Mál Elínar og Sigurjóns fara aftur fyrir Hæstarétt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. maí 2020 18:50 Mál þeirra Elínar Sigfúsdóttur og Sigurjóns Þ. Árnasonar munu fá efnislega meðferð að nýju fyrir Hæstarétti. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað frávísunarkröfu ákæruvaldsins varðandi endurupptöku mála þeirra Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans. Þetta þýðir að málin munu fá efnislega meðferð að nýju fyrir réttinum að sögn Sigurðar G. Guðjónssonar, lögmanns Sigurjóns. Elín var dæmd í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti í Ímon-málinu svokallaða. Sigurjón hlaut þriggja og háls árs langan dóm í Ímon-málinu og svo átján mánaða dóm í svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Endurupptökunefnd hafði fallist á endurupptökubeiðni Elínar í Ímon-málinu sem og á endurupptökubeiðni Sigurjóns í sama máli og vegna markaðsmisnotkunarmálsins. Sigurjón Þ. Árnason var bankastjóri Landsbankans á árunum fyrir hrun. Í endurupptökubeiðnum þeirra var meðal annars vísað til hlutafjáreignar hæstaréttardómaranna Viðars Más Matthíassonar og Eiríks Tómassonar í Landsbankanum fyrir hrun og að þeir hefðu orðið fyrir verulegu tjóni við fall bankans. Báðir dæmdu þeir í málum Sigurjóns og Elínar í Hæstarétti. Í febrúar síðastliðnum komst síðan Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) að því að Elín hefði ekki hlotið réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar Viðars Más. Hann hafði tapað 8,5 milljónum króna við fall Landsbankans og því mátti draga óhlutdrægni hans í efa. Þar með hafi íslenska ríkið brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu og var dæmt til greiðslu bóta. Elín höfðaði mál gegn ríkinu fyrir MDE meðal annars vegna hlutafjáreignar Viðars Más Matthíassonar hæstaréttardómara. Dómur MDE í máli Elínar hefur mikið fordæmisgildi fyrir sambærilegt mál Sigurjóns bíður sem meðferðar hjá MDE en að sögn Sigurðar, lögmanns hans, hefur málsmeðferðin frestast um þrjá mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. „Ríkislögmaður hafði frest til 17. apríl til að gera athugasemdir við það sem við höfðum haft fram að færa en þá kom Covid í mars og þá var öllu frestað um þrjá mánuði þannig að það bíður ennþá fram til 17. júlí að ríkislögmaður svari. En ég reikna nú með að ríkislögmaður hafi minni áhuga á að svara núna þegar Hæstiréttur er búinn að taka upp málið og vilji þá heldur gera einhverja sátt við Sigurjón, eða ég er að vona það,“ segir Sigurður. Hann segir ekki liggja fyrir hvenær málin fari svo aftur fyrir Hæstarétt. Aðspurður hvort ákvarðanir réttarins um endurupptöku komi á óvart segir hann: „Ég átti nú kannski frekar von á því að fá það endurupptekið en það var á brattann að sækja á vissan hátt vegna þess að það sem Hæstiréttur hafði fjallað um áður og ekki talið skilyrði þá var maður kannski ekkert ofsalega bjartsýnn, ekki þannig, en maður hélt alltaf í vonina og ég er bara mjög ánægður með þessa niðurstöðu í dag.“ Íslenskir bankar Dómsmál Tengdar fréttir Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 25. febrúar 2020 09:45 Segir mál Elínar snúast um grundvallarréttindi Málflutningur fer fram eftir hálfan mánuð í Hæstarétti um kröfu fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum um að mál hennar verðið endurupptekið vegna óhæfi dómara. Mannréttindadómstóllinn dæmdi henni í vil í dag. 25. febrúar 2020 19:15 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Hæstiréttur hefur hafnað frávísunarkröfu ákæruvaldsins varðandi endurupptöku mála þeirra Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans. Þetta þýðir að málin munu fá efnislega meðferð að nýju fyrir réttinum að sögn Sigurðar G. Guðjónssonar, lögmanns Sigurjóns. Elín var dæmd í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti í Ímon-málinu svokallaða. Sigurjón hlaut þriggja og háls árs langan dóm í Ímon-málinu og svo átján mánaða dóm í svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Endurupptökunefnd hafði fallist á endurupptökubeiðni Elínar í Ímon-málinu sem og á endurupptökubeiðni Sigurjóns í sama máli og vegna markaðsmisnotkunarmálsins. Sigurjón Þ. Árnason var bankastjóri Landsbankans á árunum fyrir hrun. Í endurupptökubeiðnum þeirra var meðal annars vísað til hlutafjáreignar hæstaréttardómaranna Viðars Más Matthíassonar og Eiríks Tómassonar í Landsbankanum fyrir hrun og að þeir hefðu orðið fyrir verulegu tjóni við fall bankans. Báðir dæmdu þeir í málum Sigurjóns og Elínar í Hæstarétti. Í febrúar síðastliðnum komst síðan Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) að því að Elín hefði ekki hlotið réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar Viðars Más. Hann hafði tapað 8,5 milljónum króna við fall Landsbankans og því mátti draga óhlutdrægni hans í efa. Þar með hafi íslenska ríkið brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu og var dæmt til greiðslu bóta. Elín höfðaði mál gegn ríkinu fyrir MDE meðal annars vegna hlutafjáreignar Viðars Más Matthíassonar hæstaréttardómara. Dómur MDE í máli Elínar hefur mikið fordæmisgildi fyrir sambærilegt mál Sigurjóns bíður sem meðferðar hjá MDE en að sögn Sigurðar, lögmanns hans, hefur málsmeðferðin frestast um þrjá mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. „Ríkislögmaður hafði frest til 17. apríl til að gera athugasemdir við það sem við höfðum haft fram að færa en þá kom Covid í mars og þá var öllu frestað um þrjá mánuði þannig að það bíður ennþá fram til 17. júlí að ríkislögmaður svari. En ég reikna nú með að ríkislögmaður hafi minni áhuga á að svara núna þegar Hæstiréttur er búinn að taka upp málið og vilji þá heldur gera einhverja sátt við Sigurjón, eða ég er að vona það,“ segir Sigurður. Hann segir ekki liggja fyrir hvenær málin fari svo aftur fyrir Hæstarétt. Aðspurður hvort ákvarðanir réttarins um endurupptöku komi á óvart segir hann: „Ég átti nú kannski frekar von á því að fá það endurupptekið en það var á brattann að sækja á vissan hátt vegna þess að það sem Hæstiréttur hafði fjallað um áður og ekki talið skilyrði þá var maður kannski ekkert ofsalega bjartsýnn, ekki þannig, en maður hélt alltaf í vonina og ég er bara mjög ánægður með þessa niðurstöðu í dag.“
Íslenskir bankar Dómsmál Tengdar fréttir Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 25. febrúar 2020 09:45 Segir mál Elínar snúast um grundvallarréttindi Málflutningur fer fram eftir hálfan mánuð í Hæstarétti um kröfu fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum um að mál hennar verðið endurupptekið vegna óhæfi dómara. Mannréttindadómstóllinn dæmdi henni í vil í dag. 25. febrúar 2020 19:15 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 25. febrúar 2020 09:45
Segir mál Elínar snúast um grundvallarréttindi Málflutningur fer fram eftir hálfan mánuð í Hæstarétti um kröfu fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum um að mál hennar verðið endurupptekið vegna óhæfi dómara. Mannréttindadómstóllinn dæmdi henni í vil í dag. 25. febrúar 2020 19:15