Hilmar Árni með tvennu í flottum sigri á KR Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2020 20:59 Hilmar Árni Halldórsson virðist í flottu formi nú þegar Íslandsmótið er að hefjast. vísir/bára Stjörnumenn virðast koma afar vel út úr kórónuveiruhléinu en þeir unnu flottan 3-0 sigur á KR í Vesturbænum í kvöld í fyrsta æfingaleik liðanna eftir hléið frá því í mars. Það skyggði örlítið á sigur Stjörnunnar að Daníel Laxdal fór meiddur af velli snemma leiks en meiðslin litu þó ekki út fyrir að vera alvarleg. Hilmar Árni Halldórsson skoraði fyrsta mark leiksins með föstu skoti vel utan teigs, á 16. mínútu, og hann bætti við öðru marki skömmu síðar eftir undirbúning Heiðars Ægissonar. Stjarnan var áfram nær því að bæta við mörkum í seinni hálfleik og Þorsteinn Már Ragnarsson var nálægt því á 67. mínútu. Hann slapp einn gegn Beiti Ólafssyni í marki KR og braut Beitir á honum rétt utan teigs. Beitir slapp með gult spjald við litla kátínu þjálfara Stjörnunnar sem virtist alveg sama þó að um æfingaleik væri að ræða og vildu sjá rauða spjaldið fara á loft. Þeir Ólafur Jóhannesson og Rúnar Páll Sigmundsson, sem nú stýra Stjörnunni saman, voru báðir afar líflegir á hliðarlínunni í kvöld. Þriðja mark leiksins skoraði Sölvi Snær Guðbjargarson af stuttu færi, þegar hann fylgdi á eftir föstu skoti Tristans Freys Ingólfssonar seint í leiknum. Klippa: Mörkin úr leik KR og Stjörnunnar Aron skoraði í stórsigri Vals Valsmenn unnu 5-1 sigur á 1. deildarliði Keflavíkur á Hlíðarenda. Patrick Pedersen skoraði tvennu fyrir Val og Aron Bjarnason skoraði í fyrsta leik sínum fyrir liðið. Ívar Örn Jónsson og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu einnig. Á Akranesi mættust ÍA og 1. deildarlið ÍBV við talsvert erfiðar aðstæður, þar sem ÍBV vann 3-2 sigur. Samkvæmt Fótbolta.net skoruðu Gary Martin, Jose Sito og Víðir Þorvarðarson mörk ÍBV en Jón Gísli Eyland og Gísli Laxdal Unnarsson fyrir ÍA. Víkingur R. vann svo 3-2 sigur gegn Gróttu þar sem Helgi Guðjónsson, sem Víkingar fengu frá Fram, skoraði tvennu samkvæmt Fótbolta.net. Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn KR Mest lesið Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Landslið Íslands í alpagreinum skíðaíþrótta valin Sport „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Sport Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Stjörnumenn virðast koma afar vel út úr kórónuveiruhléinu en þeir unnu flottan 3-0 sigur á KR í Vesturbænum í kvöld í fyrsta æfingaleik liðanna eftir hléið frá því í mars. Það skyggði örlítið á sigur Stjörnunnar að Daníel Laxdal fór meiddur af velli snemma leiks en meiðslin litu þó ekki út fyrir að vera alvarleg. Hilmar Árni Halldórsson skoraði fyrsta mark leiksins með föstu skoti vel utan teigs, á 16. mínútu, og hann bætti við öðru marki skömmu síðar eftir undirbúning Heiðars Ægissonar. Stjarnan var áfram nær því að bæta við mörkum í seinni hálfleik og Þorsteinn Már Ragnarsson var nálægt því á 67. mínútu. Hann slapp einn gegn Beiti Ólafssyni í marki KR og braut Beitir á honum rétt utan teigs. Beitir slapp með gult spjald við litla kátínu þjálfara Stjörnunnar sem virtist alveg sama þó að um æfingaleik væri að ræða og vildu sjá rauða spjaldið fara á loft. Þeir Ólafur Jóhannesson og Rúnar Páll Sigmundsson, sem nú stýra Stjörnunni saman, voru báðir afar líflegir á hliðarlínunni í kvöld. Þriðja mark leiksins skoraði Sölvi Snær Guðbjargarson af stuttu færi, þegar hann fylgdi á eftir föstu skoti Tristans Freys Ingólfssonar seint í leiknum. Klippa: Mörkin úr leik KR og Stjörnunnar Aron skoraði í stórsigri Vals Valsmenn unnu 5-1 sigur á 1. deildarliði Keflavíkur á Hlíðarenda. Patrick Pedersen skoraði tvennu fyrir Val og Aron Bjarnason skoraði í fyrsta leik sínum fyrir liðið. Ívar Örn Jónsson og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu einnig. Á Akranesi mættust ÍA og 1. deildarlið ÍBV við talsvert erfiðar aðstæður, þar sem ÍBV vann 3-2 sigur. Samkvæmt Fótbolta.net skoruðu Gary Martin, Jose Sito og Víðir Þorvarðarson mörk ÍBV en Jón Gísli Eyland og Gísli Laxdal Unnarsson fyrir ÍA. Víkingur R. vann svo 3-2 sigur gegn Gróttu þar sem Helgi Guðjónsson, sem Víkingar fengu frá Fram, skoraði tvennu samkvæmt Fótbolta.net.
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn KR Mest lesið Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Landslið Íslands í alpagreinum skíðaíþrótta valin Sport „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Sport Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira