„Það er mikil ábyrgð fólgin í því að loka Laugaveginum með einu pennastriki“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. maí 2020 21:13 Pawel Bartoszek og Vigdís Hauksdóttir. Vísir/Vilhelm Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, segir Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, hafa ýjað að því að fjölgun göngugatna í Reykjavík í sumar gæti valdið því að viðbragðstími lögreglu, sjúkraflutningamanna og slökkviliðs lengdist ef kæmi til eldsvoða, manntjóns eða vopnaðra rána. Hann segir þetta af og frá en Vigdís segir mikla ábyrgð fylgja því að loka Laugaveginum fyrir akandi umferð. Í samtali við Vísi segist Vigdís telja að með samþykkt samgöngu- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, sem felur í sér fjölgun göngugatna í miðbæ borgarinnar, séu öryggis- og almannavarnasjónarmið fyrir borð borin. Skipulags- og samgönguráð samþykkti í dag að bæta við tímabundnum göngugötum frá 5. júní til 1. október 2020. Um er að ræða Laugaveg milli Frakkastígs og Klapparstígs, Vatnsstíg milli Laugavegar og Hverfisgötu og Bankastræti milli Ingólfsstrætis og Lækjargötu. Sjá einnig: Samfelld göngugata frá Lækjargötu til Frakkastígs í sumar „Það er náttúrulega skylda hverrar borgarstjórnar eða bæjarstjórnarmeirihluta í landinu að gæta fyrst að öryggi íbúanna, áður en farið er af stað í einhverjar svona gerræðislegar ákvarðanir sem hafa svona víðtæk áhrif,“ segir Vigdís í samtali við fréttastofu. Vigdís segir að göngugötur þar sem borð og stólar á vegum veitingahúsa og kráa séu úti á götu vinni á móti því markmiði að aðgengi sé greitt fyrir viðbragðsaðila á borð við lögreglu, slökkvilið eða sjúkraflutningafólk. Deilt er um ágæti Laugavegsins í formi göngugötu.Vísir/Vilhelm „Hvorki slökkvilið né sjúkrabílar hafa tíma til þess að hlaupa á undan þessum bílum og ryðja úr vegi þessum hindrunum sem á vegi þeirra verða í neyðarútkalli.“ Vigdís segir samþykktir göngugatna og „þrengingar í borginni“ eins og hún kallar það sjálf, ekki unnar í samráði við ofangreinda viðbragðsaðila. „Ef það kviknar í á Laugaveginum, segjum bara að það sé 15 stiga hiti, sól úti og Laugavegurinn fullur af fólki, og það er hvergi greið aðkoma, þá vitum við alveg hvernig það mál myndi enda. Það er mikil ábyrgð fólgin í því að loka Laugaveginum með einu pennastriki.“ Segir Vigdísi tala miðbæinn niður Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, segist ekki geta tekið í sama streng og Vigdís. Í dag birti hann færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir Vigdísi ekki vilja gera Laugaveg að göngugötu vegna hættu á eldsvoðum og vopnuðum ránum. Í samtali við Vísi segist Pawel þar vera að vísa til bókunar Vigdísar á fundi skipulags- og samgönguráðs sem fram fór í dag. „Þar var ýjað að því að viðbragðstími aðila, ef kæmi til eldsvoða, vopnaðra rána og heilsutjóns aukast og skapa aukna hættu. Það er stundum talað um að menn séu að tala miðbæinn niður og ég held að þetta sé tilraun til að slá ákveðin met í því samhengi, ef það á að hræða fólk með því að það sé líklegra að það verði fyrir ráni, heilsutjóni eða bruna ef göngugötur eru opnar,“ segir Pawel. Hann segir tillöguna ganga út á það að fara í samtal við lögregluna um lokanirnar. Það sé ávallt gert og hafi alltaf verið gert. Það sé því misskilningur að tillagan sé ekki unnin í samráði við lögreglu. „Hún [Vigdís] hefur bara þessa skýru skoðun, að Laugavegurinn eigi að vera ætlaður fólki sem vill vera þar akandi á bílum en ekki þeim sem ætla að njóta þess að vera þar í mannlegu og skemmtilegu umhverfi. Hún er að reyna að tromma upp andstöðu við þá skoðun okkar og er nú farin að ýja að því að það skapist eitthvert heilsutjón við að hafa göngugötur opnar, sem ég held að sé algjört rugl. Pawel bendir á að í umræðunni um göngugötur sé fleira en aðgengi viðbragðsaðila sem snúi að öryggi. „Ef að gata er lokuð bílum þá líður fólki, sem er þar með lítil börn eða er bara að labba, betur. Það þarf ekki alltaf að vera að kíkja aftur fyrir sig og fylgjast með bílum. Ég held að það yrði ekki til að auka öryggi í Kringlunni eða Smáralind að hleypa akandi umferð þar í gegn,“ segir Pawel og bætir við að engin ástæða sé til að óttast bruna, vopnuð rán eða annað eins þó Laugavegur verði göngugata í sumar. Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Göngugötur Samgöngur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Sjá meira
Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, segir Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, hafa ýjað að því að fjölgun göngugatna í Reykjavík í sumar gæti valdið því að viðbragðstími lögreglu, sjúkraflutningamanna og slökkviliðs lengdist ef kæmi til eldsvoða, manntjóns eða vopnaðra rána. Hann segir þetta af og frá en Vigdís segir mikla ábyrgð fylgja því að loka Laugaveginum fyrir akandi umferð. Í samtali við Vísi segist Vigdís telja að með samþykkt samgöngu- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, sem felur í sér fjölgun göngugatna í miðbæ borgarinnar, séu öryggis- og almannavarnasjónarmið fyrir borð borin. Skipulags- og samgönguráð samþykkti í dag að bæta við tímabundnum göngugötum frá 5. júní til 1. október 2020. Um er að ræða Laugaveg milli Frakkastígs og Klapparstígs, Vatnsstíg milli Laugavegar og Hverfisgötu og Bankastræti milli Ingólfsstrætis og Lækjargötu. Sjá einnig: Samfelld göngugata frá Lækjargötu til Frakkastígs í sumar „Það er náttúrulega skylda hverrar borgarstjórnar eða bæjarstjórnarmeirihluta í landinu að gæta fyrst að öryggi íbúanna, áður en farið er af stað í einhverjar svona gerræðislegar ákvarðanir sem hafa svona víðtæk áhrif,“ segir Vigdís í samtali við fréttastofu. Vigdís segir að göngugötur þar sem borð og stólar á vegum veitingahúsa og kráa séu úti á götu vinni á móti því markmiði að aðgengi sé greitt fyrir viðbragðsaðila á borð við lögreglu, slökkvilið eða sjúkraflutningafólk. Deilt er um ágæti Laugavegsins í formi göngugötu.Vísir/Vilhelm „Hvorki slökkvilið né sjúkrabílar hafa tíma til þess að hlaupa á undan þessum bílum og ryðja úr vegi þessum hindrunum sem á vegi þeirra verða í neyðarútkalli.“ Vigdís segir samþykktir göngugatna og „þrengingar í borginni“ eins og hún kallar það sjálf, ekki unnar í samráði við ofangreinda viðbragðsaðila. „Ef það kviknar í á Laugaveginum, segjum bara að það sé 15 stiga hiti, sól úti og Laugavegurinn fullur af fólki, og það er hvergi greið aðkoma, þá vitum við alveg hvernig það mál myndi enda. Það er mikil ábyrgð fólgin í því að loka Laugaveginum með einu pennastriki.“ Segir Vigdísi tala miðbæinn niður Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, segist ekki geta tekið í sama streng og Vigdís. Í dag birti hann færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir Vigdísi ekki vilja gera Laugaveg að göngugötu vegna hættu á eldsvoðum og vopnuðum ránum. Í samtali við Vísi segist Pawel þar vera að vísa til bókunar Vigdísar á fundi skipulags- og samgönguráðs sem fram fór í dag. „Þar var ýjað að því að viðbragðstími aðila, ef kæmi til eldsvoða, vopnaðra rána og heilsutjóns aukast og skapa aukna hættu. Það er stundum talað um að menn séu að tala miðbæinn niður og ég held að þetta sé tilraun til að slá ákveðin met í því samhengi, ef það á að hræða fólk með því að það sé líklegra að það verði fyrir ráni, heilsutjóni eða bruna ef göngugötur eru opnar,“ segir Pawel. Hann segir tillöguna ganga út á það að fara í samtal við lögregluna um lokanirnar. Það sé ávallt gert og hafi alltaf verið gert. Það sé því misskilningur að tillagan sé ekki unnin í samráði við lögreglu. „Hún [Vigdís] hefur bara þessa skýru skoðun, að Laugavegurinn eigi að vera ætlaður fólki sem vill vera þar akandi á bílum en ekki þeim sem ætla að njóta þess að vera þar í mannlegu og skemmtilegu umhverfi. Hún er að reyna að tromma upp andstöðu við þá skoðun okkar og er nú farin að ýja að því að það skapist eitthvert heilsutjón við að hafa göngugötur opnar, sem ég held að sé algjört rugl. Pawel bendir á að í umræðunni um göngugötur sé fleira en aðgengi viðbragðsaðila sem snúi að öryggi. „Ef að gata er lokuð bílum þá líður fólki, sem er þar með lítil börn eða er bara að labba, betur. Það þarf ekki alltaf að vera að kíkja aftur fyrir sig og fylgjast með bílum. Ég held að það yrði ekki til að auka öryggi í Kringlunni eða Smáralind að hleypa akandi umferð þar í gegn,“ segir Pawel og bætir við að engin ástæða sé til að óttast bruna, vopnuð rán eða annað eins þó Laugavegur verði göngugata í sumar.
Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Göngugötur Samgöngur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Sjá meira