Var lengi vel með mikla minnimáttarkennd vegna útlitsins Stefán Árni Pálsson skrifar 28. maí 2020 10:29 Þorgerður vill aldrei aftur að upplifa álíka hræðslu og þegar dóttir hennar veiktist alvarlega. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segist hafa verið með lélega sjálfmynd á unglingsárum eins og svo margir. Þá séu veikindi dóttur hennar það erfiðasta sem hún hafi glímt við á ævinni og vilji ekki þurfa að endurtaka. Sindri Sindrason settist niður með alþingiskonunni einn morguninn á heimili hennar í Hafnarfirðinum og fóru þau yfir ýmis mál, þar á meðal morgunrútínuna. Klukkan var átta þegar Sindra bar að garði. „Mér finnst gott að vakna snemma og hef ekki þurft að sofa mikið í gegnum tíðina,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Þorgerður býr með eiginmanni sínum Kristjáni Arasyni og segir hún að hann færi stundum eiginkonunni kaffi í rúmið. Þorgerður og Kristján eiga þrjú börn. Gunnar Ara, sem er í íþróttafræði í HR, Gísla Þorgeir handboltamann, og Katrínu Erlu sem er í FB. Þorgerður fór í lögfræði eftir MS og vegna þess að lögfræðin er praktísk. „Ég ætlaði í dýralækninn og ef ég væri að fara aftur í nám þá færi ég alltaf í dýralækninn. Ég var á náttúrufræðisviði í MS og ætlaði alltaf að fara þá leið.“ Hún var lengi vel í Sjálfstæðisflokknum og sat á þingi fyrir flokkinn í mörg ár en segist ekki sakna flokksins. Erum enn þá vinkonur „En ég viðurkenni það alveg að það eru ákveðnar manneskjur sem ég sakna og við erum ennþá vinkonur.“ Hún útilokar ekki að mynda einhvern tímann ríkisstjórn með flokknum og útilokar hún almennt enga flokka. Sindri spurði þingmanninn hvernig móðir hún væri. „Ég held ég geti stundum verið svolítið hörð en ég vona líka að ég sýni blíðuna inni á milli.“ Sjálf ólst Þorgerður upp með lítið sjálfstraust og var eins og margar unglingsstúlkur á þeim tíma óánægð með eigið útlit og hæð. Þá sá hún mjög illa og hefur Kristján eiginmaður hennar grínast með að hún hafi ekki verið með linsurnar þegar þau hittust fyrst. Mesta gleðin fylgir börnunum „Ég varð gleraugnaglámur og var með mikla minnimáttarkennd. Ég sá mjög illa og fór í aðgerð fyrir einhverjum tólf eða fjórtán árum. Sjálfsmyndin var ekkert rosalega sterk framan af.“ Hún hafi verið með þykk gleraugu sem stundum eru kennd við kókflöskubotna. Það sem gleður hana mest er að sjá ánægju hjá börnunum. Hins vegar sé ekkert erfiðara en að glíma við veikindi barna sinna og þá hræðslu sem fylgir þeim. Katrín dóttir þeirra hjóna greindist með heilaæxli árið 2008. „Að eiga barn og þú veist ekkert hvað gerist er erfiðasta reynslan af þeim öllum sem ég hef í farteskinu. Þegar hún veiktist á sínum tíma, er eitthvað sem ég vil ekki gera aftur,“ segir Þorgerður Katrín. „Maður er þakklátur og þetta var kraftaverk og íslenska heilbrigðiskerfið er frábært.“ Hún vill að við verðum á varðbergi og þora að taka skref fram á við. Skapa þurfi jöfn tækifæri fyrir alla, Íslendinga sem útlendinga hér á landi. Klippa: Ísland í dag - Þegar hún veiktist á sínum tíma er eitthvað sem ég vil ekki gera aftur Ísland í dag Alþingi Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segist hafa verið með lélega sjálfmynd á unglingsárum eins og svo margir. Þá séu veikindi dóttur hennar það erfiðasta sem hún hafi glímt við á ævinni og vilji ekki þurfa að endurtaka. Sindri Sindrason settist niður með alþingiskonunni einn morguninn á heimili hennar í Hafnarfirðinum og fóru þau yfir ýmis mál, þar á meðal morgunrútínuna. Klukkan var átta þegar Sindra bar að garði. „Mér finnst gott að vakna snemma og hef ekki þurft að sofa mikið í gegnum tíðina,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Þorgerður býr með eiginmanni sínum Kristjáni Arasyni og segir hún að hann færi stundum eiginkonunni kaffi í rúmið. Þorgerður og Kristján eiga þrjú börn. Gunnar Ara, sem er í íþróttafræði í HR, Gísla Þorgeir handboltamann, og Katrínu Erlu sem er í FB. Þorgerður fór í lögfræði eftir MS og vegna þess að lögfræðin er praktísk. „Ég ætlaði í dýralækninn og ef ég væri að fara aftur í nám þá færi ég alltaf í dýralækninn. Ég var á náttúrufræðisviði í MS og ætlaði alltaf að fara þá leið.“ Hún var lengi vel í Sjálfstæðisflokknum og sat á þingi fyrir flokkinn í mörg ár en segist ekki sakna flokksins. Erum enn þá vinkonur „En ég viðurkenni það alveg að það eru ákveðnar manneskjur sem ég sakna og við erum ennþá vinkonur.“ Hún útilokar ekki að mynda einhvern tímann ríkisstjórn með flokknum og útilokar hún almennt enga flokka. Sindri spurði þingmanninn hvernig móðir hún væri. „Ég held ég geti stundum verið svolítið hörð en ég vona líka að ég sýni blíðuna inni á milli.“ Sjálf ólst Þorgerður upp með lítið sjálfstraust og var eins og margar unglingsstúlkur á þeim tíma óánægð með eigið útlit og hæð. Þá sá hún mjög illa og hefur Kristján eiginmaður hennar grínast með að hún hafi ekki verið með linsurnar þegar þau hittust fyrst. Mesta gleðin fylgir börnunum „Ég varð gleraugnaglámur og var með mikla minnimáttarkennd. Ég sá mjög illa og fór í aðgerð fyrir einhverjum tólf eða fjórtán árum. Sjálfsmyndin var ekkert rosalega sterk framan af.“ Hún hafi verið með þykk gleraugu sem stundum eru kennd við kókflöskubotna. Það sem gleður hana mest er að sjá ánægju hjá börnunum. Hins vegar sé ekkert erfiðara en að glíma við veikindi barna sinna og þá hræðslu sem fylgir þeim. Katrín dóttir þeirra hjóna greindist með heilaæxli árið 2008. „Að eiga barn og þú veist ekkert hvað gerist er erfiðasta reynslan af þeim öllum sem ég hef í farteskinu. Þegar hún veiktist á sínum tíma, er eitthvað sem ég vil ekki gera aftur,“ segir Þorgerður Katrín. „Maður er þakklátur og þetta var kraftaverk og íslenska heilbrigðiskerfið er frábært.“ Hún vill að við verðum á varðbergi og þora að taka skref fram á við. Skapa þurfi jöfn tækifæri fyrir alla, Íslendinga sem útlendinga hér á landi. Klippa: Ísland í dag - Þegar hún veiktist á sínum tíma er eitthvað sem ég vil ekki gera aftur
Ísland í dag Alþingi Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Sjá meira