gær hafa vakið mikla athygli. Þar sagði hann ráðherra hrokafulla eins og tíu ára stelpu og sagði ÍE ekki myndu koma að skimun erlendra ferðamanna á Keflavíkurflugvelli ef málið yrði á forræði heilbrigðisráðuneytisins. Í viðtali við fréttastofu í dag sagði Kára að bæta þyrfti samskiptin við heilbrigðisráðuneytið og líklegt væri að ÍE kæmi að skimuninni á Keflavíkurflugvelli, að minnsta kosti sem ráðgjafar. Við upphaf fræðslufundarins í dag bauð Kári svo heilbrigðisráðherra sérstaklega velkomna og þakkaði fyrir nærveru hennar. Öll tilbúin til að snúa bökum saman gegn veirunni Aðspurð hvernig staðan væri á undirbúningsvinnu varðandi skimun og hugsanlega aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar sagði Svandís: „Í sjálfu sér, þá held ég að það hafi skýrst ákveðin mál í dag og það hafi skýrst ákveðinn misskilningur í samskiptum og svo framvegis sem gerir það að verkum að við erum öll komin á þann stað að við erum öll tilbúin til þess að snúa bökum saman gegn veirunni. Fyrsti kaflinn gekk rosalega vel enda er þetta stórt og flókið samstarfsverkefni og þar hefur Decode og Íslensk erfðagreining komið að með mjög myndarlegum hætti og ég vænti þess miðað við það sem hefur komið fram í fréttum í dag að það verði líka í næsta kafla sem er sá kafli sem lýtur að skimun við landamæri. En það breytir því ekki að það þarf verulega uppbyggingu veirufræðideildar Landspítalans og við munum fara í það líka.“ Ráðherra sagði það ekki sitt að tjá sig um það hvort niðurstaðan væri sú að ÍE kæmi að verkefninu. „En það er að minnsta kosti og ég heyri ekki betur en að Íslensk erfðagreining sé reiðubúin til viðræðna á þeim grunni að koma að verkefninu, að minnsta kosti hjálpa til með að ýta því úr vör,“ sagði Svandís. Forsætisráðherra komi að málinu til að samhæfa það Hún sagði sóttvarnalækni þann embættismann sem væri í því hlutverki að ráðleggja heilbrigðisráðherra samkvæmt sóttvarnalögum um sóttvarnaráðstafanir. „Þannig að þar er verkefnið í sjálfu sér, það er að segja það sem lýtur að skimun á landamærum og hann mun gera tillögu til mín samkvæmt sóttvarnalögum og þannig er málið hjá mér að því leytinu til,“ sagði Svandís en bætti því við að málið væri mun flóknara. Þannig heyrði það undir annan ráðherra ef verið væri að tala um breytingar á lögum varðandi landamæri og ef verið væri að horfa á samgöngur þá heyrði það undir enn annan ráðherra. Forsætisráherra þyrfti því að koma að málinu til að samhæfa það. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kveðst ekki hafa staldrað við ummæli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um hana sem hann lét falla í Kastljósi í gær. Það sé þó vissulega aldrei skemmtilegt þegar verið sé að halla á mann persónulega. „En ég held að við verðum að vera nægilega stórar manneskjur til þess að láta þetta ekki snúast um okkur og okkar persónu. Þannig að ég sný mér bara að mínum verkefnum og það er það sem mér finnst mikilvægast að vera dæmdur af því sem maður gerir en ekki einhverjum svona dómum,“ sagði Svandís í viðtali við Elínu Margréti Böðvarsdóttur, fréttamann, áður en fræðslufundur ÍE um Covid-19 hófst klukkan 17 í dag. Ummæli Kára um Svandísi í Kastljósi í gær hafa vakið mikla athygli. Þar sagði hann ráðherra hrokafulla eins og tíu ára stelpu og sagði ÍE ekki myndu koma að skimun erlendra ferðamanna á Keflavíkurflugvelli ef málið yrði á forræði heilbrigðisráðuneytisins. Í viðtali við fréttastofu í dag sagði Kára að bæta þyrfti samskiptin við heilbrigðisráðuneytið og líklegt væri að ÍE kæmi að skimuninni á Keflavíkurflugvelli, að minnsta kosti sem ráðgjafar. Við upphaf fræðslufundarins í dag bauð Kári svo heilbrigðisráðherra sérstaklega velkomna og þakkaði fyrir nærveru hennar. Öll tilbúin til að snúa bökum saman gegn veirunni Aðspurð hvernig staðan væri á undirbúningsvinnu varðandi skimun og hugsanlega aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar sagði Svandís: „Í sjálfu sér, þá held ég að það hafi skýrst ákveðin mál í dag og það hafi skýrst ákveðinn misskilningur í samskiptum og svo framvegis sem gerir það að verkum að við erum öll komin á þann stað að við erum öll tilbúin til þess að snúa bökum saman gegn veirunni. Fyrsti kaflinn gekk rosalega vel enda er þetta stórt og flókið samstarfsverkefni og þar hefur Decode og Íslensk erfðagreining komið að með mjög myndarlegum hætti og ég vænti þess miðað við það sem hefur komið fram í fréttum í dag að það verði líka í næsta kafla sem er sá kafli sem lýtur að skimun við landamæri. En það breytir því ekki að það þarf verulega uppbyggingu veirufræðideildar Landspítalans og við munum fara í það líka.“ Ráðherra sagði það ekki sitt að tjá sig um það hvort niðurstaðan væri sú að ÍE kæmi að verkefninu. „En það er að minnsta kosti og ég heyri ekki betur en að Íslensk erfðagreining sé reiðubúin til viðræðna á þeim grunni að koma að verkefninu, að minnsta kosti hjálpa til með að ýta því úr vör,“ sagði Svandís. Forsætisráðherra komi að málinu til að samhæfa það Hún sagði sóttvarnalækni þann embættismann sem væri í því hlutverki að ráðleggja heilbrigðisráðherra samkvæmt sóttvarnalögum um sóttvarnaráðstafanir. „Þannig að þar er verkefnið í sjálfu sér, það er að segja það sem lýtur að skimun á landamærum og hann mun gera tillögu til mín samkvæmt sóttvarnalögum og þannig er málið hjá mér að því leytinu til,“ sagði Svandís en bætti því við að málið væri mun flóknara. Þannig heyrði það undir annan ráðherra ef verið væri að tala um breytingar á lögum varðandi landamæri og ef verið væri að horfa á samgöngur þá heyrði það undir enn annan ráðherra. Forsætisráherra þyrfti því að koma að málinu til að samhæfa það.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira